Heima er bezt - 01.04.1962, Qupperneq 32

Heima er bezt - 01.04.1962, Qupperneq 32
ANNAR HLUTI Nú varð Brynjólfur forvitinn. Hann leit á þennan svo gott sem tengdaföður sinn. Það var orðið mikið rokkið og tunglið skein beint framan í andlitið á hon- um. Þetta var svipmikill maður og höfðinglegur, með hátt enni, mikið og hrokkið hár, dökkleitt, hæruskotið, greitt aftur og náði niður á háls. Nefið var stórt og bogið. Hann var rakaður með skeggskúfa í vöngum. Augabrýrnar voru loðnar og úfnar og augun blá, en nú virtust þau svört í rökkrinu. Hvað hafði honum dottið í hug? „Þér er kunnugt um,“ hélt Kjartan áfram, „að land hér um sveitir er mikið breytt frá því er var í mínu ungdæmi. Stór landssvæði hafa farið í eyði, næstum heil sveit horfið undir hraun. Þér hefur verið sagt frá þessu. Eg horfði á brunann renna. Ég var þá nokkru eldri en þú ert nú. Hann kom fram úr Svartárgili, bruninn. Hann fylgdi farvegi Svartár, hún er nú ekki lengur til. En þegar hann kom niður úr gilinu, niður á sléttuna, þá breiddi hann úr sér og rann yfir byggð- ina. Þú hefur oft farið suður með hraunbrúninni, svo þú veizt að hraunið er ekki neinn smáblettur, enda teygði það sig yfir mikinn hluta af Hólmasveit og lagði hana í eyði. Þetta var grösug og fögur sveit, þar voru margar góðar jarðir. Þær áttu afréttarland hér uppi á heiðum. Þær áttu miklar fjörur og reka. Þarna voru höfuðból, svo sem Bakkarnir gömlu, ágætis jörð, og Bakkafjara ein rekasælasta fjara hreppsins. Jæja, en öll Hólmasveit fór aldrei undir hraun, enda þótt fólk flýði hana alla. Syðsti hlutinn er enn eins og hann var, nema hvað hann hefur tekið nokkrum breytingum upp undir Eldá, sem myndaðist einmitt eftir gosið sunnan við brúnina á nýja hrauninu. Og enda þótt þar syðra stæðu aldrci bæir fyrir Eld, því að bæirnir fóru allir undir brunann, þá eru þar þó á nokkrum stöðum svæði, sem mjög vel eru byggileg og prýðileg bæjar- stæði. Ég man eftir einu sérstaklega. Það eru valllend- isbakkar með hæðadrögum sunnna við Eldána í landi gömlu Bakkanna. Þar er gott að reisa bæ. Og þar er hægt að rækta tún, þarf ekki annað en bera á vellina. Þarna skaltu búa.“ Brynjólfur hafði drukkið í sig hvert orð. Hann þekkti vel landið þarna fyrir sunnan hraun. Að hon- um skyldi ekki hafa dottið í hug sjálfum að reisa þar bæ! „Já, þarna skal ég búa,“ sagði hann upphátt, ósjálf- rátt. Rétt í þessu hafði vinnumaður komið inn til þeirra, þurfti eitthvað að finna húsbóndann. Datt þá þetta tal niður. En Brynjólfur hafði sagt unnustunni og foreldr- um sínum og systkinum og nokkrum vinum, hvað hann hyggðist fyrir. Og enda þótt hann ætlaðist ekki til, að það færi víðar að sinni, þá síaðist það brátt út, að hann ætlaði að fara að búa fyrir sunnan bruna þá um vorið, og þóttu mikil tíðindi. Brynjólfi hafði ekki til hugar komið, að nokkur mað- ur myndi bregða fæti fyrir hann við þessar fram- kvæmdir. Hann var með allan hugann við ýmsa erfið- leika, sem hann varð að yfirstíga og hann var viss um að geta yfirstigið. Hann þurfti mikið að gera, byggja allt upp af sléttu. Það var mikið verlc fyrir 25 ára pilt. Til allrar hamingju var hann smiður. Hann þurfti að tryggja sér timbur, mikið timbur. Hann þurfti að saga, saga ein ósköp. Hann þurfti að ná í hentugt grjót til hleðslu. Og allt þetta þurfti hann að flytja á staðinn, sem hann veldi fyrir bæjarstæði. Öllu þessu þurfti hann að hafa lokið, er voraði, því þá þurfti hann strax að fara að hlaða tætturnar og reisa. Og hugurinn var svo bundinn við allt þetta o. fl. o. fl„ að honum láðist að tryggja sér það, sem hann hefði átt að byrja á að tryggja sér, en það var landið. Þegar komið var fram á Góu, fór Brynjólfur að 136 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.