Heima er bezt - 01.04.1962, Page 39
55. Nú er um að gera að vera snar í
snúningum. Þegar við erum komnir inn
aftur hjálpa ég gamla manninum til að
ganga frá böndunum áþekkt og áður
var, en vef þeim þó lauslega um hann.
56. Ég fel mig fyrir aftan gamla tjaldið
og gaegist um rifu í dúknum. Fúsi flakk-
ari leitar utanhúss að þessum ósýnilega
fjandmanni, en árangurslaust og er því
öskuvondur.
57. Loks kemst Fúsi flakkari í dyrnar,
bálreiður og blótandi. Hann fer óvart til
gamla mannsins og þrumar: „Hvaða
bölvaður náungi er að snuðra hérna úti
og inni? Svaraðu mér?“
58. „Flýttu þér að segja satt, lagsi!“
þrumar Fúsi flakkari æstari og æstari.
Hann þrífur i hálsmálið á skyrtu gamla
mannsins og hristir hann og skekur og
reiðir síðan stafinn sinn á loft eins og
til höggs.
59. Hvað á ég að taka til bragðs? Á ég
að grípa fram í? Nei, það væri fásinna.
Hvað get ég gert gegn þessum heljar-
karli? Mér dettur nokkuð í hug. Ryðgað-
ur skrúflykill liggur á gólfinu. Ég þríf
hann og þeyti honum í gegnum rúðuna.
60. Kling, klang, þar fór rúðan! Lag-
lega af sér vikið! Fúsi flakkari sleppir
fanga sínum og glápir steinhissa i allar
áttir. „Hver fjandinn er hér á ferðinni!"
öskrar hann. „Er hann þarna aftur, bölv-
aður gluggagægirinn! Bíddu nú bara!
61) Fúsi flakkari heldur enn á stafnum
og þýtur til dyra. Hann ætlar nú ekki að
bíða boðanna með að ná í bragðarefinn!
En honutn dettur ekki i hug að hann sé
innanhúss.
62. Fúsi flakkari hleypur umhverfis
húsið og nemur svo staðar við brotna
gluggann. Allt í einu rekur hann augun
í skrúflykilinn og tekur hann hann upp.
„Þarna er lykillinn, sem ég fleygði!"
63. Fúsi flakkari þýtur inn aftur og
rakleitt inn að forhenginu, þar sem ég
ég er í felum bak við. Hann þeytir því
frá og hleypur að því loknu beint á
rnig....
Heima er bezt 143