Heima er bezt - 01.05.1962, Blaðsíða 11
gjöra gabb að mér? Þú mátt úr flokki tala, sem hefur
að vísu embætti að ganga; — guð láti aldrei dramb-
semis-djöfulinn snúa þér frá því, sem við höfum báðir
álitið sóma vorn og heiður hingað til, að kenna ung-
um Islendingum, — þú hefur, segi ég, að embætti að
ganga og efar þig — og ég vildi heldur geta orðið
kennari við góðan skóla á Islandi en allt annað. Þar
get ég enn unnið skamma eða langa stund, hver veit
nema 20 ár, ef guð vildi lofa, og hvað mætti þá ekki
vera létt upp koldimmunni úr íslandi, — helvízkri
holtaþokunni, sem felur bæði líkama og anda. — Höf-
um við ekki sagt, að landið er fagurt og frítt, hefur
þú ekki sagt það sjálfur? En hver skilur fegurðina,
nema hann geti notið náttúrunnar jafnframt með viti
og þekkingu, því eintóm mannleg tilfinning, sem hef-
ur lifað í okkar unglingum, deyr út aftur með líkam-
anum, ef hún er ekki studd við þekkingu og djúpa ást
á útborði andans. Þú átt að komast í skólann, hvað
sem mér líður, en þú átt líka að koma mér þangað, ef
þú getur. — Þvi átt, til að mynda, ekki að láta sleppa
úr hendi þér annað eins tækifæri og þegar Engelstoft
spurði um Fuglepræ til að koma mér inn og fyrst og
fremst að ná embættinu. Settu allt á stað til að koma
því í lag. — Ég skal koma á eftir og sprengja öll púð-
urgöngin, — en kem nú, sem stendur, ekki við að grafa
þau. Segðu Brvn. og séra Pétri og hverjum, sem gagn
er að, allt þetta sama. Ég get kennt náttúrusögu og
náttúrufræði (Naturhist. og Fysik), jarðfræði og hvað,
sem vill af mælingu og reikningi. Ég hef grannkynnt
mér hér einhvern bezta skólann í Danmörku meir en
hálft ár og hef enn heilt ár eða meira til að kynna mér
skólana í Höfn, sem ég á nú tækifæri til að umgangast
beztu kennarana við. Tefðu ekki við að fara að srrafa
undir fyrir mig, ef það er meira en hégilja, að þú vild-
ir eiga mig í verki með þér. Hér ríður á að reisa
embættið, þá er ég sem sten(dur) maðurinn. Gáðu að
því, að éjg, meðal annars, þekki allt ísland og flesta
menn á Islandi og er vinsæll, og eini maðurinn sem
stendur, sem gæti komið í lag náttúrusafni heima, ef
ég fengi tóm og húsrúm. Hér ríður mest á, að láta
ekki loka fyrr en ég kemst að.--------
í bréfi til Jóns Sigurðssonar forseta sama dag, 15.
marz, segir Jónas þetta m. a.:
— — — Veiztu nokkuð um skólann heima, og um
allt það mál? Ég geri ráð fyrir hnífurinn standi enn í
þessari gamalkú. Myndi nú ekki tími til að koma ein-
hverri hreyfingu á það, meðan þeir eru að gutla við
Gymnasierne hérna í Danmörku. Eitchvað verður þó
úr að ráða, og ég sé ekki, hvernig skólastjórnarráðið
fer að forsvara að láta alla endurbót dragast svona ár
frá ári. Ef þú skyldir vita nokkuð, hvað þessu líður,
og hvað vera muni í brugg-gerð um fyrirkomulagið, ef
nokkuð er, þá væri mér þökk á, þú vildir stinga því
að mér. Mér er nefnilega, þér að segja, heldur í mun,
að komast þar einhvers staðar að, með dálítið af
Naturhistorie og Fysik og Geografi, og koma jafn-
framt á stofn náttúrusafni við skólann, sem enginn
myndi eiga hægra með en ég, þar sem ég þekki svo
marga, sem fegnir vildu leggja sitt hvað til, bæði gef-
ins og í skiptum fyrir allra handa islandica. Ég er
hræddastur af öllu um húsrúmið, ef ekkert tillit yrði
tekið til slíks um leið og nýja skólahúsið er byggt.
Hvernig myndi gjörlegast að minría viðkomendur á
það? Húsrúmið þarf h'tið sem ekkert að auka, ef rétt
er á haldið og tillit tekið til safnsins, þegar byggt er;
því það er alkunnugt, að slík söfn prýða fremur stof-
ur en lýta, og geta vel verið í þeim stofum, sem ekki
eru brúkaðar dags daglega (til að mynda samkomu-
stofu kennaranna, korridor etc.).----------
En þó að Jónas og vinir hans ræddu þetta merka
framfaramál fram og aftur í bréfum sínum, var hér
við ramman reip að draga. Stjórnarvöldin, sem mál
þetta heyrði undir, voru treg og svifasein og sparnað-
arsjónarmiðið var þá allsráðandi á flestum sviðum.
Þeir háu herrar í Kaupmannahöfn, sem mestu réðu um
framgang þessa máls, hafa sjálfsagt talið einhvers ann-
ars frekar þörf en fara að troða naturhistorie, fysik og
geografi í unga íslendinga, jafnvel þótt kennarinn væri
Jónas Hallgrímsson. En Jónasi er þetta ekkert hégóma-
mál. Hann skilur manna bezt nauðsyn þessa og skynj-
ar af skarpskyggni sinni og framsýni, að fræðsla í þess-
um greinum þarf nauðsynlega að komast á og mun
verða upp tekin í íslenzkum skólum fyrr eða seinna,
á sama hátt og hann skynjar, að „fagur er dalur og
fyllist skógi og frjálsir menn, þegar aldir renna“. Og
næst beinir hann máli sínu til lögfræðingsins og fjár-
málasérfræðings þeirra Fjölnismanna, Brynjólfs Pét-
urssonar, sem á innangengt í ýmsar stjórnardeildir í
Kaupmannahöfn, og ræðir um, í bréfi dags. á páska-
dag 1844, hvað hann telji helzt til ráða í þessu efni og
hvaða leiðir séu vænlegastar, til þess að hrinda mál-
inu í framkvæmd. Hann skrifar Brynjólfi svo um þetta
mál:
-------Ég lofaði þér bréfi um daginn og sveik þig
þá og kem ekki við að skrifa langt í dag, þó þú trúir
því varla, ef til vill. Ég hef líka lítið að skrifa um, en
hér gildir að gegna eitthvað því, sem þú nefnir skól-
ann. Hvernig fara eigi að agitera? Það veit ég satt að
segja ekki. Hér er um að gera að fá skólastjórnina til
að setja embættið á stofn og koma upp heima náttúru-
gripasafni, svo brúkanlegu, að það verði notað til
kennslunnar, og leggja til svo mikið af bókum sem
allra-nauðsynlegast er til að geta unnið með og gert
nokkuð að gagni. Allt þetta kostar nokkra peninga, og
svo er húsrúmið, sem verst verður með, ef til vill, þótt
það þurfi öngvan veginn að vera stórt. Það er sjálf-
sagt, að ef þeim er alvara með að láta íslenzka skólann
geta hér um bil svarað til þessara gymnasia, þá sýnist
sem þeir geti öngvan veginn sleppt náttúrufræðinni, og
þess utan held ég, að ég gæti tekið að mér að kenna
Heima er bezt 155