Heima er bezt - 01.05.1962, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.05.1962, Blaðsíða 25
Tvær konur á Snæfellsnesi sendu dægurlagaþættin- urn ágætt bréf, og þar sögðu þær meðal annars þetta: „Gætuð þið birt fyrir okkur í blaðinu Ijóð, en úr því munum við aðeins þetta: ,Ég mætti hérna um morgun- inn manni ofan úr sveit, viltu vita vinur minn, hann var í kvenmannsleit‘.“ Undir þessa ljóðabeiðni skrifa: Munda 54 ára og Rúna 88 ára. Æskuárin ylja enn þess- um ágætu, lífsglöðu konum. Ef til vill kemur þetta ljóð síðar í leitirnar. Ég gat þess í þætti þessum í síðasta blaði, að margir hefðu beðið um ljóð, sem hefst á þessari ljóðlínu: „Upp undan bænum í blómskrýddri hlíð.“ Jafnframt gat ég þess, að bak við þetta ljóð væri sönn saga. Höfundur ljóðsins er Þorsteinn Gíslason, ritstjóri og skáld, og var það prentað í litlu ljóðakveri, er út kom árið 1893. En tilefni kvæðisins er þetta: Sigurlín Sigurðardóttir hét ung stúlka ættuð úr Álftaneshreppi á Myrum. Hun var heitbundin ungum manni, Kristjáni Fjeldsted frá Hvítárvöllum. Höfðu þau sett upp hringa. - Þá greip Kristján einhver útþrá, og réðst hann sem túlkur með Vesturförum. Var ferðinni fyrst heitið til Englands, en leiðin lá þó til Ameríku. Unnustan sat í festum heima á íslandi. — Veit ég svo ekki hvað gerðist næstu mánuði, en að ári liðnu berst Sigurlín upsagnarbréfið, og fylgdi trúlofunarhringurinn uppsagnarbréfinu, eins og þá var mjög í tízku. Sigurlín átti þá heima á Álfta- nesi á Mýrum. Mun hana hafa grunað, að bréfið flytti engar gleðifréttir, og gekk með það óupprifið upp í brekku eða dálitla hæð á bak við bæinn. Þarna tók hún bréfið upp. Lítil stúlka á bænum fór að forvitnast um hana og kom hlaupandi heim aftur og sagði að Sigur- lín væri grátandi ofan túns. Sigurlín var fríð kona og fönguleg. Hún giftist síðar Sveini Níelssyni, bróður Haraldar Níelssonar. Og hér kemur þá kvæðið: „Dá- lítil sagalí. Þau horfðust á lengi; þau hugsuðu eitt og hvort annað skildi, þó segði’ ekki neitt, því augun, þau tala bezt ástanna mál: „Ég ann þér af hjarta, af lífi og sál.“ Og söngfuglinn grúfði sig glaður í sæng í grasinu’ og höfðinu stakk undir væng, og allt varð svo rólegt, svo hátignar hljótt, hvert hjartaslag taldi hin grafþögla nótt. Hver telur þá eiða’ og þau ástheitafjöld, er elskendur hvísla um blíðviðriskvöld? Þau skrifar á spjöld sín í húminu hljótt hin hlustandi, ógleymna, þögula nótt. Og aftur hún sýna þér angrandi má hvern eið, sem að gleymdist, en svarinn var þá, er aleinn þú vakir 'á andvökustund og augunum þreyttum er neitað um blund. Og sköpin nú dæmdu þeim skilnaðarstund, hann skyldi með morgninunt leggja’ út á sund, til ókunnra landa, frá ættjarðarströnd, frá ástmey og vinum, frá foreldra hönd. Hann kvaddi’ hana og sagði: „Ó, mundu mig mey.“ — „Ég man þig allt til þeirrar stundar ég dey.“ „í vor kem ég aftur, þá verðurðu mín.“ — „í vetur ég ávallt skal hugsa til þín.“ Og snemma að morgni skreið ferðbúið fley með flaktandi seglum í dálitlum þey frá landi, en meyjan á ströndinni stóð og starði’ út á fleyið, er bárurnar óð. En út yfir borðstokkinn unglingur lá og augunum döprum mót landinu sá; hann leit upp á fjöllin með bergskyggða brún, um blómskrýddar hlíðar og fagurgræn tún. Upp undan bænum í blómskrýddri hhð, í blækyrru veðri, um hásumartíð, er sólin í heiðríkju seig o’ní mar og svalandi skugga um hlíðarnar bar. Svo leit hann hvar unnustan stendur á strönd og starir til hafsins, þá varpar hann önd: „Nú flytur mig burt frá þér freyðandi sjár.“ — þá féllu’ o’ní hafdjúpið glóandi tár. Þar gægðust upp brekkuna blástjörnur tvær, tvö brosfögur augu, þar situr ein mær; hún hönd ber við eyra og hlustar um stund: „Nú heyri ég fótatak nálgast á grund.“ Á kinnarnar rósfögrum roðablæ sló, því rétt þegar orðið á vör hennar dó var hönd hennar gripin, við hlið hennar sezt hinn hjartkæri vinur, er þráði hún mest. Og skipið um öldurnar freyðandi flaug; og fyrst, er það hverfur við sjóndeildarbaug, þá gengur hún hugdöpur burt heim að bæ: „Þið bárur ó, leiðið hann heilan um sæ.“ Og sumarið líður; hún hugsar um hann og horfir oft döpur á bládýpisrann; og haustið burt víkur, þá versnar í tíð, og veturinn fæðist með kulda og hríð. Heima er bezt 165

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.