Heima er bezt - 01.05.1962, Side 38
HAPPATALA BARNANNA
sem þiá IásuS um
í síáasta Kefti reyndist vera
Nú skuluð þið athuga blaðsíðu 140 í apríl-blaðinu, og sá, sem hefur verið svo heppinn að fá blað með þessu núm-
eri, vinnur öll þessi glæsilegu KODAK-ljósmyndatæki, sem sjást hér á myndinni, en þau eru nánar tiltekið þessi:
7950
1. KODAK ljósmyndavél af gerðinni
CRESTA III, að verðmæti ...... kr. 275.00
2. KODAK taska fyrir CRESTA III . - 77.00
3. Ein VP-120 KODAK filma........ - 31.00
4. „Flash-holder“ ............... - 203.00
5. Batterí fyrir „Flash-holder“ . — 24.00
6. Tíu flashperur PF-1 á 4.50 ... — 45.00
Samanlagt verðmæti kr. 655.00
Eins og þið sjáið eru þessi KODAK ljósmyndatæki öll
ótrúlega ódýr, og ætti því að vera gerlegt fyrir hvern
sem er að spara sér saman peninga til að geta eignazt
þessi tæki.
Sá, sem er svo heppinn að eiga blaðið með happatölu
barnanna, þarf að klippa ferhyrninginn með tölunni út
úr blaðinu og senda hann ásamt nafni og heimilisfangi
til „Heima er bezt,„ pósthólf 45, Akureyri.
Þá fær hann sent nýtt og ógallað hefti af „Heima er
bezt“ í staðinn ásamt hinum glæsilegu KODAK verð-
launum.
Vinningsnúmerið þarf að hafa borizt afgreiðslu
„Heima er bezt“ fyrir 17. júní næstkomandi. Ef núm-
erið hefur ekki borizt afgreiðslunni fyrir þann tíma,
fellur það úr gildi, og verður þá dregið út annað númer,
sem auglýst verður í júlíblaðinu ef til kemur. Látið því
ekki hjá líða að athuga, hvort happatalan 7950 skyldi nú
ekki cinmitt vera í aprílblaðinu ykkar. Einhver af áskrif-
endum „Heima er bezt“ er með þetta blað.
178 Heima er bezt-