Heima er bezt - 01.05.1962, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.05.1962, Blaðsíða 12
dálítið í fysik, ef vildi, og ég fengi hin nauðsynlegustu áhöld. En hvernig fara að agitera? Konráð heldur ég eigi að reka memorial beinlínis í direktionina,1) og segja henni og sýna, hver nauðsyn sé á náttúrufræði verði kennd heima; en mér finnst það einhvern veg- inn vera fruntalegt, og að ég komist ekki beinlínis að því máli, fyrr en direktionin væri fyrst búin að ákvarða um þessa kennslugrein, og að ég þá geti fyrst sótt um embættið, eða hvað sýnist þér? En til að koma fótum undir þetta mál og fá d. til að stofnsetja þessa kennslu- grein, til þess þarf einhvern, sem er ofar á strái en ég; nánustu forstöðumenn skólans, — skólinn sjálfur og stiftsyfirvöldin — ættu að gera það, eða réttara sagt vera búin að því. Hvað heldurðu, ætli það væri nema til tómrar bölvunar að koma einhverjum artikula um þetta inn í blöðin?; heldurðu ekki, hvað vel og var- lega, sem hann væri saminn, að það yrði að minnsta kosti til lítils gagns? En getur þú með öngvu móti komizt eftir, hvort nokkuð eða ekkert hefur verið ráð- gert um þetta í direktioninni?-------- Þunglyndið, sem þjáði Jónas ávallt í skammdeginu, a. m. k. hin síðustu ár ævinnar, virðist ekki hafa með öllu yfirgefið hann þennan vetur í Sórey, þótt senni- lega hafi hann verið glaðari í bragði þar en oftast áð- ur, eftir að fátækt, sjúkleiki og vinamissir höfðu sett mark sitt að ráði á hann. Til þessara þunglvndiskasta benda fáein ummæli í bréfum hans frá þessum tíma. Eitt af bréfum hans til Jóns Sigurðssonar, dags. 15. marz 1844, endar á þessum dapurlegu orðum: -------Mig er nú farið að langa mikið eftir póst- skipinu. Ég finn giöggt á mér, að ég frétti eitthvað ljótt með því, annaðhvort Heklugos eða manndauða eða „i al Fald“ einhvern vinamissi. Mér sýnist mál það fari nú að koma.--------- Og í bréfi til Páls Melsteðs yngra, dags. í Kaup- mannahöfn 5. júlí 1844, er þessi fáorða lýsing á Sórey: ----— Saurar sjálfir liggja lágt, og loftið er þar óhollt og þokusælt, en fallegt er þar í kring. Andinn í bænum er heldur en ekki smákaupstaðarlegur, og ekki held ég vísindi geti vel þrifizt nema í stórborgum, eða þá fyrir einstaka menn í sveitarró.-------- Af þessum ummælum Jónasar virðist helzt mega ráða það, að hann hafi verið búinn að fá nóg af ró- seminni í Sórev í bráð og ekki talið sér henta að vinna öllu lengur að ritstörfum sínum þar, enda hafði Jónas að mestu lokið við að rita sinn hluta bókar þeirr- ar, er þeir Steenstrup unnu að í félagi.2) Vrið samn- ingu íslandslýsingarinnar þurfti Jónas líka oft á ýms- um gögnum að halda, sem aðeins voru fáanleg í Kaup- 1) þ. e. að reka tillögurnar í stjórnina. 2) Þeir hugðust nefna bessa bók Islands Naturforhold. Bók þessi var aldrei gefin út. mannahöfn. Honum hefur sjálfsagt þótt bagalegt að þurfa sí og æ að vera að kvabba á vinum sínum að út- vega sér og senda þessi gögn til Sóreyjar. Hitt er efa- laust, að kyrrð og ró sveitalífsins hafa verið honum miklu hollari og heilsusamlegri en ys og þys stórborg- arlífsins í Kaupmannahöfn. Og loks er veturinn liðinn og nýtt vor komið í Sór- ey. Skógarnir byrja að laufgast á ný og animónurnar stinga kollinum upp úr moldinni. Allt er þrungið nýju lífi, ilmi og angan hins unaðslega vors. Jónasi hefur liðið vel þá 9 mánuði, sem hann hefur dvalizt þarna úti í sveitinnt hjá góðum vinum við ánægjuleg og ár- angursrík vísindastörf. Hann hefur áður haft lítið af raunverulegu og góðu heimilislífi að segja, því að hann hefur verið einmana og einstæðingur mestan hluta æv- innar. En hér hjá Steenstrup hefur hann notið hlýju heimilislífsins og vinsemdar og virðingar í hvívetna. Steenstrup mun ekki hafa viljað taka neina borgun fyr- ir dvöl Jónasar um veturinn, enda hafði hann boðið honum til sín og Jónas unnið með honum að miklu verki, sem báðir gerðu sér miklar vonir um. Ekki virð- ist fjárhagur skáldsins samt hafa vænkazt til muna, eft- ir því sem ráða má af bréfi því, er Jónas skrifar Kon- ráði Gíslasyni um það leyti, sem hann tekur sig upp frá Sórey og heldur til Kaupmannahafnar. Bréfið er dagsett 2. maí 1844. Þar segir: ------Nú er einungis efnið rniðans að láta yðar há- velborinheit vita, að þú munt mega búast við að fá að sjá framan í andlitið á mér á mánudagskvöldið, kem- ur, ef þú vildir virðast að vera viðstaddur á póstgarð- inum eitthvað stundu eftir miðaftan, þegar dagvagn- inn kemur. Finnur skrifaði mér í gær „í mesta hasti“, að þó hann væri í peningahraki, réðst hann í að senda mér hér með 10 dali í von um endurgjald frá félaginu, til þess að ég gæti ferðazt inn fyrir til að vera við- staddur lagfæringu á öðrum fjórðungi landsins. Nú komu raunar ekki þessir 10 dalir, en ég býst við þeim með næsta pakkapósti (á sunnudagsmorguninn, kem- ur).------- Þetta vor, 1844, gerðist það, að vinur og samstarfs- maður Jónasar, Steenstrup lektor, var skyndilega kvaddur til að fylgja krónprinsinum í för hans um Skotland og Færeyjar. Þessi tíðindi skrifaði Steenstrup Jónasi til Hafnar nokkrum dögum eftir að Jónas fór frá Sórey, (líklega 9. maí). Tók Jónas fregninni vel og gladdist yfir áformi vinar síns. Hann segir m. a. í bréfi til Steenstrups 11. maí: ------Du kan tro det glæder mig ikke lidet, at du kommer til at se Færperne undir saa gunstige Om- stændigheder. Jeg haaber sikkert, at Synet af de islandske Formationer skal vække og opfriske alle dine Erindringer om de isl. Forhold og blive til stor Nytte for Udarbejdelsen af den geologiske Del af det paa- tænkte Arbejde.------- 156 Heima er hezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.