Heima er bezt - 01.05.1962, Blaðsíða 32
Hann hefði íhugað málið vel og vendilega og komizt
að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa aflað sér upplýsinga,
sem hann hlyti að taka til greina, að það væri með öílu
óverjandi af ser að byggja honum jörð á þessum stað,
enda þótt hann væri allur af vilja gerður. Að því búnu
stóð umboðsmaður upp og var horfinn úr stofunni áð-
ur en Brynjólfi vannst tími til að segja neitt.
Brynjolfur sá, að ekki dvgði að tefja hér lengur.
Hann hélt því þegar af stað og fór sér nú eigi að neinu
óðslega. Upp úr hádegi fór hann af baki og lét hest-
ana grípa niður og hvíla sig. Sjálfur fékk hann sér bita
af nesti sínu.
Svo hann var þá kominn á leið suður á Amtið. í
fyrradag var hann að vona, að hann gæti farið að reisa
sperrurnar á baðstofunni sinni í dag. Það vrði víst að
bíða nokkuð enn. Ansvítans vandræði! Að sjá smettið
á honum Jóni gamla, þegar hann mætti honum í morg-
un! Brynjólfi fannst á sér, að eigi myndi hann harma,
þótt snoppa sú breytti um svip, þegar hann sæi hana
næst.
Já, nú var að standa sig! Nú var að flýta ferðinni,
en gæta þó þess, að þreyta ekki um of klárana. Hann
skipti leiðinni niður í dagleiðir og taldist svo til, að
hann myndi komast á fjórða degi suður í Amtið.
Svo fór. En ekki þó nógu snemma til þess að ná í
skrifstofuna. Þangað fór hann morguninn eftir. Hann
vildi fá að tala við amtmann sjálfan. Það hittist svo vel
á, að hann var þar þá staddur. Var honum sagt, að
ungur maður austan úr Skarðssveit væri þar kominn og
langaði til að ná tali af honum, amtmanni sjálfum. Eft-
ir að amtmaður hafði áttað sig á, hvar Skarðssveit var
á hnettinum, var hann fús til að tala við Brynjólf. Var
honum nti vísað inn til amtmanns.
Amtmaður sat við skrifborð eitt mikið úr eik. Hann
bauð Brynjólfi sæti á stól hinum megin við borðið.
StóII sá hæfði þessum stað, svo að Brynjólfur þorði
varla að tylla sér nema yzt á brúnina. Þeir horfðu hvor
á annan um stund, amtmaður og Brynjólfur, án þess
að segja neitt. Virti hvor annan fyrir sér. Hallaði
Brynjólfur undir flatt. Hafði aldrei búizt við, að fyrir
sér ætti að liggja að líta augum annan eins stórhöfð-
ingja. Amtmanni var aftur á móti í barnsminni eldgos
það hið mikla er orðið hafði í Skarðssveit og þar um
slóðir, þegar hann var í æsku; því hafði hann langað
til að fretta þaðan, er hann hafði komið nafni sveitar-
innar fyrir sig.
„Svo þér eruð úr Skarðssveit?“ spurði hann Brynjólf.
Já, Brynjólfur var þaðan.
„Hvernig hefur tíðarfarið verið þar í vetur og vor?“
spurði amtmaður.
„iVIeð bezta móti,“ svaraði Brynjólfur.
„Er þar enn margt af fólki, sem lifði fyrir Eld?“
„Jú, nokkuð. Því er nú samt farið að fækka.“
„Nær byggðarlagið sér nokkurn tíma eftir öll þau
ósköp?“
„Það er ólíklegt, hraunið rann yfir margar jarðir og
lagði í eyði heila sveit.“
„Já, sjáum til, hvaða sveit var það nú aftur?“
„Hólmasveit."
„Já, Hólmasveit," endurtók amtmaður.
Og nú notaði Brynjólfur tækifærið til þess að koma
að erindinu. Amtmaður hlustaði með góðvild á mál
hans og fannst hugmynd hans um að reisa bæ og fara
að búa í hinni gömlu eyðisveit hin merkilegasta. Væri
virðingarvert, að hann vildi ríða á vaðið með það að
endurreisa þar byggðina, því sennilega kæmu aðrir á
eftir. Er skemmst frá því að segja, að hann hét Bryn-
jólfi Bökkunum. Skyldi hann sækja byggingarbréfið
daginn eftir....
172 Heima er bezt