Heima er bezt - 01.05.1962, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.05.1962, Blaðsíða 17
ÞATTUR ÆSKUNNAR RITSTJORI HVAÐ UNGUR NEMUR ýiiin m 1 Frá Lapplandi EÍf þið hafið í huganum — eða fyrir framan vkk- ur — kortið af Skandinavíuskaganum, þá sjáið , þið það, að á skaganum eru tvö ríki. — Noreg- ur og Svíþjóð. — Noregur nær lengra í norð- urátt, en Svíþjóð lengra í suður. Þó ná bæði þessi lönd norður fyrir heimskautsbaug og liggur því nyrzti hluti þeirra norðar á hnettinum en Island. Nyrzti hluti Svíþjóðar heitir Lappland. Lappland merkir í fornu máli eyðimörldn — eða skóglausa land- ið í norðri, en þó er þetta ekki réttnefni, því að í Lapplandi er víða mikill skógur, en þó eru stórar skóg- lausar eyður, einkum þar, sem fúnar mýrar ná yfir víðlend svæði. Lappland er geysilega víðlend byggð, en þar er mjög strjálbýlt. Byggðin er yfirleitt í smáhverfum í skógi- vöxnum grunnum dölum og við vötnin, — en þó eru líka einstök býli á víð og dreif um fjalllendið. Stærstu borgirnar eða kauptúnin upp í fjallendinu eru námubæirnir Gellivara og Kiruna, og við strönd- ina borgin Luleá. í Lapplandi er meginlandsloftslag og rignir varla nokkurn tíma að vetrinum. Öll úrkoma verður að snjó, og snjórinn getur orðið allt að því tveggja metra þykkur, en sjaldan skefur snjóinn saman í skafla eins og hér á íslandi. Á sólbjörtum vordögum í apríl og maí hverfur snjórinn smátt og smátt fyrir sólbráð. Um 20. maí vorið 1946 er ég kom til Lapplands var snjórinn að hverfa. Þó sáust snjóskaflar í skurðabökk- um norðan í móti og bak við hús, en móti sól hafði grængresið skotið upp kollinum og sóleyjar og önnur vorblóm skreyttu túnbletti í Kiruna, sem liggur um 160 km fyrir norðan ísland, og 25 maí skein sól á fjalla- toppa alla nóttina. Engin stórfljót falla um Lappland, nema Tornelfur, sem rennur lengi á landamærum Sví- þjóðar og Finnlands, en fullt er þar af stöðuvötnum og smærri ám. Víða eru skóglausar mýrar, en hæðir allar eru vaxnar skógi. Ég ætla ekki frekar í þessum þætti að lýsa hinu víð- áttumikla héraði Svíþjóðar, Lapplandi, en mig langar til að segja ykkur nokkuð frá einkennilegu fólki sem þarna býr, eða öllu heldur börnum þess fólks. Þetta sérkennilega fólk eru Lapparnir, sem nefndir eru Finn- ar í íslenzkum fornsögum. Vorið 1946 átti ég þess kost, að sjá nokkuð af þess- um sérkennilegu mönnum og heimsækja einn skóla, sem var eingöngu fyrir Lappabörn. Laugardaginn 25. maí var ég staddur í Gellivara, sem er mikill námubær í Lapplandi. Ég vissi að skammt frá borginni var stór heimavistarbarnaskóli, sem var eingöngu sóttur af Lappabörnum. Ég ákvað því að nota hinn sólbjarta vordag til að heimsækja þennan skóla. Ég hafði þá aldrei áður séð Lappa, nema á kvikmynd, en ýmislegt um þá lesið, og hlakkaði til að kynnast börnunum og siðum þeirra og háttum. Ég hafði spurt sænska kennarann sem með mér var urn ýmislegt, sem snerti Lappana, og hann hafði sagt mér margt um þá. Þessi kennari var nákunnugur ýmsum Lappafjölskyld- um og talaði auk sænskunnar bæði finnsku og lapp- nesku. Forstöðukonan fyrir skólaheimilinu í Gellivara, en

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.