Heima er bezt - 01.06.1962, Page 4

Heima er bezt - 01.06.1962, Page 4
HJALTI JÓNSSON, HÓLUM: SJÖTUGUR SÆMDARBÓNDI Suðursveitin í Austur-Skaftafellssýslu er mjó strandlengja milli Kolgrímuaura að austan og Breiðamerkursands að vestan. Á aðra hönd er hafið við hafnlausa, brimsorfna strönd, en hina há og víða hrikaleg fjöll með Vatnajökul að baki. Aust- urhluti sveitarinnar og í raun og veru öll sveitin er ein- föld bæjaröð með fjöllunum, en Steinasandur og Steinavötn slíta hana fram undan Kálfafellsdal. Voru fyrir vestan sandinn þrjár stórjarðir: austast Breiðabóls- staður, þá Reynivellir og vestast Fell, sem var stærsta höfuðbólið og sýslumannssetur fram á 18. öld, en Breiðumerkurjökull svarf svo að því, að það lagðist í eyði, þó ekki algjörlega fyrr en á síðari hluta 19. ald- arinnar. En þá var Fellsengið, sem orðlagt var fyrir að vera hið bezta í sýslunni, komið undir sandlag svo þar sást ekki stingandi strá. Tvær hjáleigur voru byggðar úr landi Breiðabólsstaðar, einhvern tima fyrr a öldum, en ekki eru greinilegar sagnir af þvi hvenær það var. Þær heita Gerði og Hali. Steinþór Þórðarson. Hali var ein minnsta jörðin hér í Austur-Skaftafells- sýslu og-langt frá því að geta talizt lífvænleg bújörð á nútíðar mælikvarða. Túnið gaf af sér um 50 hesta af töðu í meðalári og engjar rúmlega annað eins, eða inn- an við 100 hesta. En svo mátti telja það til hlunninda, að silungsveiði nokkur var í lóni, skammt frá bænum og helzt hún enn við. Árið 1887 byrjuðu ung hjón búskap á Hala. Þau hétu Þórður Steinsson og Anna Benediktsdottir. Tóku þau við búsforráðum af foreldrum Önnu, Benedikt Þorleifssyni og Guðnýju Einarsdóttur. Guðný var dótt- ir Einars bónda á Brunnum Eiríkssonar og konu hans Valgerðar Sigurðardóttur. Benedikt faðir Önnu var Þorleifsson, Hallssonar bónda í Hólum í Nesjum og konu hans Önnu Eiríksdóttur Benediktssonar bónda í Hoffelli, Bergssonar prests í Bjamanesi Guðmundsson- ar prests á Hofi í Álftafirði Ólafssonar prests og sálma- skálds á Sauðanesi. Móðir Önnu Eiríksdóttur var Þómnn, kona Eiríks, Steinunn Guðmundsdóttir, kona Steinþórs. 188 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.