Heima er bezt - 01.06.1962, Page 5
Efvi röð. Yzt til vinstri: Steitiþór Þórðarson og Steinunn Guð-mundsdóttir, kona hans, Steinþór Torfason, Ingibjörg Zoþh-
óniasdóttir, kona Torfa, heldur á Susönnu dóitur þeirra, og Torfi Steinþórsson. Neðri röð: liörn Torfa og Ingibjargar. Yzt
til vinstri: Steinunn, Fjölnir, Zoþhónias og Þórbergur.
Jónsdóttir sýslumanns í Hoffelli Helgasonar bónda á
Svertingsstöðum í Eyjafirði.
Móðir Þorleifs í Hólum, kona Halls Þorleifssonar,
var Vilborg Benediktsdóttir Bergssonar í Árnanesi,
systir Eiríks í Hoffelli. Voru [)au hjón, Þorleifur og
Anna, því systkinabörn.
Foreldrar Þórðar á Hala voru Steinn Þórðarson
bóndi á Breiðabólsstað og fyrri kona hans Lússía Þórar-
insdóttir Jónssonar bónda þar.
Foreldrar Steins voru Þórður bóndi Steinsson á
Kálfafelli og kona hans Steinunn Jónsdóttir frá Felli.
Steinn faðir Þorðar bjo a Eskey a Alýrum, en um sett
hans er mér ekki kunnugt. Hef heyrt þá munnmæla-
sögu, að hann hafi fæðzt undir Almannaskarði, verið
lagður undir stein þar og svo gefið nafn eftir steininum.
Kona Steins, móðir Þórðar, hét Dýrleif Jónsdóttir
bónda á Lambleiksstöðum, Hinrikssonar bónda á Við-
borði 1703 Sigurðssonar.
Þau Þórður og Anna bjuggu á Hala um 28 ára bil.
Þau voru alltaf fátæk, en með hagsýni og nýtni komust
þau sæmilega af og ólu upp 3 sonu, sem þau eignuð-
ust og orðið hafa mjög nýtir og þjóðkunnir menn.
Þeir eru:
Þórbergur, rithöfundur í Reykjavík,
Steinþór, bóndi á Hala, og
Benedikt, bóndi á Kálfafelli.
Þessar línur eru helgaðar einum þeirra bræðra, Stein-
þóri, í því tilefni að hann á nú sjötugsafmæli. Hann er
fæddur á Hala 10. júní 1892. Hann ólst þar upp við
fremur þröngan kost, en ekki skort, sem að skaða væri
— og gekk að allri almennri sveitavinnu með föður sín-
um strax er hann komst á legg. Virðist svo, að mörg-
um unglingum hafi reynzt það giftudrjúgur skóli, til
andlegs og líkamlegs þroska. Ekki gekk Steinþór á
neinn skóla og ekki svo gott, að hann nyti kennslu hjá
farkennara. Það var ekki fyrr en eftir að hann var
kominn yfir fermingaraldur, að skipulögð farkennsla
komst á í heimasveit hans, en þrátt fyrir það stendur
hann jafnfætis að menntun eða framar mörgum, sem
setið hafa mörg ár á skólabekkjum.
Þegar Steinþór var 16 ára fór hann í vegavinnu. Var
þá verið að leggja veg um Nesjasveitina fyrst og svo
Heima er bezt 189