Heima er bezt - 01.06.1962, Page 10

Heima er bezt - 01.06.1962, Page 10
BENEDIKT ARASON: Bréf frá Vesturfara 1879 Bréf það, er hér fer á eftir, sendi Glúrnur Hólm- geirsson, Vallakoti í Þingeyjarsýslu, Heima er bezt, og lét því fylgja þá frásögu, að það hefði verið sent afa hans, Jóni Jóakimssyni, bónda á Þverá í Laxárdal, en bréfritarinn var frændi hans. Bréf- ið er fyrir margra hluta sakir merkilegt, það bregður upp mynd af erfiðleikum Vesturfaranna, ekki einungis við að komast vestur, heldur einnig eftir að þangað kemur. Þá er og gaman að sjá hvað bréfritarann langar til að frétta um héðan að heiman. Bréfritarinn, Benedikt Arason, var fæddur á Stóru- völlum í Bárðardal 13. okt. 1837. Ólst hann þar upp til 15 ára aldurs, en fluttist þá til foreldra sinna Ara Vig- fússonar og Guðrúnar Asmundsdóttur, er þá bjuggu að Hamri í Laxárdal. Árið 1866 kvæntist Benedikt Sig- urveigu Jónasdóttur frá Halldórsstöðum. Bjuggu þau góðu búi á Harnri, þar til þau fluttust vestur um haf 1874, í fyrsta stóra vesturfarahópnum, sem til Canada fluttist. Voru í þeim hópi yfir 360 manns, þar á meðal þrjú systkini Benedikts. Bróðir hans, Skafti, var einn af fremstu landnámsmönnum íslendinga fyrst í Nýja íslandi og síðar í Argylebyggð. Eins og flestir Vestur- fararnir þetta ár settist Benedikt að í Kinmount í Ontario-fylki. En síðar fluttust þeir og námu land við Winnipegvatn í Manitoba, og nefndu þar Nýja ísland. Var Benedikt í fyrsta landnemahópnum, sem settist þar að. Bjó hann fyrst, þar sem hann nefndi að Völlum en síðar í Kjalvík, er það nokkru sunnar en Gimli í Nýja- íslandi. Er hann af öllum talinn einn hinna merkustu landnámsmanna í Nýja-íslandi, „greindur vel, fjölhæfur og ritari góður“. Hann var í stjórn Gimlisveitar, og lengi póstafgreiðslumaður í Húsavík við Winnipeg- vatn. Benedikt ritaði mörg bréf til kunningja sinna heima á Islandi, og voru sum þeirra prentuð í Norðan- fara. Eru þau í senn greinagóðar og hófsamar lýsingar á kjörum Ný-íslendinga, og hafa verið notuð sem heimildarrit að sögu Vestur-íslendinga. Þau Benedikt og Sigurveig eignuðust 10 börn, og komust að minnsta kosti 6 þeirra til fullorðinsára, og bjuggu flest þeirra áfram í Nýja-íslandi. Er margt manna af þeirn kom- ið. Benedikt dó 5. maí 1923. Völlurn 1. febr. 1879. Heiðraði gamli vinur. Ég sezt nú niður til að skrifa þér fáeinar línur, þó ekki til að segja þér fréttir, því þær eru fyrst fáar, og svo hef ég skrifað þær helztu til Benedikts á Auðnum og vona ég að þú hafir fengið að sjá þær línur, held- ur ætla ég nú að biðja þig stórrar bónar, sem er það að innheimta fyrir mig innskriftargjald mitt og annarra fleiri (eftir sem hér innlagðar kvitteringar frá Páli sál. Magnússyni sýna), sem geymt var hjá sýslumanni Stefáni Thorarensen á Akureyri þegar við fórum hing- að til Ameríku sumarið 1874, og haldið inni af því við gátum ekki farið með Norsku gufuskipalínunni, eins og þér mun líklega vera kunnugt, og ef þú getur haft út þessa peninga sem ég ímynda mér að ekkert sé til fyrirstöðu, svo framarlega að við séum látin ná rétti okkar, þá væri vissast að láta þá ganga í gegnum Gránu- félagið á áreiðanlegan banka í Danmörku t. d. Land- mandsbank og frá honum aftur á áreiðanlegan banka í Ameríku t. d. Montreal bank í Montreal, en ef það kemur nú fyrir (sem ég ekki veit) að þessir gömlu peningar séu fallnir í verði, þá verður ráðlegast að senda okkur þá með einhverjum áreiðanlegum vestur- fara, sem víst væri að hingað ætlaði að fara til nýlend- unnar, og væri svo efnaður að hann ekki þyrfti að grípa til þeirra á leiðinni, ég er viss um að við fáum það sama fyrir þá hér, hvort það er gamla eða nýja myntin, svo það gjörir okkur ekkert til í því tilliti. Ég treysti Tryggva Gunnarssyni vel, nú sem fyrri ef hann er fyrir Gránuverzlun eins og verið hefur, þó þú létir þessa peninga ganga þá leiðina. Ég fékk bréf frá Tryggva dagsett Kaupm.h. 1/3 1877 þar í biður hann mig að ná skuldum hjá Sigmundi Jónatans frá Húsavík og Hólmfríði Jóhannesdóttur frá Hvarfi. Sig- mundur er einhvers staðar í iVIinnesota og ég er búinn að skrifa honum tvívegis en hann svarar engu. Hólm- fríður er í Winnipeg, seinast þegar ég fékk mann til að krefja hana um skuldina, þá hafði hún ekki annað en barn til að láta í skuldina, sem einhver Ameríku- maður hafði hjálpað henni til að búa til, fyrir ekki neitt!, svo ég sé ekki til neins að reyna framar að inn- heimta þessar skuldir. Mikið þætti mér gott ef þú gæt- ir svo vel gjört að láta Tryggva vita þetta; það væri bezt fyrir hann að skrifa einhverjunt skilvísum manni í Minnesota og biðja hann að herja á Sigmund, um skuld Hólmfr. er ekki að tala, hún er svo lítil (rúmar 3 kr.) að það er ekki ómaksins vert að heimta hana. Ef þetta umtalaða innskriftargjald hefðist út allt saman, þá á ég sjálfur af því 35 rd., þá kæmi mér nú eins vel eða öllu betur að fá það í einhverju öðru en 194 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.