Heima er bezt - 01.06.1962, Síða 12
BJORN JOHANNSSON, FYRRV. SKOLASTJORI:
f.
ornar
Kafli úr endurminningum
r
A rið 1915 hófum við hjónin búskap á Arnórsstöð-
/ vi um á Jökuldal. Foreldrar mínir voru þá enn
l búsett í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu, en
ákveðið hafði verið, að þau flyttu austur til
mín þá um vorið.
Þetta vor var svo ástatt, að hafís lá fyrir öllu Norð-
urlandi og var því ekki um skipaferðir að ræða, fyrr
en þá einhvern tíma seint um sumarið. Akvað ég því
að fara landleiðina, enda áttum við feðgarnir fjóra
hesta, sem einnig þurftu að komast austur. Taldist mér
til, að ferðin mundi taka þrjár vikur, ef allt gengi að
óskum. Gróðurs vegna var ekki hægt að leggja upp,
fyrr en komið var nokkuð fram í júní, en ekki man
ég nákvæmlega, hvenær það var. Hest til fararinnar
fékk ég hjá mági mínum, Þorvaldi Benediktssyni í
Hjarðarhaga. Var það rauður hestur, stilltur og þægi-
legur ásetu. Enginn var hann fjörhestur, enda kominn
um tvítugt.
Leiðina til Akureyrar hafði ég aldrei farið og gerði
ekki betur, en að ég þekkti heimaland Amórsstaða.
Aftur á móti hafði ég einu sinni farið úr Húnavatns-
sýslu til Akureyrar og var því ekki með öllu ókunn-
ugur þeirri leið. Af þessum ástæðum voru ýmsir, sem
löttu mig fararinnar og töldu, að vel gæti farið svo,
að ég kæmist í vandræði, þar sem ég var öllum leiðum
ókunnugur. Ekki lét ég það þó á mig fá, en treysti
meðfæddri ratvísi minni, enda alltaf hægt að fá leið-
beiningar, ef þess skyldi þurfa.
Fyrsti áfangastaðurinn var Möðrudalur á Fjöllum.
Það man ég, að löng fannst mér leiðin þangað, en hún
mun vera talin um 40 km. í Möðrudal bjuggu þá stór-
búi Stefán Einarsson og kona hans Arnfríður Sigurð-
ardóttir. Margt var þar af ungu fólki og gleðskapur
mikill. Fann ég það á öllu, að hinum ungu mönnum
þar var miki forvitni á að kynnast mér, sem gerzt hafði
svo djarfur að ná í eina af álitlegri heimasætum sveit-
arinnar. Ekki létu þeir mig þó á neinn hátt gjalda þess,
en kepptust við að skemmta mér eftir því sem föng
voru á.
Frá Möðrudal hélt ég svo sem leið lá út Fjöllin. Svo
sem mörgum mun kunnugt, er Víðidalur eini bærinn
á milli Möðrudals og Grímsstaða. Þar bjuggu þá Jón
Stefánsson, sonur Stefáns í Möðrudal, og kona hans
Þórunn Vilhjálmsdóttir. Ég spurði Jón, hvað langt væri
til Grímsstaða og kvað hann það 19 km. Ekki var að
tala um annað en að ég kæmi inn og drykki kaffi, sem
ég og þáði með þökkum. Var þetta fyrsta, en ekki
síðasta kaffið, sem ég drakk hjá þeim ágætu hjónum.
Þegar ég kom norðan til á Biskupsháls, var ég svo
óheppinn að fá á mig sandbyl. Alissti ég brátt af veg-
inum og þóttist nú illa staddur. Samt paufaðist ég
áfram, vissi líka, að þar sem símalínan lá um Gríms-
staði, gæti varla farið svo að ég fyndi ekki bæinn.
Þetta fór líka betur en á horfðist, sandbylurinn minnk-
aði, eftir því sem utar dró, og eftir nokkurn tíma
komst ég á veginn aftur. A Grímsstöðum gisti ég um
nóttina.
Þeir, sem leið áttu vestur yfir öræfin, þurftu í þá
daga að fá ferju yfir Jökulsá á Fjöllum. Var ferjað frá
Grímsstöðum og munu hafa verið um 4 km að ferju-
staðnum. Áður en síminn kom, var einnig ferjað frá
Reykjahlíð, en þaðan að Jökulsá er löng leið, líklega
um 36 km. Hefur það sennilega verið lengsta ferjugata
á landinu.
Sá, sem ferjaði mig í þetta skipti var Páll Vigfússon,
síðast bóndi á Syðri-Varðgjá í Eyjafirði, en honum
átti ég eftir að kynnast nánar. Jökulsá er, eins og nafna
hennar á Jökuldal, hið mesta vatnsfall, og ekki held ég
að Rauð gamla hafi litizt á að leggja út í hana. Ég
hélt í tauminn og var hann látinn synda á eftir ferj-
unni. Allt gekk þetta þó eins og í sögu, enda var ferju-
maðurinn öruggur.
Eftir að hafa kvatt Pál og þakkað honum góða sam-
fylgd, lagði ég á þann rauða og hélt vestur á öræfin.
Enginn vandi var að rata, því að vegurinn var skýr og
auk þess varðaður. Fyrst í stað lá vegurinn um flatar
og nokkuð grýttar melaöldur, en síðar tóku við mel-
lönd og lá vegurinn þar milli hárra melgresisþúfna.
Ekki hefði ég viljað fá á mig sandbyl á þessum slóð-
um. Gróður og annað umhverfi breyttist eftir því, sem
vestar dró á öræfin og voru þar hin ágætustu beitilönd.
Þegar kom vestur undir Nýjahraun, hitti ég menn,
sem voru í fjárleitum. Voru þeir flestir úr Mývatns-
sveit. Einn þessara manna sagðist þó vera á leið vest-
ur og gætum við því orðið samferða. Þóttu mér það
góðar fréttir. Þessi maður virtist vera um þrítugt, eftir
útliti að dæma, og var mjög frjálsmannlegur í fram-
komu. Hann kynnti sig og kvaðst heita Árni Jakobs-
196 Heima er bezt