Heima er bezt - 01.06.1962, Side 13
son og vera frá Skógaseli, að mig minnir. Mjög var
hann ræðinn og hinn skemmtilegasti. Fræddi hann mig
meðal annars um nöfn á fjöllum og öðru, sem sjá
mátti af veginum. Dálítið ræddum við um bókmennt-
ir og virtist hann hafa ákveðnar skoðanir á þeim. Svo
var t. d., er við ræddum um Jón Trausta, að mér
fannst hann gera of lítið úr höfundinum og verkum
hans.
Rétt vestan við Námaskarð fórum við af baki og
horfðum yfir Mývatn og Mývatnssveit. Þeirri sjón
gleymi ég aldrei. Eyjar, nes, víkur og vogar blöstu við
sjónum okkar, en umhverfis stóðu einstök fell og fjöll,
sem „risar á verði“ um þessa fögru og sérkennilegu
sveit.
Áður en við Árni skildum við túnið í Reykjahlíð,
hafði hann komið orðum heim að bænum, þar sem
hann bað húsráðendur um að veita mér einhvern beina
og greiða götu mína eftir föngum. Árnaði hann mér
síðan allra heilla á ferðalaginu, en ég þakkaði, sem vera
bar, ágæta samfylgd og fyrirgreiðslu.
Þegar við Rauður höfðum hvílt okkur góða stund
í Reykjahlíð, og ég þegið þar veitingar og leiðbein-
ingar, héldum við aftur af stað. Þjóðleiðin lá þá norð-
ur fyrir vatn og þaðan upp á Hólasand, sem er milli
Mývatnssveitar og Laxárdals. Komið var ofan hjá Hól-
um, en ekki gerði ég þar vart við mig, þar sem mér
hafði verið bent á Þverá sem gistingarstað. Sá bær er
nokkru utar í dalnum, vestan megin ár.
Á Þverá bjó þá Snorri Jónsson, bróðir Benedikts á
Auðnum. Hann tók mér hið bezta og taldi strax sjálf-
sagt að ég yrði þar um nóttina. Þegar inn var komið,
varð mér starsýnt á bókasafn bónda, sem var stærra en
ég hafði þá séð á sveitabæjum. Margt var þar ágætra
fræðibóka, bæði á íslenzku og útlendum málum, og
benti það til þess, að eigandinn væri maður fróðleiks-
fús.
Þegar Snorri hafði spurt mig spjörunum úr, um mig
og mitt ferðalag, beindist tal okkar inn á aðrar brautir.
Ég gat meðal annars um það, hvað mér hefði fundizt
einkennilegt að sjá hraunstrauminn, sem endur fyrir
löngu hefði fallið niður Laxárdal og mýflugurnar, sem
myndað höfðu þéttan vegg, beggja megin vaðsins. Fór
Snorri þá undir eins að tala um jarðfræði og önnur
náttúrufræðileg efni, og fann ég, að hann var vel heima
á því sviði. Hann heyrði ég fyrst halda fram þeirri
kenningu, að Ásbyrgi væri gamall farvegur Jökulsár
í Axarfirði, en hefði ekki myndazt við jarðsig, eins og
löngum hafði verið talið. Adinntist hann í því sambandi
á þá staðreynd, að þar sem foss fellur fram af háu
bergi, myndast að jafnaði dæld eða kvos, og þar sem
kvos væri innst í Byrginu, benti það til þess, að þar
hefði verið foss til forna. Lítið gat ég um þetta dæmt,
þar sem ég hafði aldrei komið í Ásbyrgi, en glögg
fundust mér rök þau, er Snorri færði máli sínu til sönn-
unar.
Daginn eftir, er ég fór frá Þverá, varð sonur bónda,
Áskell Snorrason, síðar tónskáld, mér samferða yfir til
Reykjadals. Af samtali þeirra feðga, áður en lagt var
af stað, skildist mér, að hann ætlaði að stjórna kór,
sem átti að syngja þar í dalnum. Var eins og gamli
maðurinn væri á móti dansi í sambandi við sönginn,
og heyrði ég, að Áskell sagði eitthvað á þá leið, að
fólkinu væri víst ekki of gott að dansa, ef það hefði
ánægju af því.
Eltki man ég að segja frá samtali okkar Áskels, með-
an leiðir okkar lágu saman, og nær er mér að halda að
hann hafi ekki verið mjög margmáll.
Við komum ofan í Reykjadal rétt hjá Stóru-Laug-
um. Bæði þár og víðar í hlíðinni risu upp gufustrókar,
sem sýndu glöggt, af hverju dalurinn hafði fengið
nafn. Annars var ég ekkert óvanur jarðhita, því að
laugar eru í Húnavatnssýslum báðum, en að þessi auð-
æfi yrðu beizluð eftir tiltölulega fá ár, datt mér þá
ekki í hug.
Á Fljótsheiðarbrún, hinni vestari, nam ég staðar og
virti fyrir mér það, sem fyrir augun bar. Beint fram-
undan bar mest á Ljósavatnsskarði og glampaði á vatn-
ið. Ég var að láta mér detta í hug, að þeir, sem upp-
haflega gáfu vatninu nafn, hafi komið að austan, því
að yfirborð þess virðist einkennilega Ijóst, ef horft er
á það af Fljótsheiðarbrún. Nær mér gat að líta Goða-
foss og kannaðist ég vel við hann af myndum. Bæina,
sem ég sá, þekkti ég aftur á móti ekki, nema hvað ég
gat mér til um Ljósavatn. Nú var heldur enginn til að
leiðbeina mér. Þennan dag fór ég að Sigríðarstöðum í
Ljósavatnsskarði og gisti þar.
Ekki gaf ég mér tíma til að líta á Vaglaskóg, er ég
fór þar fram hjá, næsta dag, og hefði það þó verið
gaman. En til þess að standast ferðaáætlunina, mátti ég
ekki eyða miklum tíma í útúrdúra.
Þegar ég kom á Vaðlaheiðarbrún og varð litið yfir
Eyjafjörð, brá mér heldur en ekki í brún. Fjörðurinn
var aílur fullur af hafís. Að vísu hafði ég heyrt áður
en ég fór að heiman, að ís lægi fyrir öllu Norðurlandi,
en ekki datt mér þó í hug, að hann væri svona alveg
uppi í landsteinum. Stóð ég þama æði stund og starði
á ísbreiðuna, því að þótt einkennilegt megi virðast, þar
sem ég var alinn upp á Norðurlandi, hafði ég þó aldrei
áður séð þennan „landsins forna fjanda“.
Lítið stóð ég við á Akureyri, enda þekkti ég þar
engan mann, svo að ég vissi. Hélt ég þaðan, sem leið
liggur, að Krossastöðum á Þelamörk. Var ég þar um
nóttina. Bóndinn þar, Jón Guðmundsson, tók mér
ágætlega og ltvað gistingu heimila.
Mjög var Jón ræðinn og kom víða við. Einkum varð
honum þó tíðrætt um unga fólkið, skemmtanafýsn þess
og áhugaleysi fyrir vinnunni, sem að hans dómi fór
mjög í vöxt.
„Það gengur allt upp í fínheitum og hégómaskap,
karl minn,“ sagði hann.
Þar sem ég taldi mig til unga fólksins, reyndi ég að
malda í móinn og kvað hann gera of mikið úr þessu,
en ekki gaf hann sig að heldur.
Heima er bezt 197