Heima er bezt - 01.06.1962, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.06.1962, Blaðsíða 18
Dettifoss. mér eins konar hugaryndi á dimmum haustdögum og í grimmum vetrarhríðum, og því hef ég rakið þessar minningar mínar hér, að ég vildi suðla að því, að ung og lífsglöð æska vildi safna slíkunr minningum á lífsleið- inni frá björtum, fögrum dögurn til að orna sér við á dimmum köldum dögum á lífsleiðinni. í upphafi þessara hugleiðinga minntist ég líka á dýr- mœta daga. En það hittist líka svo á, að þessir björtu, sólríku dagar sumarið 1944, voru líka mjög dýrmætir dagar. Hlaðafli af síld var við Norðurland og ilmandi taðan var hirt eftir hendinni um allt land. Hver sólfag- ur dagur færði þjóðinni milljónir. En þegar ég minnist á milljónir, þá minnist ég þess, hve lítil börn, og jafnvel þótt stálpuð séu, bera, sem von er, lítið skyn á tölur og tímatal. Fyrstu árin, sem ég kenndi, þegar'ég var milli tvítugs og þrítugs, var ég einu sinni að segja sjö og átta ára börnum frá fundi íslands. Þá sagði fremur vel gefinn piltur, sem hlýtt hafði á frásögnina með mesta áhuga: „Manstu þetta, eða heufr þú lesið um það?“ Hann gat vel hugsað sér að ég hefði verið til, þegar ísland fannst og byggðist. -------Eins er það með tölurnar. Þegar börn ræða um tölur, og eru að gizka á einhverjar upphæðir, þá hoppa þau, ef til vill í getgátum sínum í einu stökki frá hundmðum og þúsundum upp í triljónir. En á þess- um tölum munar meiru en börn og unglingar gera sér grein fyrir. Ég er enginn talnafræðingur, en þegar ég var í kennaraskólanum, þá lærði ég reikning hjá doktor Ólafi Dan., sem var hálærður og fluggáfaður stærðfræð- ingur. Hann hafði oft gaman að spjalla við nemend- ur sína um tölur, utan við venjulega reikningstíma. Hann vakti t. d. athygli okkar á því, hve triljónin væri óskaplega há tala, og hann taldi, að yfirleitt gerðu menn sér þess ekki grein, hve gífurlega þessi tala væri há, þótt þeir kynnu að nefna töluna og kynnu líka að lesa úr svo hárri talna röð. Allir unglingar vita að milljónin byrjar á sjöunda sæti í talnaröðinni, en biljón er milljón sinnum milljón og byrjar á þrettáanda sæti í talnaröðinni. Bæti maður sex núllum aftan við þessa þrettán tölu- stafi, þar sem 13. stafurinn merkir biljón, þá eru komn- ir nítján tölustafir en sá 19. merkir triljón. — Þetta er auðvelt að læra og eftir þessari reglu er hægt að lesa úr geysilega háum tölum. En það var nú triljónin, sem doktor Ólafur Dan., vildi útskýra fyrir okkur. Hann tók dæmi til skýringar. „Lítið út um gluggann, þegar hellirigning er. Það myndi ekki vera auðvelt að telja dropana.“ Síðan sagði hann okkur frá því, að hann hefði reiknað það lauslega út, eftir veðurskýrslum, að allur raki, sem félli á ísland á einu ári, sem regn eða snjór, væri í dropum talinn, nálægt triljón vatnsdrop- ar. „Á þessu getið þið séð,“ sagði doktor Ólafur og brosti við, „að triljón er vissulega stór tala.“ Annað dæmi sagði hann líka, sem ég held ég muni rétt, en það var um Þingvallavatn. Flatarmál þess hefur verið mælt og dýpið á nokkrum stöðum. Eftir þessum tölum má áætla nokkuð nálægt réttu, hve margir rúmmetrar af vatni eru í Þingvallavatni. Þegar maður veit, hve rúmmetrarnir eru margir, þá er enginn vandi að reikna út, hve margir dropar eru í Þingvallavatni, ef það væri látið leka í gegnum venju- legan dropateljara, eins og þegar meðul eru talin í Séð út lir Asbyrgi. Eyjan i rniðju. 202 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.