Heima er bezt - 01.06.1962, Qupperneq 28
EIRÍKUR SIGURBERGSSON:
Eftir
Eltl
FJÓRÐI HLUTI
„Eigum við ekki að hafa hestaskipti?“
„Jú, ef þú vilt.“
Og svo höfðu þau hestaskipti á bakkanum hinum
megin við ána. Eftir það gátu þau riðið hlið við hlið
og spjallað saman.
Þetta var alllöng leið, en fremur greiðfarin. Þegar
þau höfðu haldið um sinn meðfram fjöllunum, beygðu
þau til hægri handar og héldu suður sléttlendið. Þau
voru þá komin að brunanum og fylgdu vestri brún
hans suður eftir. Þarna var hraunbrúnin rúmlega mann-
hæð eða jafnvel tvær mannhæðir. En annars staðar var
hún allmiklu lægri og sums staðar hafði hún breitt úr
sér og orðið að flatri hraunhellu, sem hvarf ofan í gras-
svörðinn.
Landið þarna meðfram hrauninu að vestan var gras-
gefið en blautt, mcstmegnis þýfðar mýrar. Þar höfðu
myndazt götuslóðir, því þetta var að hálfu levti þjóð-
braut, og þótti ekki verra að fara syðra eins og það
var kallað, þ. e a. s. fyrir sunnan bruna, en efra, eða
norðan við hann meðfram fjöllunuin, þegar farið var
austur í Gnúpasveit og áfram. Þar að auki fóru þeir
af Uppbæjunum hér um, er þeir voru við slátt fyrir
sunnan bruna, eða þá að reka eða sækja þangað fé,
fara á fjöru og þetta nokkuð.
Loks voru þau kornin suður fyrir hraunbrún og
beygðu austur með brunanum að sunnan. Áttu þau nú
skammt eftir ófarið. Brynjólfur var farinn að líta í
kringum sig og vita, hvort hann sæi ekki eitthvað af
ánum sínum. Bjóst hann eins við, að þær væru nú
komnar á lcið heim í átthagana. Elingað til hafði hann
þó enga kindina séð. Nú inættu þau allt í einu einni
ánni hennar Kristínar, mömmu lambakóngsins. En
lambið sáu þau hvergi. Þetta fannst þeim bæði kvnlegt
og ískyggilegt. Ærin jarmaði við og við og reif í sig
á milli. Það leit út fyrir, að hún væri búin að týna
lambinu, og væri jafnvel búin að leita að því alllengi
og ekki gefið sér tíma til að bíta. Reyndu þau að snúa
ánni við og tókst það. Ráku þau hana austur að vað-
inu á Eldánni og yfir hana. Sáu þau nú mestan hluta
ánna þar suður í mýrunum og hljóp ærin þangað jarm-
andi.
„Kannske lambið sé þar,“ sagði Brynjólfur, og riðu
þau þangað fram eftir. En lambið var ekki þar. Sneru
þau þá við og héldu nú heim að Bökkunum. Námu þau
staðar áður en þau fóru heim að bænum og horfðu í
allar áttir, ef vera mætti, að þau sæu eitthvað til lambs-
ins.
Allt í einu heyrðu þau hrafn krunka fyrir ofan ána,
rétt ofan við vaðið. Þau litu hvort á annað og riðu
þegjandi upp fyrir á, og stefndu þangað, sem hrafninn
var. Þegar þau áttu skammt þangað ófarið, flaug
hrafninn 'upp og hvarf upp í brunann. Þau riðu nú
þangað, sem hrafninn hafði setið. Þau sáu ekkert at-
hyglisvert fyrr en þau voru komin fast að hraunbrún-
inni. Þar var djúp skora og þar fundu þau lambið af-
velta. Hafði það skorðazt svo rækilega, að það hafði
ekki getað losað sig. Þau fóru af baki og ætluðu að ná
því upp. Þau lutu niður að því og toguðu í það. Það
var ekki dautt. Allt í einu rak Kristín upp óp. Hrafn-
inn hafði kroppað annað augað úr lambinu, það skcin
í bera augnatóttina. Brynjólfur tók upp hníf. Það var
ekki um annað að ræða en draga um barkann á því.
Kristín var farin að gráta. Hún grét svo ákaft, að
Brynjólfi ætlaði að veitast erfitt að hugga hana.
„Ég var búin að hlakka svo mikið til að fara hingað
í dag,“ sagði hún„ að þetta skyldi þurfa að koma fyrir!
Elsku litla lambið mitt, mikið hefurðu átt bágt!“
Brynjólfur bað hana nú með mörgum fögrum orð-
212 Heima er bezt