Heima er bezt - 01.06.1962, Page 30

Heima er bezt - 01.06.1962, Page 30
urinn yrði því bæði stór og skjólgóður. Sá galli var við þetta fyrirkomulag, að heyin kæmu til með að skyggja á norðurgluggana. En með því að hafa geilina með- fram göflunum allvíða, myndi það þó ekki koma að sök. „Ef til vill get ég ekki hlaðið heygarðinn í haust,“ sagði Brynjólfur, „af því að ég verð að byggja fjár- hús og hesthús. En maður sér nú til. Steini verður hjá okkur og hann er duglegur. Gvendur verður líka, að hálfu. Svo næ ég áreiðanlega í einhvern mann eftir slátt til þess að hjálpa mér.“ Þau lágu enn um stund og nutu hvíldarinnar, veður- blíðunnar, fegurðarinnar, kyrrðarinnar. Þau teyguðu enn að sér ilminn af smára, reyrgresi og blóðbergi. Allt í einu var kyrrðin rofin. Eírafn kom aðvífandi norðan úr bruna og gargaði ákaft. Flaug hann suður fyrir bæinn, en sneri þar við, renndi sér í hálfhring kringum baðstofuna, hélt svo norður fyrir á og settist rétt þar, sem lambsskrokkurinn lá, krunkaði og sletti í góm. Kristínu varð mjög hverft við. Hún þagði um stund og horfði á eftir hrafninum og upp í brunann. Svo sagði hún: „Ég hef aldrei veitt því eftirtekt fyrr en í dag, hve bruninn er viðbjóðslegur.“ „Nú?“ sagði Brynjólfur. „Það er kannske af því, sem hún Imba gamla sagði við mig áður en ég fór í morgun.“ „Hvað var það?“ „Hún kallaði á mig að rúminu sínu og sagði við mig kjökrandi: ,Ég trúi því ekki, Kristín litla, að þú ætlir að fara að flytja þig austur í hana Hólmasveit. Ég trúi því ekki, að nokkur maður fari að búa þar eftir allar þær skelfingar, sem dundu yfir um Eld. Það stafar bölvun af brunanum.1 Ég laut niður að henni, kyssti hana og sagði: ,Segðu þetta ekki, Imba mín, það staf- ar engin bölvun af honum lengurd ,Jú, heillin mín,‘ sagði Imba gamla, ,jú, jú, heillin mín. Þú átt eftir að sanna það, ef þú ferð að búa austur í henni Hólma- sveit. Éinhvern tíma, heillin mín, tekurðu eftir því.‘ Þegar ég fór frá henni, hélt hún áfram að kjökra.“ „Og þú tekur mark á þessu?“ sagði Brynjólfur. „Æ, ég veit ekki, ég held ekki,“ svaraði Kristín og leit á Brynjólf og brosti nú. „Ég get sagt þér það,“ sagði Brynjólfur, „að síðan hún Imba gamla lagðist í kör, hefur hún ekki gert ann- að en lifa upp Eldinn, aftur og aftur, og allar hörm- ungarnar. Þegar ég hef talað við hana, þá hefur talið ekki snúizt um annað. Ég hélt að þú tækir nú meira mark á honum pabba þínum en karlægum kerlingar- aumingja.“ Það lá við að Brynjólfi sárnaði. Hvað þurfti kerling- arálkan að vera að koma með hrakspár og gera Kristínu hrædda! Hvað átti það eiginlega að þýða! „Láttu ekki svona,“ sagði nú Kristín og brosti cnn. Svo stóð hún upp, tók í hendina á Brynjólfi og sagði: „Við skulum koma heim.“ VI. Það var mikið að gera hér á Bökkunum. Nú var komið fram yfir réttir. Búið að reka hingað féð. Það varð að standa yfir því, til þess að það hlypi ekki í burtu. Aðeins kvíærnar voru orðnar hagavanar. Og þó var ekki hægt að treysta þeim. Lömbin voru raunar nokkurn veginn hemjandi. Þau voru svo ung, þegar fært var frá, að þau mundu nú ekki svo langt aftur í tímann. Þá höfðu þau verið rekin upp á heiðar með öðru fé. Verst var að eiga við dilkær og geldfé, sem hingað hafði aldrei komið fyrr. Það sótti með furðu- legum þráa heim í átthagana. Brynjólfur hafði náð sér í ungling í vor, sem fyrr er að vikið. Hann hafði lítið gert annað en gæta ánna. Hafði unglingur sá átt ærið annríkt. Aldrei hafði hann farið seinna á fætur en stundu fyrir miðjan morgun, til þess að komast með ærnar í tæka tíð á stekkinn. Vissulega hafði komið að góðu gagni, að Brynjólf- ur stíaði á Bökkunum þá um vorið. Þangað hafði hann og rekið allar ærnar, sem ekki áttu að ganga með dilk- um, og setið yfir þeim í nokkra daga áður en hann færði frá þeim. Varð það til þess, að þær leituðu lamba sinna þar í kring og urðu mun spakari á Bökkunum fyrir bragðið. Þau Brynjólfur höfðu fært frá 36 ám, og þótti það ágætt á fyrsta búskaparári. Auk þess höfðu þau tvær kýr mjólkandi og kvígu, sem átti að bera skömmu fyrir jól. Þá höfðu færikvíar Brynjólfs komið að tilætluðum notum að öllu leyti. Hann hafði komið rækt í völlinn umhverfis bæinn með því að færa kvíarnar um hann. Seinni part sumars var komið ágætis gras á þá bletti, þar sem kvíarnar höfðu staðið um vorið og fram eftir sumri. Náði hann af þeim ekki svo fáum köplum af góðri töðu. Hann mátti teljast sæmilega heyjaður, hafði hevjað tuttugu og þrjá faðma, eða um 460 hesta. Hann taldi sig því allvel byrgan af heyjum. Yfir bæinn voru átta hross. Það þótti nóg að ætla kúnni 40 hesta, en gjafar- hesti tuttugu. Utigangshrossum miklu minna, eða aðal- lega úrgangsrudda. Ánni var ætlaður einn hestur, lambinu þrír baggar, en sauðnum einn baggi eða ekki það. Féð yfir heimilið voru sextíu og fjórar ær, 38 lömb, 26 sauðir og tveir hrútar. Steini í Selinu hafði farið til þeirra. Þar fengu þau gott hjú. Hann var ári yngri en Brynjólfur og hafði alltaf litið upp til hans, ekki sízt eftir að hann krækti í Kristínu. Og er hann hafði náð í Bakkana úr greip- urn þeirra ríka Jóns og Guðmundar í Hvammi, hafði hann enn vaxið í áliti hjá Steina. Gvendur hafði ráðið sig hjá þeim að hálfu, en að hálfu á Efri-Völlum. Átti hann að vera tvær vikur á hvorum stað að sumrinu, þrjár að vetrinum, ef veður var svo vont, að erfitt væri að komast á milli. Unglingurinn hét Sveinn Þórkötluson. Hafði hann alizt upp á sveit og verið boðinn upp, eins og gerðist. Hann var kominn yfir fermingu, fimmtán ára. Hafði hann verið fermdur upp á faðirvorið, því meira hafði 214 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.