Heima er bezt - 01.06.1962, Side 31
ekki unnizt tími til að kenna honum. Brynjólfur hafði
boðizt til að taka hann án meðlags. Var því boði tek-
ið fegins hendi. Gáfu fyrrverandi húsbændur hans
honum þau meðmæli, að hann hefði tæplega gripsvit
og gæti raunar varla talizt með öllum mjalla. Hafði
enginn mótmælt því, ekki einu sinni drengurinn sjálf-
ur. Prófasturinn, mágur Brynjólfs, hafði þó trúað hon-
um fyrir því, að honum væri alveg óhætt að taka
Sveinka, hann vissi sínu viti. Enda bar ekki á öðru en
Sveinki hugsaði um ærnar eins og 'heilvita maður. Og
sannleikurinn er sá, að Sveinka líkaði prýðilega á
Bökkunum. Hann fékk nóg að éta, var aldrei laminn,
fékk að sofa nokkurn veginn eins og hann þurfti og
var hóflega skammaður. Honum hafði aldrei liðið jafn-
vel á ævinni. Að vísu bar svo við, að þeir hentu gam-
an að honum, húsbóndinn og Steini. En Sveinki litli
tók slíkt og þvílíkt ekki um of alvarlega; hvað var
það, hjá öðru verra? Það var helzt hann Gvendur, sem
gat átt það til að vera dálítið illkvittinn, kannske af
gömlum vana, kannske af því, að Sveinki sýndi hon-
um mjög svo takmarkaða virðingu.
Aðrir karlmenn voru ekki á heimilinu. Og eru þá
ekki taldir hlaupamenn, sem Brynjólfur hafði fengið
sér til hjálpar bæði fyrir og eftir slátt við að koma upp
gripahúsunum.
Húsfreyjan á Syðri-Völlum hafði gert dóttflr sína
vel úr garði á allan hátt. Hún hafði séð um, að allur
hennar fatnaður, bæði ytri og innri, væri í góðu standi
og rúmföt nægileg. Hún hafði haft auga með koppum
og kirnum, potturn og keröldum og öðrum botélum.
Og hún hafði tryggt dóttur sinni, að hún væri vel á
vegi stödd með kvenhöndina.
Hún hafði látið hana fá Guðrúnu Guðmundsdótt-
ur, sem verið hafði á Syðri-Völlum frá því árið áður
en Kristín fæddist. Höfðu þær snemma hænzt hvor að
annarri, Kristín og hún. Var Guðrún nú komin urn
fimmtugt, og þótt hún væri tekin að lýjast nokkuð, þá
var hún samt enn þá bezta hjú. Hafði hún mörg und-
anfarin ár ekki gengið að útivinnu, heldur hjálpað
Ólöfu húsfreyju innanstokks, enda þótti hún einkar
myndarleg við öll innistörf. Var það hvort tveggja, að
Ólöf á Syðri-Völlum hefði aldrei latið Guðrúnu frá
sér fara af frjálsum vilja né Guðrún farið af því góða
heimili, nema sem eins konar fylgifiskur Kristínar litlu.
Enda hafði það verið ákveðið frá upphafi vega, að
Guðrún færi með Kristínu, þegar hún færi að búa.
Kom það fyrst tii tals um það leyti og Kristín litla
fór að babla. Síðan mikið um það rætt, meðan engum
datt í hug í alvöru, að til þess kæmi. En svo þegar
Kristín var orðin stór og allt benti til, að hún vrði
manni gefin, var minna um þetta talað, en mcira um
það hugsað. Hiifðu þær þrjár verið ásáttar með sjálf-
um sér, án þess að segja neitt. Að lokum hafði brott-
för Guðrúnar verið. undirbúin eins og Kristínar.
Þá hafði Ólöf látið Kristínu hafa með sér unglings-
stúlku, sem verið hafði á Syðri-Völlum frá því að hún
var fermd. Höfðu þær verið samrýmdar, Kristín og
hún. Þessi stúlka hét og Guðrún, eins og áður segir,
og var Jónsdóttir. Var hugmyndin, að hún yrði með
tíð og tíma eins konar Guðrún önnur þar á Bökkun-
um. Stóðu vonir til, að hún giftist ekki, með því að
ihún var af bláfátæku foreldri og átti ekkert til. Auk
þess hafði hún lýti á andlitinu, en það var valbrá, sem
náði frá vinstra gagnauga niður alla kinn. Enda köll-
uðu strákarnir hana aldrei annað en stelpuna með val-
brána, og jafnt þótt hún heyrði til. En hún var mynd-
arstúlka og kom sér ágætlega. Þessi Guðrún var alltaf
kölluð Gunna, en hin aldrei annað en Guðrún.
Já, það var mikið að gera, sem vænta má. Ö!1 gripa-
hús óreist í sláttulok. Nema hvað komið hafði verið
upp fjósi. Það átti nú að gera úr því hesthús, handa
hestunum, sem teknir yrðu á gjöf, þeim Rauð og
Stjarna og tveim öðrum, Bleik og Brún, því um vetur-
nætur yrðu kýrnar látnar undir pallinn í baðstofunni.
Strax í sláttulok höfðu þeir Brynjólfur og Steini
farið að byggja fjárhústóttina. Þeir hlóðu hana úr
kekkjum, vegna þess að þeir höfðu ekki getað náð í
grjót í hana. Um annað grjót en hraungrýti var ekki
að ræða, enda ágætt að nota það. En það var fvrir of-
an Eldána, og ekki vegur að flytja það nema á sleða
að vetrinum, í æki. Varð nú að hafa það, þótt fyrstu
útihúsin á Bökkunum væru hlaðin úr kekkjum. Þegar
þau yrðu bvggð að nýju, skyldu þau hlaðin úr grjóti.
Annað var verra, að hafa ekki getað náð í hellu á þök-
in. En sama gilti um helluna og grjótið, að eigi var
hægt að flytja hana nema í æki. Auk þess allseinlegt að
vælja hana og tína saman. Nú skyldi sá háttur á hafð-
ur að láta mel á raftana undir torfið. Gat það verið
ágætt til að byrja með. Svo var hægt að safna hellu og
flytja hana að vetri til. Hana þurfti að sækja alla leið
upp að fjalli, því hraunhellur voru ekki góðar á þök,
það rann ekki nógu vel á þeim. En þegar búið var að
safna hellu á þak, var hægt, haust eða vor, eftir því,
sem á stóð, að rífa ofan af húsinu og setja helluna á.
Og helluna var hægt að nota upp aftur og aftur, þegar
þurfti að rífa hús og endurreisa. Sama var að segja um
grjótið. Það var hægt að nota aftur og aftur. Þau hús
stóðu auk þess miklu lengur, sem hlaðin voru úr grjóti.
En um slíkt þýddi nú ekki að tala í þetta sinn. Brvnjólf-
ur hafði verið svo heppinn að ná í ágætis stungu, svo
bann var eftir atvikum ánægður. Tvenn laugardags-
kvöld um sumarið hafði hann rokið til með Steina og
stungið heilmikið af kökkum, svo nægja myndi í kof-
ana. I bæði skiptin hafði verið komið fram á morgun,
þegar þeir hættu, enda þá komið nóg. En það var hin
mesta nauðsyn að láta kekkina síga vel, áður en hlaðið
var úr þeim. Þeir voru og mjög vel signir, en ekki laust
við, að þeir væru grónir saman yzt.
Þeir Brynjólfur og Steini höfðu getað verið að mestu
óskiptir við byggingar um haustið. Var og venjulega
maður með þeim þaðan úr hreppnum. Gvendur hafði
farið í göngur og Sveinki snúizt kringum féð og hross-
in, þegar þess þurfti við. En eftir að féð var komið
Heima er bezt 215