Heima er bezt - 01.06.1962, Side 35
73. Nú er ekki undankomu auðið!
Frændi gamli hefur ekkert að gera í
hendurnar á slíku þrælmenni sem Fúsa
flakkara. Við nemum staðar á götuslóð-
anum og bíðum ofsóknarans, sem kem-
ur nú másandi og blótandi.
74. „Jæja, svo að þið hélduð, að það
skyldi reynast svo auðvelt að leika á
Fúsa Flakkara." Flann hvæsir bálreiður
og rogginn. „En nú hef ég náð í ykkur
aftur!“ Hann þrífur í skyrtuhálsmálið á
mér og reiðir stafinn til höggs.
75. Þá heyrist allt í einu hvellt hunds-
gelt inn á milli runnanna. Fúsi flakkari
lækkar stafinn og snýr sér snöggt við.
Eins og ör af streng kemur Mikki,
tryggðatröllið, þjótandi út úr kjarr-
inu og stefnir beint á fjandmanninn.
76. Mikki hefur á svipstundu áttað sig
á viðhorfinu. Það er ekkert hik á honum.
Með grimmilegu gelti ræðst hann á Fúsa
flakkara, er óðara verður að sleppa mér,
og verja sig fyrir Mikka.
77. Eftir snarpa viðureign við hundinn
verður hann loks að gefast upp. Við sjá-
um hann íjarlægjast meir og meir með
Mikka á hælum sér, geltandi grimmdar-
lega.
78. Við höldum áfram um skóginn.
Brátt nær Mikki okkur og virðist heldur
en ekki hreykinn af afreki sínu að reka
sjálfan Fúsa Flakkara á flótta og bjarga
okkur úr klóm hans!
79. í rökkrinu komum við að litlu lnisi.
„Hér á ég heima,“ segir frændi. „Nti
kemurðu inn og færð þér að borða." Nú
segir hann, að hann sé gamall skógar-
vörður á eftirlaunum og heiti Borg.
80. í litlu stofunni mætum við Önnu
dótturdóttur hans, er býður okkur vel-
komna og segist hafa orðið ögn hrædd
um afa, er hafi verið svo lengi. Svo segir
Borg henni alla söguna í stuttu máli.
81. „Án hjálpar drengsins hefði ég ekki
losnað ómeiddur úr klóm Fúsa,“ segir
hann og klappar mér á herðarnar. „Nú
verðurðu að bjóða honum eitthvað gott,
Anna mín!“
Heima er bezt 219