Heima er bezt - 01.02.1963, Blaðsíða 38

Heima er bezt - 01.02.1963, Blaðsíða 38
Bamagetraun: SIÐASTI HLUTI VERÐLAUNAGETRAUNARINNAR UM HINA FÖGRU HANDSMÍÐUÐU SILFURSKARTGRIPI 1. verðlaun drengja: Skyrtuhnappar og bindisnæla. 1. verðlaun stúlkna: Hálsmen. Hér birtist loks þriðji og síðasti hluti verðlaunagetraunarinnar fyrir yngri lesendur „Heima er bezt“, um hina fögru silfurskartgripi sem hinn alkunni listamaður og gullsmiður Halldór Sig- urðsson hefur smíðað sérstaklega fyrir „Heima er bezt“, og sem úthlutað verður í verðlaun í þessari barnaget- raun sem lýkur í þessu hefti. Eins og þið getið sjálf séð af ljósmynd- inni hér á síðunni, þá eru það ekki eingöngu skartgripir sem fást í hinni sérstæðu verzlun Halldórs á Skóla- vörðustíg í Reykjavík. Nei, þar er að finna sérstakt úrval af alls konar öðr- um fögrum listmunum. Hlutum sem bæði vegna útlits og gæða munu gleðja hvern sem þá eignast. Þrautin sem þið eigið að glíma við að þessu sinni er alveg á sama hátt og hin- ar tvær sem á undan eru komnar, það er að segja, þið eigið að reyna að raða bókaheitum og höfundarnöfnum sem hér fara á eftir 1 rétta röð. 10) Piltur og stúlka ( ) Ridder Haggard 11) Við Álftavatn ( ) Ólafur Jóh. Sigurðsson 12) Sagan af Dimmalimm ( ) Sigurbjöm Sveinsson 13) Bemskan ( ) Jón Thoroddsen 14) Námar Salomons ( ) Guðmundur Thorsteinss. Þegar þið hafið gengið úr skugga um að öllum 14 höfundarnöfnunum hefur verið raðað í rétta röð, þá skrifið þið þau niður á blað og sendið síðan ráðning- una til „Heima er bezt“, pósthólf 45, Akureyri. Munið að skrifa nöfn ykkar og heimilis- föng greinilega á blaðið. Ráðn- ingar þurfa að hafa borizt fyrir 25. marz 1963.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.