Heima er bezt - 01.02.1963, Blaðsíða 19
Draumur Erlendar Sturlusonar
SKRIFAÐUR EFTIR HANS EIGIN HANDRITI AF JÓNI HINRIKSSYNI 12. APRÍL 1863.
r
Arið 1831, þegar eg hafði búið á Rauðá fra 1821,
/ \ um veturinn þann 27. desember var ég að ganga
/w. við kindur mínar um daginn eftir vana. Hláka
var og hvassviðri og svellalög mikil. Ég kom
seint heim um kvöldið og með lúnara móti. Eftir að ég
var seztur að, lagði ég mig upp í rúm mitt og sofnaði,
sjaldan þessu vanur, því rökkursvefn var mér óeðlileg-
ur. Þegar ég var sofnaður dreymdi mig:
Ég þóttist vera staddur á Finnsstöðum í Kinn, sá bær
er í Ljósavatnssókn. Var ég þar vel kunnugur. Þóttist
ég vera að búa mig til heimferðar, og lézt ég fara í beina
stefnu og sunnan við túnið á Fremstafelli. Liggur sú
jörð undir Munkaþverárklaustur, og stendur sunnan og
austan undir felli því, sem liggur til norðurs þaðan milli
Skjálfandafljóts og Köldukinnar. Þar bjó Drauma-Finni,
sonur Þorgeirs Ljósvetningagoða, og var þá nefnt undir
Felli. Hans getur í Ljósvetninga sögu, líka í sögunni af
Finnboga ramma, og stendur Finnbogasteinn þar norð-
vestur í Fellinu. Ég þóttist vera staddur í holti nokkru
sunnan við túnið í Felli, og var að hugsa um, hvar ég
mundi komast yfir Fljótið, sem ekki var lagt. En í þessu
sá ég kvenmann standa nokkurn veginn hjá mér. Var
það að sjá gömul kona, mikið gildvaxin en í meðallagi
há. Hún var i viðhafnarfatnaði, og hafði brúnan klút
eða lín bundið um ennið og hvítt skaut þar upp af, sem
ekki bar þó hátt. Mér stóð enginn stuggur af henni. Hún
leit glaðlega til mín og sagði: „Þykir þér ekki fallegt
hérna?“ Ég lét já og svo við því. Þá sagði hún:: „Fallegt
var héma!“
í þessu verður mér litið hjá mér, og þóttist ég sjá þá
langan stein og fremur mjóan. Var hann líkur legsteini
í lögun með átta köntum, svo sem hann skyldi vera sex
eða sjö álnir á lengd. Hann lá suður og norður. Á hön-
um var letur. Ekki var það klappað ofan í hann, held-
ur var það eins og á drifnu látúni ellegar á mótuðu
brauði, gömlum trafakeflum ellegar svoleiðis skurð-
verki, tvær línur á hvörjum kanti. Frá norðri til suðurs
varð að lesa og standa eða krjúpa austur við steininn.
Mér þótti hún segja: „Lestu þetta.“ Ég sagði: „Ég held
ég muni ekki geta það.“ Þá sagði hún: „Ég skal þá minna
þig á, en þess mun ekki þurfa við.“ Ég fór svo að lesa
þetta, og hugsaði ég mundi ekki geta velt við steinin-
um, til að geta lesið allt í kring, en er ég fór að reyna
það, gekk mér það vel. Þó þótti mér það steinn vera en
ekki kubbur eða kefli.
Öðruvísi get ég ekld lýst letri þessu, en mér gekk vel
að þylja það, og las ég það í sífellu hvað eftir annað,
þangað til ég þóttist ég mundi vera búinn að læra það.
Stóð ég þá upp, en í því var gamla konan að hverfa eða
líða burt eins og í reyk eða móðu. Og í sama vetfangi
hvarf steinninn. Ekki vaknaði ég strax við þetta, en litlu
síðar mun ég hafa vaknað, og þá fór ég að hugsa um
draum minn og rifja upp það, sem ég gæti munað af
honum, og var það sem fylgir.
Forðum tíð var ég hér fyrirráðandi,
þá var fold vor fjölbyggð víða,
og fallegt undir Felli þessu.
Faldi og gróf ég fé í jörðu.
Þú mátt frændi það upp taka,
en enginn annar aldarsona,
er ég þá laus úr ánauðardróma,
sem þér ég gjama þakka vildi.
En fýsi þig þetta framar að vita,
hlýtur þú þá að hyggja að og læra.
Eg hét Alaría Eggertsdóttir,
átti ég son, sem Érlendur nefndist.
Manninn ég snemma missa náði,
sjódauður varð, en sorg mig lúði.
Éjársjóð í jörðu fól ég síðan,
ætlaði reyndar arfa mínum,
hafði sá gran af hegðan minni,
en vissi þó ei, hvar vera mundi.
Eg vildi mínum arfa vera
innan handar, en ei það dugði.
Hann gjörðist ódæll óspektarmaður,
átti þó nokkra afkomendur,
mér illa reyndist, móður sinni,
hataði mis og hundsvelti.
Þá sex um áttrætt ár ég hafði,
sótti mig heim sótt til dauða.
Byrstur kom eitt sinn að banasæng minni
og fýstist að vita, hvar féð dyldist.
Ég þverneitaði því með öllu,
og kvað hann aldrei hreppa skyldi,
og aungvum auðnast af því vita,
utan þeim einum ættingja mínum,
sem Érlends nafni yrði heitinn,
og föður átt hefði fjöraldraðan,
mæddan lífdaga, mér jafnroskinn,
og nonum nákvæmd og hjúkrun sýndi
á hinnzta tíma hans lífdaga.
Honum er nær það hlotnast mætti
en illum þér, sem ódyggð sýnir,
þó mun langt verða þess að bíða,
og tvísýn not af téðum munum.
Heima er bezt 55