Heima er bezt - 01.02.1963, Blaðsíða 21
ÞATTUR ÆSKUNNAR
HVAÐ UNGUR NEMUR
NAMSTJ.
RITSTJORI
STEFAN JONSSON
Hitalindir og heilsubmnnar
(Framhald.)
í íslandslýsingu Þorvaldar Thoroddsen og Ferðabók
Eggerts Olafssonar og Bjarna Pálssonar er noltkuð sagt
frá ölkeldum á íslandi.
Um Rauðamels-ölkeldu hefur Guðlaugur Jónsson
lögregluþjónn safnað miklum gögnum og með hans
góða leyfi styðst ég við sumt af því, sem hann segir um
Rauðamels-ölkeldu. Sjálfur er ég uppalinn í nágrenni
við ölkelduna og styðst því í frásögn minni jafnframt
við það, sem mér er í barnsminni um þennan fræga
heilsubrunn. Allt myndar þetta í sameiningu stuðlana
að frásögn minni í þessum þætti.
Þorvaldur Thoroddsen segir þannig frá í íslandslýs-
ingu sinni:
„Öikeldur eru nokkrar á íslandi, einkum á Snæfells-
nesi, en flestar eru þær smáar og vatnslitlar. Þær eru
mjög breytilegar og hverfa stundum algjörlega. Öl-
keldur eru þær uppsprettur kallaðar, sem innihalda tölu-
vert mikið af kolsýru.“ Seinna segir hann svo: „Flin
stærsta og merkasta ölkelda á Islandi er Rauðamels-
ölkelda, en þó er hún ekki stór.“
í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar
er sagt frá ölkeldum á íslandi, en þeir ferðuðust um
landið árin 1752—1757. LTm ölkeldurnar segja þeir með-
al annars þetta:
„Enda þótt Snæfellsnesið sé snautt af heitum upp-
sprettum (þetta er þó ekki alls kostar rétt, því að sunn-
anvert á nesinu eru tvær hitalindir, Lýsuhólslaug og Kol-
viðarneslaug), er þó nokkur bót að hinum mikla fjölda
) ölkeldna, sem þar eru. En svo nefnast uppsprettur, sem
I
auðugar eru af málmsöltum, með bragðmiklu vatni. Það
má furðulegt kallast, að Snæfellsnesið er eina héraðið á
landinu, sem gætt er þessum kostum, enda þótt enginn
reyni að hagnýta sér það.“
Að síðustu segja þeir þetta um Rauðamels-ölkeldu:
„Að loltum skal skýrt frá Rauðamels-ölkeldu, sem
kunnust er allra íslenzkra ölkeldna. Hún kemur upp við
fjallsrætur í grösugu umhverfi, nálægt mílufjórðung
(2.5 km) frá kirkjustaðnum Rauðamel. Ölkeldan sprett-
ur upp í lækjarfarvegi. (Þetta er ekki alveg rétt, því að
uppsprettan sjálf var utan við lækjarfarveginn, en ef
lækurinn óx, þá flæddi hann inn í ölkelduna.) Yfir
henni liggur náttúrleg jarðbrú, af samanfléttuðum
plönturótum.“
Síðan segja þeir að ölkelduvatnið sé svo bragðmikið,
að fá megi ágætt öl, þótt lækjarvatnið streymi yfir öl-
kelduna. Svo segja þeir orðrétt: „Vatnið í Rauðamels-
ölkeldu er tærara, bragðmeira og léttara, en í hinum
ölkeldunum. Það hefur einnig þægilegan súrkeim og
sérstaklega hressandi á bragðið, umfram vatn úr hinum
ölkeldunum. Af þessum orsökum er það hinn ágætasti
svala- og hressingardrykkur.“
Ferðabókin nefnir síðan margar ölkeldur og má segja,
að allar þær merkustu séu á Snæfellsnesi.
Fyrir utan Rauðamels-ölkeldu nefna þeir félagar þess-
ar ölkeldur á Snæfellsnesi:
1. Ölkeldu við bæinn Ölkeldu í Staðarsveit.
2. Ölkeldu á Fróðárheiði.
3. Ósakots-ölkeldu við Búðarós.