Heima er bezt - 01.02.1963, Blaðsíða 39

Heima er bezt - 01.02.1963, Blaðsíða 39
145. Ég þríf kassann og hleyp ofan á bakkann. Og nú er ekki tími til að hugsa um neinar varúðarreglur, — og heldur ekki neitt til að fleyta mér á yfrum! Ég bið fyrir mér í skyndi og steypi mér síð- an í vatnið. 146. Mér miðar nú heldur seint áfram á sundinu, þar sem ég verð að hafa kass- ann undir annarri hendinni. Og á með- an hleypur þessi kumpáni Flökku-Jóa yfir sundið á trjástofninum og síðan eft- ir bakkanum í veg fyrir mig. 147. En nú kemur Mikki til skjalanna. Hann nær landi á undan mér og hleyp- ur þegar í veg fyrir náungann og reynir að stöðva hann. Og meðan þeir eigast við, kemst ég í land með kassann. 148. Þegar ég er búinn að smeygja mér í fötin, tek ég sprettinn út í þéttan og dimman skóginn án þess að athuga minnstu vitund í hvaða átt ég fer. Og þannig hleyp ég í blindni góða stund. 149. Þegar ég þykist muni vera kominn nægilega langt burt frá eltingarmannin- um, kalla ég á Mikka, og óðar hættir hann að fást við stigamanninn og kemur á sprettinum í áttina til mín. 150. Til þess að villa sem mest um fyr- ir ofsóknarmanni mínum fer ég í þver- öfuga átt við leiðina heim til mín. Og þegar ég hefi gengið nokkra kílómetra sný ég við og held heim á leið. 151. Þetta verður löng og þreytandi skógarganga fyrir okkur báða. Og loks undir morgunn er ég komiiin í heima- hagana, og þá er ég nú heldur en ekki glaður. Ég herði nú gönguna og hlakka til að koma heim. 152. Mér verður gengið fram hjá gam- alli hlöðu, og í sömu svifum kemur þar þjótandi út úr einhverju skúmaskoti mannvera nokkur, sem kippir kassanum undan handleggnum á mér. Ég sé óðar, að þetta er Flökku-Jói. 153. Ég kalla á Mikka, en hann hefur hlaupið heim á undan mér og heyrir ekki til mín. Og með grátinn í hálsinum sé ég Flökku-Jóa hlaupa burt með pen- ingana, sem ég ætlaði að gleðja gamla skógarvörðinn með.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.