Heima er bezt - 01.02.1963, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.02.1963, Blaðsíða 35
að vonum lítið gleðiefni, það gefur að skilja. Hitt er óþarfi að minnast á eða tala um, að hér óðu menn í villu og svíma eins og oft vill verða. Það var langt frá því, að hér væru sættir á ferðinni eða nein umbreyting. Síður en svo. Og það leið ekki öllum vel í stofunni. Það voru ekki allir meira en svo hrifnir af sessunautin- um. Bölvaður asnaskapur að láta ginna sig eins og þurs! Mátti maður ekki vita þetta? Það dillaði niðri í Kjart- ani. Skál og skál á báða bóga, og lengi lifi ríkasti mað- ur hreppsins og dugnaðarmennirnir á Uppbæjunum, aðal-máttarstólpar sveitarinnar. Séra Ingimundur var farinn að ókyrrast, ríki Jón að róa sér, menn voru orðn- ir hýrir, þetta gat endað svo eða svo. En allt fór vel. Þegar helzt leit út fyrir, að signor Jón stykki upp þá og þá, stóð séra Ingimundur á fætur og kvaddi sér hljóðs. Hann ætlaði að halda smá-tölu, menn afsaki. „Það er stundum erfitt að átta sig á því í fljótu bragði, hvað sé rangt og hvað rétt .... “ Þegar það vitnaðist, að prófastur ætlaði að fara að halda ræðustúf, var stofudyrum lokið upp, sömuleiðis bæjardyrum. Var nú þar komið veizlu, að menn höfðu lokið við að matast, svo margir stóðu upp frá borðum og þokuðu sér að stofudyrum. Staðnæmdust menn þar um sinn, sumir lengi, aðrir skemur, en héldu síðan leið- ar sinnar út á tún, því að þar hugðust menn fara í ýmsa leiki. Prófastur hélt áfram: „Vitrir menn þykjast jafnvel hafa komizt að því, að sumt, sem vér teljum óyggjandi sannleika, séu takmörk- uð sannindi, staðbundin sannindi, það er að segja, sann- indi, sem eigi aðeins við oss jarðarbúa. Á þetta til dæm- is við um það, sem vér köllum tíma .... “ Það er rétt að skjóta því hér inn í ræðu prófasts, þótt óviðfeldið þyki kannske að vera alltaf að slíta hana úr samhengi, að hún virtist nú þegar hafa náð tilgangi sín- um með það að veita hugsanagangi viðstaddra inn í nýjan farveg. Þeir góðbændurnir, Jón á Skarði, Kjart- an á Syðri-Völlum og Guðmundur í Hvammi, voru nú rósemin sjálf, svona álíka og hreppstjórinn, sem sat þarna á móti þeim með hökuna á hnúum sér. Menn hlustuðu á prófast. Frammi á gangi og jafnvel úti á hlaði þaggaði hver niður í öðrum svo að hann fengi sem bezt hljóð. Hann hélt áfram tölunni: „Vér vitum öll, að hér á jörð skiptist á dagur og nótt, nótt fylgir degi og dagur nóttu, vetur sumri og sumar vetri o. s. frv. Menn hafa fundið upp að kalla sumar og vetur ár, telja árin saman og kalla 100 ár öld o. s. frv. Allt er þetta gott og blessað, rétt og satt og sjálfsagt. En svo ltoma hinir vísu og segja: — Hugsum oss hinn mikla himingeim. Þar er sannleikurinn um dag og nótt, ár og aldir ekki til. Þar er ekkert til að miða við, þar er hvorki upphaf né endir, enginn tími, ekkert, ekkert, aðeins eilífðin. Ég var að lesa um þetta í út- lenzku tímariti, sem ég er nýbúinn að fá í hendurnar. Þar segir ennfremur, að það geti jafnvel verið vafamál, hvort skipting vor á svokölluðum tíma sé alltaf skil- yrðislaust rétt. Sem dæmi eru teknir tveir menn. Annar er gæfumaður, allt leikur honum í lyndi, hann á gott heimili, nóg að bíta og brenna og mikið að starfa. Hjá hortum er dagur að kvöldi kominn fyrr en varir, hon- um finnst dagurinn fljótur að líða. Hinn aftur á móti er ógæfumaður, hefur lítið eða nær ekkert að lifa af, hann er sárþjáður og einmana, kaldur og hrelldur. Hon- um finnst hver stundin löng, lengri en hinum dagur- inn. Og hér er mergurinn málsins, einmitt það, sem ég vildi minnast á. Sumt af oss, sem hér erum stödd, munum þá mestu hörmungatíma, sem yfir þetta land hafa dunið. Vér sjálfir og ástvinir vorir börðumst við dauðann og alls konar þrengingar, sem oss fannst aldrei ætla að taka enda, aldrei. Og þó stóðu helztu hörmungarnar ekki nema eitt til tvö ár. Vér þurfum jafnvel ekki að fara nema nokkur ár aftur í tímann, til þess að við oss blasi hin mesta neyð og vandræði stríðsáranna, sem enn urðu til þess, að margur lét lífið fyrir aldur fram vegna skorts. Helztu lífsnauðsynjar fengust ekki ....“ Um leið og prófastur sleppti síðasta orðinu, hrökk Jón ríki upp úr eins konar dvala. Hvað var þetta? Imyndun? Honum heyrðist Kjartan tauta: — Svo sem salt. — Eða hafði hann alls ekki neitt verið að tauta? Hann leit á Kjartan. Á honum var ekkert að sjá. Hann sat með hálf-lokuð augu og horfði í gaupnir sér. Og aftur spurði Jón sjálfan sig: — Var þetta ímyndun? Eða var hann að minna á fyrri daga? Var hann, óþverrinn? Að Jón fekk þessa eftirþanka, stafaði af því, að á þeim tíma, er styrjaldir þær geysuðu, er sumir hafa kennt við Napoleon hinn mikla og prófastur vék að í tölu sinni, var Jón Bárðarson eitt sinn staddur í Reykja- vík. En það var ekki á hverjum degi, að menn austan úr Skarðsveit voru staddir þar syðra, Jón var eini mað- urinn úr öllum Miklahrepp, sem þangað kom það árið. Þetta var snemma vors. Vildi svo til, að Jón heyrði á mál manna, er hann tók mark á, og ræddu þeir um það, að nú myndi enn harðna í ári, því að alveg vafalaust kæmu engin skip til landsins í ár. Hvernig færi það? Til dæmis yrði landið saltlaust í haust. Jón þurfti ekki að heyra meira. (Framhald.) PRENTVILLA í grein minni í jannar-heftinu, „Honum sá ég minnst bregða", er meinleg prentvilla í 2. dálki 1. blaðsíðu greinarinnar í línunni sem byrjar með „Sigríðar Sverrisdóttnr". Áframhaldið á að vera „Pálssonar, læknis og náttúrufræðings í Vík t Mýrdal) og konu hans, maddömu Guðríðar Pálssonar prófasts í Hörgsdal;" .... Eru eigendur heftisins beðnir gera svo vel að merkja við í les- málinu milli orðanna „Sveinsdóttur" og „prófasts" og skrifa hin niðurföllnu orð neðan- eða ofan-máls. — li. O. B. Heima er bezt 71

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.