Heima er bezt - 01.02.1965, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.02.1965, Blaðsíða 8
Húsavíkur sem varamaður. En forðaðist annars að lenda í þá vegtyllu. Kunni ekki vel við mig þar, jafn- vel þó að þú værir þar oddviti og alltaf væri gott sam- lyndi okkar á milli. Eg sá um gærusöltun og skinnamat fyrir Kaupfélag Þingeyinga í fjölda ára, eða þar til mig þraut vinnu- þol til þess. Annaðist afgreiðslu á benzíni og olíu fyrir B. P. í áratug. Bæti nú net fyrir Pétur og Pál, heldur en að gera ekki neitt, eins og ég hef áður sagt þér. Er að vonum til fárra mála kvaddur núorðið, enda hef ég reynt að hafa vit á því, að taka mig sjálfur úr umferð áður en ég yrði til stórvandræða vegna elliglapa. Það tel ég skyldu að gera, þótt gaman sé að geta verið sem lengst virkur í mannfélaginu. — Eg spyr hann þá, hvað hann kalli að bjóða ellinni heim. — Hann svarar: Ja, t. d. að hætta að bæta netin, af því að maður getur ekki lengur lagt þau sjálfur í sjó. ,,Milli fjörs og feigðar er fjalborð allra veikast“. — Eg spyr nú Einar Sörensson að því, hvort hann hafi ekki oft lent í svaðilförum og lífsháska á sjó. Hann segir hógværlega og yfirlætislaust, að hann viti ekki betur, en að það hafi komið fyrir nokkrum sinnum. Hins vegar segir hann, að ekki sé víst, að sjómaður viti alltaf hvenær næst hefur legið slysum. Hann segir að á sjó eigi ekki sízt við vísuorðin: „Milli fjörs og feigðar er fjalborð allra veikast“. Húsavíkurhöfn. Líf sjómannsins sé í Herrans hendi, eins og Steingrím- Thorsteinsson komizt að orði í Sjómannasöngnum. — Ég bið Einar að segja mér frá einhverjum háska- ferðum, sem hann hafi farið á sjó. Tekur hann því vel og fara hér á eftir fjórar frásagnir hans: 1. Á sökkvandi fleytu. Vorið 1899 seldi faðir minn, sem þá bjó á Máná, tveim bændum í Kelduhverfi rekavið til fjárhúsabygg- inga. Viðurinn var: 40 raftar og 5 eða 6 stærri spýtur, þar af 3 spýtur um 12 álnir hver, og voru þær stærstar. Faðir minn lofaði að flytja þennan við af Mánár- reka austur á Víkingavatnsreka. Hann átti bát, þriggja manna far, sem hann hugðist nota til flutningsins. Svo var það snemma í júní þetta vor, að faðir minn vakti mig, seinni hluta nætur, til þess að fara með sér í trjáviðarflutninginn. Glaðasólskin var og rjómalogn á sjó. Báturinn í heimavör. Settum við hann fram og söfnuðum í hann viðnum á austurhluta Mánárreka. Undir í bátinn settum við fyrst dálítið af grjóti til kjölfestu. Stærstu spýturnar þrjár ætluðum við að hafa utanborðs í böndum og hófum þannig róður, en fannst strax, að þær mundu tefja okkur leiðinlega mikið, svo það varð úr að við tókum þá, sem fyrirferðarmest var upp á viðarhleðsluna í bátnum, en áður en við gætum gengið frá trénu, valt það útbyrðis aftur og keyrði um leið bátinn í kaf. Þá vorum við staddir á að gizka 50— 70 faðma frá landi, á 4—5 faðma dýpi. Báðir vorum við ósyndir. Báturinn maraði þannig, að við stóðum á honum í sjó upp undir hendur. Hann sökk ekki dýpra, en leitaði á að hvolfa sér. Það tókst okkur að hindra með því að stíga af veltuna, en ótraust var undirstaðan. Stóra spýt- an flaut strax úr seilingarnálægð, og svo var einnig um hinar stærri spýturnar. Annars hefðum við kannske reynt að fljóta á þeim. Hins vegar tókst okkur að gæta tveggja áranna, og nú notuðum við þær — sína árina hvor — til þess að mjaka okkur með þeim í áttina til lands, þótt eklji væri hægt að hafa þær á þollum. Þetta var seinlegur róður, þó að allri orku, kappi og lagni væri reynt að beita. Eftir óralangan tíma, að mér fannst, kenndi báturinn grunns. Faðir minn fór þá fram fyrir bátinn og náði niðri. En ekki stóð nema höfuð hans og herðar upp úr sjónum. Tókst honum að draga bát- inn nær landi, svo betur grynnti. Steig ég þá líka fyr- ir borð, feginn að hafa fast undir fótum. Þetta var ut- anvert við eyðibýlið Mánársel. Ég tel að í þetta sinn hafi mátt litlu muna að yfir lyki. — Ekki datt föður mínum í hug að gefast upp og hætta við ferðina, þó að þetta hefði í skorizt. Við undum föt okkar og byrjuðum á nýjan leik að fást við rekaviðinn. Komum honum öllum á Víkingavatnsreka, en fengum vont veður, kviku og slæman baming til baka, og náð- um ekki heim fyrr en litlu fyrir miðnætti. Þá var ég 52 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.