Heima er bezt - 01.02.1965, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.02.1965, Blaðsíða 17
hvernig veiðin gengur. Síðan höldum við lengra norð- ur og vestur. Yfir þessu svæði heiðarinnar hefur mér frá æsku fundizt að hvíla mundi einhver sérstök róm- antík vegna kvæðisins hans Jónasar Hallgrímssonar. En því miður er raunveruleikinn allur annar. Hvannamór- inn, á öðru leytinu illþýft óræsti og hins vegar rótlaus fífusund. Því má skjóta inn, að hvergi á landinu hef ég séð jafnstórgert og krappt þýfi og á Arnarvatnsheiði. Utan með hæðum og holtum er víðsvegar jaðar af slíku þýfi, þúfurnar mittisháar eða jafnvel meira og krappir skomingar þar á milli. Og þýfið í Hvannamó er ekki betra en annars staðar. En hvar er lækurinn, sem lið- ast þar niður? Eftir nokkra leit finnum við hann, ómerkilegan, gruggugan graflæk, sem lítið er fallegt við. En þetta gerir ekkert. Hvannamórinn hans Jónasar er ógleymanlegur staður, hvað sem fyrirmyndinni líð- ur. En hvers vegna heitir þetta Hvannamór? Þótt leit- að væri eins og að saumnál, held ég að hvönn fyndist þar ekki. Hér eins og oftar segir örnefnið oss merki- lega sögu. Þegar mórinn hlaut nafn, hafa vissulega ver- ið þar vöxtuleg hvannstóð. En margt gat orðið þeim að tjóni. Bændur fóru með liði sínu á rótafjall og söfn- uðu þar kærkomnum vetrarforða, til að bægja frá hung- urvofunni, sem alltaf stóð við dyrnar. Margur ferða- maður, sem þarna hefur átt leið um, hefur kippt upp hvönn og hvönn og gætt sér á rótunum, og síðan hef- ur langsoltin sauðkindin, þegar hún kom upp á heið- arnar á vorin, gengið um sættir, því að flestar skepnur eru sólgnar í unghvönn, enda er þetta lostæti. Hvanna- mórinn hvannlausi er því einn vitnisburður af ótalmörg- um um gróðureyðingu landsins. En svipaða sögu segja okkur líka birkikræklur, sem við rekumst á hingað og þangað sunnan í ásum og hæðum um allar Arnarvatns- hæðir. Þær eru sýnilegar leifar skóga og kjarrs, sem þakið hefur hæðirnar fyrrum, og teygt sig út í flóa- sundin, sennilega um allt stórþýfið og ef til vill lengra. Gróður landsins hefur háð þarna baráttu um aldirnar og lotið í lægra haldi. Á göngu okkar um þessar slóðir, rekumst við á eitt dæmi af mörgum um það, hvernig kærulausir ferða- menn umgangast náttúruna. í snoturri blómlendislaut undir hólbarði er nýlega yfirgefinn tjaldstaður. Ekki hafði tjaldbúum þótt taka því að snyrta til eftir sig, því að þarna var flekkurinn, af kassafjölum, bréfa- og plastdruslum, niðursuðudósum, flöskum heilum og brotnum, matarleifum og öðru því, sem til fellst í tjaldstað. Ég get þessa hér, af því, að það gerist nú fremur sjaldgæft að sjá slíkan sóðaskap. En hér hafa menn skákað í því skjóli, að tjaldstaðurinn var fjarri almannaleiðum, og því hafa þeir þjónað lund sinni í umgengni við náttúruna. Slíkum mönnum á að banna fjallferðir. Þegar líður á daginn tekur veður að skipast. Norðan af Húnaflóa rísa upp þokubólstrar, gráir og úrigir. Þeir ryðjast inn með Strandafjöllum og sogast inn eftir Hrútafirðinum. Af þeim stendur kaldur næðingur. Brátt er Tröllakirkja horfin sýn, og þokutungur teygj- ast austur um heiðarnar. Fyrst er sem þær sneiði hjá miðheiðunum, en allt í einu skellur hún yfir okkur ís- hafsþokan, svalköld, hráblaut og niðadimm. Þá þýðir okkur ekld lengur að halda áfram. Við snúum við og hröðum ferð okkar niður í Álftakrók. En satt að segja erum við ekki ugglausir, nema að einhverjir af strák- unum kunni að villast. Sá ótti reyndist ástæðulaus. Þeir tíndust smám saman heim að skálanum, kaldir, dálítið hraktir og hóflega þreyttir. En yfir rjúkandi kaffiboll- um og kvöldmatnum gleymist erfiði dagsins fljótt, og kvöldið líður við létt hjal, gamanræður og gáska. Það er ætíð létt yfir mönnum í fjallaloftinu. Síðastir allra koma veiðimennirnir tveir. Höfðu þeir haft nokkurt erindi fyrir erfiði sitt, enda búnir að svamla í vötnun- um allan daginn. Þannig líða dagarnir, hver öðrum líkir, nema þokan gerði okkur ekki fleiri glennur í þetta sinn. Fyrr en varir er verkinu lokið, og eftir vikutima kveðjum við Arnarvatnshæðir, en þó með því fyrirheiti, að vitja þangað aftur, en þá norðan frá af húnvetnskum heið- um. Framhald. BRÉFASKIPTI Gísli f. Jóhannesson, Urðarveg 39, Vestmannaeyjum, óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 30—34 ára. Steinunn Eiríksdóttir, Nýbýlavegi 23, Kópavogi, óskar eftir bréfa- skiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 17—20 ára. Jón Friðhjörnsson, ísólfsstöðum, Tjörnesi, S.-Þingeyjarsýslu um Húsavík, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 23—30 ára. Vinsamlegast sendið mynd með. Guðmundur E. Björnsson, Arkarlæk um Akranes, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 12—15 ára. Árni bunnarsson, Hótel Fornahvammi, Norðurárdal, Borgar- firði, óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 12—13 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Sigriður Wium Hansdóttir, Reykjum, Mjóafirði, S.-Múlasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 16—18 ára. Sigfus Hafsteinn ívarsson, Flögu, Vatnsdal, A.-Húnavatnssýslu, óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 16—18 ára. Mynd fylgi. Rósa Guðjónsdóttir, Hreiðarsstaðakoti Svarfaðardal, Eyjafjarðar- sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 14— 16 ára. Mynd fylgi. Arnfriður Wium Hansdóttir, Reykjum, Mjóafirði, S.-Múlasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 14—16 ára. Kristbjörg Jónsdóttir, Árteig, Kaldakinn, S.-Þingeyjarsýslu, ósk- ar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 9—11 ára. — Æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi. Halldóra Vilhelmsdóttir, Granastöðum, Kaldakinn, S.-Þingeyjar- sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt á aldrinum 15—17 ára. — Mynd fylgi fyrsta bréfi. Þorgerður Steinþórsdóttir, Tangagötu 2, Stykkishólmi, óskar eft- ir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 14—15 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Helga Einarsdóttir, Hólabraut 12, Hafnarfirði, og Margrét Guð- laugsdóttir, Nönnustíg 14, Hafnarfirði, óska eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 15—18 ára. Mynd fylgi. Heima ei bezt 61

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.