Heima er bezt - 01.02.1965, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.02.1965, Blaðsíða 22
„Nú skal éta nóraket, nautn er betri engin. Happatetrið hún Kómet heim með setur fenginn.“ Árni, sem kallaður var væni, og fleiri Akureyringar voru eitt sinn sem oftar við fyrirdrátt á silungi á Ak- ureyrarpolli. Fann Sigurður Guðjónsson þá upp á þeim hrekk við þá, sem nú skal greina: Hann fékk sér tvíbytnu, sló hana upp og fyllti hana af mauki úr nokkrum kamarfötum, sló tunnuna til og kom henni í sjóinn þar sem hann var viss um að Árni og félagar hans yrðu með fyrirdráttinn. Þetta var glæ- ný tunna og leit út fyrir að hafa allt annað og betra að geyma en óþverrann úr kömrunum. Höfundur hrekkja- bragðsins og einhverjir félagar hans biðu auðvitað á- lengdar til að njóta árangurs iðju sinnar. Urðu þeir ekki fyrir vonbrigðum, því að sjómennirnir strituðu mikið við að koma tunnunni á land og þóttust auð- sjáanlega dýran feng hafa dregið í net sitt. Hvort von- brigðin hafa ekki orðið töluverð, er þeir sáu hvað í tunnunni var má fara nærri um, en Sigurður kvað: „Silungsveiðin sögð var nýt, seggir að því hlógu, er mælda tunnu af mannaskít menn að landi drógu.“ Eitt sinn var Sigurður í hákarlaferð með Friðriki Jónssyni á Ytri-Bakka (Arnarneshreppi). Bakkaskipið hét Mínerva í höfuð hinnar frægu gyðju vísdómsins. Á vaktaskiptum komu þeir eitt sinn jafnsnemma hvor upp úr sínu „gati“ Friðrik skipstjóri og Sigurður, sá fyrrnefndi upp úr káetunni en hinn upp úr lúkarnum. Hugðu báðir til veðurs, köstuðu af sér vatni o. s. frv. Varpaði Friðrik þá vísuparti að Sigurði, en hann bætti þegar við, og varð þessi árangurinn: Friðrik: „Guðjóns niður glingrar við að framan.“ Sigurður: „En maki bryðju vakir við vísdómsgyðju-rassgatið.“ (Maki bryðju = skipseigandinn.) Á heimleiðinni stakk Friðrik upp á því við Sigurð, að hann gerði vísu um skipið eða veiðiferðina, sem gengið hafði allvel. Ekki stóð á því og Sigurður kvað: „Vísdómsgyðjan veður hryðjur sjávar, ill með læti. Upp í kvið á sér vætir gamanið.“ Hákarlaskipið Pólstjarnan strandaði á Miðfirði í hin- um eftirminnilega sumarmálagarði árið 1887, og kom- ust allir þó af, nema skipstjórinn. Skipið varð ónýtt, nema jullan. Hún var flutt til Eyjafjarðar og náði Sig- urður Guðjónsson eignarhaldi á henni. Var hún ætíð síðan kölluð Póla. Flæktist Sigurður mjög hér um fjörð- inn og nágrennið á Pólu sinni og urðu þau eiginlega óaðskiljanleg. Bátkrílið var lítið og ekld vel til sjósókn- ar fallið, enda urðu sjóferðir hans á Pólu aðallega smá- „skyttirí“, eins og það var kallað og ferðalög milli staða, því að Sigurður var lítt við eina fjöl felldur um verustaði. Honum hafði jafnan gengið illa að binda sig við fasta atvinnu, og eftir að hann eignaðist Pólu, fór hann ekki „í hákarl“ néma einn og einn „túr“, en flæktist endalaust á Pólu sinni og þá oft ölvaður. Varð honum vel til með að fá að dvelja nokkra daga í stað, því að hann var hagleiksmaður til ýmissa verka, er að sjávarútgerð og sjóvinnu lutu. Hann var gjöfull sjálf- ur, ef eitthvað var til að miðla, og það var þá helzt fiskur, fugl eða hnísa, sem hann hafði innbyrt á ferðum sínum. Oft var Sigurður hætt kominn í þessum ferð- um. Kom jafnvel fyrir að hann finndist sofandi í Pólu sinni, og ævi sína endaði hann við bryggju í Hrísey niðri í bátnum, sofnaði þar og vaknaði ekki aftur. Sig- urður var afbragðs sjómaður, en kærulítill oft og óreglusamur. Héraðsfleygar urðu margar sögur af Sig- urði Guðjónssyni, svo sem þessar: „Lánaðu mér einnu, Ellefu álnir á ísjaka, Riffilskot- ið o. fl. Sigurður Guðjónsson andaðist við bryggju í Hrís- ey, eins og fyrr segir, 23. apríl 1899. Jóhannes Davíðs- son orti um hann kvæði það, sem hér fer á eftir: Það fór ekki hart yfir héraðið það, því hér var ei ræða um slaður, þó gengi á bæjunum gestir í hlað, þess gat enginn lifandi maður, að Sigurður Gúðjónsson lægi nú lík. Menn lögðu ekki hugann við smáræði slík, þótt félli einn fauskur í valinn, af fólkinu ónýtur talinn. En Sigurði karlinum sofnaðist vel, því sáttur hann skildi við heiminn, var samur og jafn, er hann sigraði Hel, fór syngjandi í eilífan geiminn, því alltaf var gleðin í öndvegissess, já, allt fram í dauðann jafn kátur og hress, hlæjandi og segjandi sögur, syngjandi og kveðandi bögur. Og létt var að deyja — já ljómandi gull að ljúka svo hérvistargöngu, °g væfi svo stöðugt nú flaskan þín full á ferðinni ókunnu, löngu, þá hefði þó verið til batnaðar breytt um brautina, „vinur11,1) því hér fæst ei neitt. Bikar af brennivínstári ei byrlast á komandi ári. 1) Orðtak Sigurðar. Framhald á bls. 76. 66 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.