Heima er bezt - 01.02.1965, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.02.1965, Blaðsíða 30
forvitnin ekki rekið hana til að skoða í kommóðuna, þá hefði þetta aldrei komið fyrir. Sonja andvarpaði. Henni hafði oft orðið hált á for- vitninni í sér. Það versta sem hún mundi eftir af því tagi var þegar hún reif upp alla jólapakkana á-Þorláks- messu árið áður. Hún hafði bara ætlað að þukla og þreifa ofurlítið á pökkunum sínum, en það hafði ekki nægt, hún varð að rífa ofurlítið gat og aðeins kíkja pínulítið, en loks endaði það með því, að hún hafði rifið gat á alla pakkana, þá var of seint að iðrast, og flengingu hafði hún fengið og hana ærlega. — Þarna úti sat Hanna og klappaði Hörpu og Neró á víxl. Sonja þorði ekki að nálgast hana, hún væri vís til að láta hundinn bíta hana. Og þarna stóð hún vand- ræðaleg, þegar Áki kom út og leiddi Sverri með sér. — Eg þori ekki til hennar, hundurinn er svo voða- lega stór, sagði hún aumingjalega. Sverrir reif sig nú lausan og hljóp til Hönnu. Allt litla andlitið var klístrað í súkkulaði og sykri. — Elli fá voffa og me, sagði hann og henti sér nið- ur við hliðina á Neró, alls óhræddur greip hann í loð- inn feld hundsins og kallaði voff, voff. Neró brosti út undir eyru og sleikti snáðann mjúk- lega á höndina. Þau voru öll sammála um að Neró hefði raunverulega brosað. Hanna vissi svo sem ósköp vel að hann kunni það, en Áki og Sonja höfðu aldrei séð hund sýna það eins greinilega og Neró gerði nú, að hundar geta brosað, já jafnvel hlegið, kærðu þeir sig um. Hanna gat ekki annað en hlegið að þessum félögum, og þegar Sverrir rauk á hana og vildi fljúgast á, tók hún á móti og veltist með honum í grasinu. Það var nú ósköp gaman að svona litlum ólátabelg, það var hún viss um, og þegar Sverrir kyssti hana um allt andlitið til að nudda sem mestu súkkulaði-ldístri á hana fann hún heitan straum fara um sig alla. Hún fann að henni gat þótt ósköp vænt um litla fallega snáðann, eðá var henni strax farið að þykja vænt um hann? Hún reis upp, tók Sverri í bóndabeygju og lét hann svo á bak á Neró, sem lét sér það vel líka. Það var ekki um að villast, Sverrir hafði unnið vináttu þeirra þremenninganna í Koti. VII. Vinkonur. Hanna sat í gluggatóftinni og gaf Hörpu kvöldpel- ann sinn, þegar Sonja kom hlaupandi heiman frá Fells- enda. Hún hægði ferðina þegar hún nálgaðist Hönnu, og síðustu skrefin gekk hún örhægt. Höndunum hélt hún aftan við bak, eins og hún væri að fela eitthvað. Hanna horfði á hana án þess að segja nokkuð. Það voru nú liðnir tveir dagar síðan fólkið kom að Fells- enda, og Sönja hafði ekki komið ofan eftir, eða Hanna farið þangað heim síðan hún hafði slegið Sonju. Allt í einu gekk Sonja feimnislega til hennar og rétti henni hægri höndina, en hélt hinni kyrri fyrir aftan bak. — Viltu vera vinkona mín? spurði hún. Hanna vissi ekki hverju hún ætti að svara, samt tók hún í höndina sem að henni var rétt. — Erum við þá vinkonur? spurði Sonja. — Þú verð- ur annað hvort að segja já eða nei. — Já, muldraði Hanna María eldrjóð í kinnum. Aldrei fyrr hafði hún átt vinkonu, það var ekki meira en svo, að hún áttaði sig á þessu. Nú rétti Sonja fram höndina sem hún hafði haldið fyrir aftan bakið og lagði marglita perlufesti í lófa Hönnu. — Þetta áttu að eiga í tryggðapant, og ef þú svík- ur, læturðu mig fá hana aftur. Þetta var ofvaxið skilningi Hönnu .Maríu. Hún hafði aldrei heyrt getið um tryggðapant, en henni fannst samt, að hún ætti að gefa eitthvað á móti, en hvað átti það að vera? Perlan sem Sonja braut, var það fallegasta sem hún hafði átt til þessa. Þá kom hún auga á Neró. Henni sjóðhitnaði. Ætti hún að gefa Neró, bezta vin- inn sinn? Nei, það mætti hún ekki. En Hörpu? Sonja átti sjálf lamb. Þær héldust enn í hendur. Hanna þorði ekki að draga að sér höndina, en Sonja beið með óþreyju eftir að Hanna segði, hvað hún ætlaði að gefa henni í staðinn fyrir festina. Allt í einu datt henni gott ráð í hug: Hanna átti sennilega ekkert til að gefa henni, en hún átti Neró? Strákarnir höfðu sagt að hann væri kóngs- gersemi. — Gefðu mér Neró með þér, bara pínulítið í hon- um, sagði Sonja. Hanna hikaði, en svo brosti hún og sagði: — Já, þú mátt eiga Neró með mér. — Húrra, hrópaði Sonja. — Nú verða strákarnir gul- ir og grænir af öfund. Svo hljóp hún allt í einu upp um hálsinn á Hönnu og kyssti hana á kinnina. — Nú erum við vinkonur og stöndum alltaf saman, mundu það. Hanna kinkaði kolli, hún var varla búin að átta sig á þessu öllu saman. Hún ætti vinkonu og marglita perlu- festi, en hafði gefið ofurlítið af bezta vininum sínum, — það var þó bót í máli, að Neró var ekki hægt að skipta í sundur, og hún var ekki í neinum vafa um, hvorri hann myndi verða fylgispakari. Um kvöldið þegar afi og hún voru háttuð í hvort sitt rúm, gat hún ekki þagað lengur yfir þessum stór- viðburði. — Afi! — Já, Hanna mín. — Hvað er tryggðapantur? — Ætli það sé ekki eitthvað, sem kærustupör gefa hvort öðru, svo þau eigi eitthvað sem minnir þau á hvort annað. — Eru það bara kærustupör, sem gefa tryggðapanta? — Það held ég, annars veit ég það ekki. 74 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.