Heima er bezt - 01.01.1966, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.01.1966, Blaðsíða 12
Gísli Magnússon. fé hans var þrautræktað úrvalsfé af eigin fjárstofni. Taldi Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri, sauðféð í Eyhildarholti vera eitt hið bezt ræktaða á landi hér, áð- ur en fjárskipti fóru fram. Um störf Gísla í þágu sveitar hans og héraðs skal hið helzta talið. Lengi var hann oddviti sveitar sinnar og sýslunefndarmaður. Á hann enn sæti i sýslunefnd. Einn- ig var hann um áratugi í yfirskattanefnd Skagafjarðar- sýslu. f stjórn Kaupfélags Skagfirðinga hefur hann ver- ið nær þrem tugum ára. Gísli er heilhuga og vökull samvinnumaður og hefur jafnan snúizt öruggur til varn- ar, þá er Kaupfélag Skagfirðinga hefur mætt aðkasti á opinberum vettvangi. Þar myndu aðrir naumast hafa gert honum betur. Hin síðustu ár hefur Gísli átt sæti á Búnaðarþingi. Enn er ótalið það, sem mér þykir einkenna hann mest: hver töframaður hann er um meðferð talaðs og ritaðs máls. Hann er, eins og allir slíkir menn, elskur að fögr- um orðum og snjöllu orðavali, svo að jafnvel getur orð- ið um of. Fagurt mál er honum sem hreinn helgidóm- ur, er hann telur óhæfu að misbjóða, heldur beri að sýna fyllstu lotningu. Hann er málhagur með ágætum og jafnvígur, hvort sem hann velur sér ræðustólinn eða rit- vöilinn. Gísli stendur aldrei upp til þess að tala, nema hann hafi eitthvað markvert að segja. Og þegar hann hefur sagt það, þá lætur hann máli sínu lokið. Elann kveður sér aldrei hljóðs til að mæla staðlausa stafi. Og hann gleymir aldrei leiðinni ofan úr ræðustólnum. Ég Frostastaðir. Gísli Magnusson og Guðrún Sveinsdóttir. hef oft hlustað á Gísla, er hann heldur ræðu, og aldrei séð hann hafa nokkra minnispunkta. Þess þarf hann ekki. Svo er ræða hans jafnan örugg um byggingu og orða- val, að líkast er því, að hún væri skrifuð áður og leið- rétt af málglöggum og vandlátum manni. Setningarnar svífa fram viðstöðulaust, frjálsar og léttstígar eða þung- stígar, eftir því sem efni hæfir, og hvika þó hvergi frá marki. Það má ljóst vera, að svo gáfaður maður og orðsnjall sem Gísli er, muni geta verið samræðusnillingur. Þó vil ég geta þess hér, því að það lýsir skaplyndi hans að nokkru, að sé hann staddur, þar sem nokkrir menn ræð- ast við með frjálsum hætti og gerast örorðir, þá leggur hann fátt til mála eða ekki, en hlustar þeim mun betur. Ritað mál frá hans hendi hlítir líkum lögum og ræð- ur hans. Það er minna að vöxtum en vera mætti, þó allt með glæsibrag. Hér hef ég í huga blaðagreinar hans, aðallega af tvenns konar gerð: Minningargreinar um látna vini hans og nágranna, allar skrifaðar af lífglögg- um manni og nærgætnum, sumar hreinustu perlur, sem hljóma við hjartastreng hljóðnæmra manna líkt og fög- ur „músik“ frá strengjahljóðfæri. í öðru lagi má nefna greinar um deilumál dagsins. Mat á slíkum greinum fer oft nokkuð eftir því, hverja skoðun menn hafa á þeim málum, sem um er deilt. Þó munu flestir eða allir telja, að hann sé þar rökfastur og bragðvís, og sjáist honum lítt yfir að beita köldu skopskyni, ef hann vill það við hafa. Getur hann orðið þunghöggur, en aldrei níð- höggur. Enn er ótalin sú ritsmíð Gísla, sem hann hefur varið til mesturn tíma, en það er saga Kaupfélags Skagfirð- inga frá stofnun þess fram til síðustu ára. Er sú ritsmíð í handriti. Þótt Gísli sé umfram annað bóndi, sem ann firðinum sínum, gróðurmoldinni og búsmalanum, þá hefur hann átt ýmis önnur áhugamál en þau, sem tengd eru land- búnaði — og þá miklu fleiri hugðarefni. Ekki hefur hann lagt stund á auðsöfnun, enda of fjölgefinn og víð- sýnn til þess, að svo hafi mátt verða. Þeir, sem hafa kynnzt honum bezt, munu gerst vita, að hann er góð- ur drengur, sem sífellt hefur aukið næmleika sinn og frjóan skilning af skapandi starfi. 8 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.