Heima er bezt - 01.01.1966, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.01.1966, Blaðsíða 13
Fyrir nokkru rakst ég á þessa grein í amerísku riti. Og þar sem er bezt, í von um að fleiri en ég hefðu gaman af að heyra um fá- furðufátt er til á íslenzku um hið fjarlæga Suðurskautsland (An- einar furður þessa mikla lands og það starf, sem þar er unnið. tarktíku), réðst ég í að endursegja hana handa lesendum Heima Greinin er allmikið stytt í endursögninni. - St. Std. Könnun nýrra landa er eitt af elztu ævintýrum mannkynsins. En aldrei fyrr í aldalangri sögu þess hefur þó mönnum gefizt slíkt tækifæri til rannsókna né jafnmikið kapp á þær lagt og nú gerizt á Suðurskautslandinu. Árið 1961 gerðu 12 þjóðir samning um 30 ára áætlun vísindarannsókna þar, og nú er ósleitilega unnið að framkvæmd þessarar stórfelldu áætlunar, sem engan á sinn líka í sögunni. Suðurskautslandið, Antarktíka, er heil heimsálfa að víðáttu, nærri eins stór um sig og Norður-Ameríka, enda venjulega talin sjötta heimsálfan í landfræðirit- um. Hér um bil í miðju þessu landflæmi liggur suður- skautið sjálft inni á víðáttumikilli, marflatri hásléttu, sem þakin er feiknaþykkri hjarnbreiðu. En annars er mestur hluti þessarar miklu álfu hrikalegir fjallgarðar með djúpum skörðum og hvössum tindum, allt snævi þakið, nema bröttustu hlíðarnar, sem snjórinn nær ekki að tylla tanum a. Þarna er til stöðuvatn, sem margra metra ísbreiða þekur, en þó er vatnið sjálft 26° heitt, þar eru rjúkandi eldfjöll, fjólublár og grænn ís, og hundruð þúsunda af mörgæsum safnast saman á klett- unum við ströndina. En svo mikill er kuldinn að meðal- hiti ársins er víðast hvar tugum stiga fyrir neðan frost- mark. Þetta land er furðulegasta ískista jarðarinnar eins og einn vísindamannanna, sem þar eru að verki, sagði. Bandariki Norður-Amenku leggja fram drýgsta skerfinn til þeirra rannsókna, sem þarna er unnið að. Árin 1964—65 unnu þar um 3200 Ameríkumenn, vís- indamenn í öllum mögulegum greinum náttúrufræðinn- ar, jarðfræðingar, líffræðingar, veðurfræðingar, jökla- fræðingar, þarafræðingar og landmælingamenn, svm að eitthvað sé nefnt, og til að standast kostnaðinn er var- ið til þess 27 milljónum dollara þessi ár. Svo vel er verkið skipulagt, og tæknin mikil, að nú SUÐURSKAUTIÐ furhiL- legasta tskista veralclar

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.