Heima er bezt - 01.01.1966, Blaðsíða 15
Astralskir landkönnuðir ferðast á snjóbil og hundasleða i rannsóknarleiðangri i nánd við bcekistöð sína Mawson Station á
Suðurskautssvaðinu.
byggðarhætti. jafnvel svo lítil jöldaleysing þar syðra,
að hún hefði ekki teljandi áhrif á sjávarstöðu, mundi
hafa veruleg áhrif á veðurfar jarðarinnar, þegar frá liði.
jMargar hættur vofa yfir þeim, sem leggja leiðir sín-
ar urn Suðurskautslandið. Ein hin geigvænlegasta er þeg-
ar náttúran leggur fyrir hann ljósgildrur sínar. Grein-
arhöfundur varð einu sinni fyrir slíkri gildru og segir
svo frá: Ég hafði yfirgefið stöðina og einungis ætlað í
stutta gönguferð, en ekki hafði ég gengið lengi, er ég
veitti því athygli allt í einu, að litur loftsins breyttist.
Áður cn mig varði var ég umluktur hvítu þokuljósi,
enginn skuggi sást, og ókleift var að gera sér grein Jfyr-
ir nokkurri mishæð eða ójöfnu. Himinn og jörð runnu
saman í eina heild. Mér fannst helzt líkast því að ég
væri innan í geysistórri borðtenniskúlu, allt var hvítt,
engin kennileyti eða ójafna. Skýring á þessu fyrirbæri
er, að ljósið endurkastast hvað eftir annað milli ísbreið-
anna og hvítra þokuskýja, við það hverfa allir skuggar,
ójöfnur landslagsins líkt og þurrkast út, og það er
ómögulegt að sjá mun lofts og jarðar. Hið óhjákvæmi-
lega gerðist. Ég steig fram af hengju í brún á opinni
gjá og hrapaði eða öllu heldur rann um 20 fet niður á
við. Til allrar hamingju hafði ég með mér tvenna auka-
vettlinga. Þegar ég fór að klifra upp á gilbarminn,
fleygði ég vettlingunum upp fyrir mig, til þess að ganga
úr skugga um, hvort þar væri fótfesta fyrir eða ein-
tómt lofthafið. Ég lærði á þessu, að hér var ég staddur
í landi, þar sem aðeins fimm mínútna leið frá strönd-
inni, gat leitt til glötunar manns.
Þá má ekki gleyma ofviðrunum. Þau bresta á fyrir-
varalaust með þeim ofsa, sem engan á sinn líka. Frönsku
rannsóknarmennirnir sögðu frá, að þeir hefðu eitt sinn
mælt þar 200 mílna stormhraða á klukkustund, en þá
brotnuðu vindmælamir, svo að enginn veit hversu hátt
vindhraðinn komst. Á undan þessum ofviðrum heyrist
enginn hvinur. Á einu vetfangi gleypa þau mann með
þungum dyn og nístandi ýlfri, og þessi veður geta hald-
(Framhald á bls. 19.)
Heima er bezt 11