Heima er bezt - 01.01.1966, Blaðsíða 34
anna. Svefn og hvíJd færa henni venjulegt jafnvægi á
ný. Nönnu þarf hún ekki framar að óttast.
Nanna fer beina leið úr borðstofunni upp í einkaher-
bergi Snorra, sem alltaf er ólæst, þótt hann sé fjarver-
andi. Hún leggur kjólinn frá honum á legubekkinn í
herberginu. Ur því sem orðið er getur hún aldrei fram-
ar klæðst þessum kjól, og hún vill ekki hafa neitt með
sér héðan, sem minnt getur á harmleik þann, sem hér
hefur gerzt í dag.
— Ó, elsku Snorri minn, þetta er köld kveðja til þín
að skilnaði, en ég má ekki hafa hana á annan veg. Góð-
ur Guð fyrirgefi mér, andvarpar hún í djúpum sárs-
auka, og augu hennar fyllast heitum tárum. Hún lítur
fyrstu gjöfina frá Snorra í síðasta sinn gegnum móðu
tára, um leið og hún snýr sér frá legubekknum hægt og
hljóðlega, og hraðar sér síðan fram úr herberginu og
lokar dyrunum í skyndi. — Þá er þessu lokið.
Nanna strýkur burt tárin og stælir skap sitt á ný. Nú
verður hún að hugsa eingöngu um aðkallandi vanda-
mál framtíðarinnar og reyna að leysa þau eins rétt og
skynsamlega og henni getur bezt hugkvæmzt. Og þá
er það fyrst fyrir hendi að komast héðan nú þegar tafar-
Jaust.
Hún snarast inn í herbergi Erlu, þar sem þær hafa
báðar sofið í sumar, og farangur hennar er geymdur,
og tekur saman í skyndi allt, sem hún á þar inni og
stingur því niður í ferðatösku sína. Hún bælir ræki-
lega niður allar viðkvæmar tilfinningar sínar, meðan
hún gengur um þetta herbergi í síðasta sinn, þar sem
þær Erla hafa búið saman eins og beztu systur frá
allra fyrstu kynnum þeirra. En Nanna getur alls ekki
farið héðan án þess að senda Erlu einhverja vinarkveðju
að skilnaði. Og hún er fljót að taka ákvörðun sína:
í skyndi skrifar hún nafn Erlu, kveðju og ástarþökk
fyrir samveruna innan í Nýja-Testamentið sitt og skil-
ur það eftir á náttborðinu hennar. Annað betra á hún
ekki til handa kærri vinstúlku sinni og ógleymanlegri
stallsystur. Að þéssu loknu snarast Nanna með farangur
sinn út úr herberginu og ofan í forstofuna. Þar hringir
hún eftir leigubifreið í skyndi og flýtir sér síðan út úr
húsinu.
Að nokkrum mínútum liðnum er bifreiðin komin að
húsinu, og Nanna stígur þegar upp í hana, um leið
og hún segir bifreiðarstjóranum, hvert aka skuli. Á
leiðinni situr hún þögul og hugsar ráð sitt í skyndi. Nú
verður hún að taka á öllu því, sem hún á til, og í henni
býr. Og er bifreiðin nemur staðar heima við hús föður
hennar og fósturmóður, hefir hún tekið fasta ákvörðun
um framtíð sína, sem ekki verður haggað. Hún greiðir
síðan ökugjaldið, tekur farangur sinn og gengur rólega
inn í húsið.
í anddyrinu kemur frú Sigurrós til móts við Nönnu,
hún hefir séð til ferða hennar, og fagnar nú heimkomu
fósturdóttur sinnar innilega. Stund endurfundanna
verður þeim báðum innileg fagnaðarstund.
Nanna hefir ekkert minnzt á kynni sín og Snorra á
nokkurn hátt við fósturmóður sína, þá sjaldan sem
fundum þeirra hefir borið saman í sumar, og Sigurrós
hefir enga hugmynd um það leyndarmál. Nanna hefir
aðeins sagt henni, að sér liði vel í ráðskonustöðunni, og
jafnframt að hún væri ekki ráðin þar neinn vissan tíma.
Frú Sigurrós er því ekkert undrandi yfir því, þótt
Nanna sé nú komin heim úr vistinni, þar sem nokkuð
langt er liðið síðan Nanna hringdi til hennar og sagði
henni, að nú væri frúin komin heim af sjúkrahúsinu
og á sæmilegum batavegi. Samt treysti hún sér ekki til
að taka við heimilisstörfum undir eins og hefði því beðið
Nönnu að hjálpa upp á sakirnar eitthvað lengur, og
Nanna verið fús til þess. En nú hefir frúin ekki þurft
á aðstoð Nönnu lengur að halda, hugsar Sigurrós á-
nægð og fagnandi.
Nönnu tekst svo snilldarlega að leyna tilfinningum
sínum í fyrstu og Ieika það hlutverk, sem hún hefir
ákveðið fyrir framtíð sína, að Sigurrós kemur ekki
annað í hug, en að allt sé með felldu í lífi sinnar heitt-
elskuðu fósturdóttur og breytir samkvæmt því.
En Nanna hefur ekki dvalið langa stund heima, er
hún segir fósturmóður sinni það formálalaust, að hún
sé á förum til Frakklands og ætli með fyrstu ferð sem
þangað falli, og muni dvelja þar um óákveðinn tíma.
Frú Sigurrós verður í fyrstu hálf-forviða og jafn-
framt undrandi yfir þessari óvæntu frétt, og lætur það
með hógværð í ljós við Nönnu. En Nanna hagar orðum
sínum á þann veg um þetta mál, að Sigurrós sér brátt
enga ástæðu til að reyna að tefja för hennar. Nanna
hefir ákveðið þetta eindregið, og vissulega er hún al-
frjáls ferða sinna. Og hún á líka móður úti á Frakklandi,
og það er ósköp eðlilegt að hana langi til að finna hana
öðru hvoru. Hún hefir frá fyrstu tíð reynt að hlúa
að sambandi þeirra mæðgnanna eftir beztu getu og engu
til sparað. En nú hefði hún kosið að Nanna dveldi um
sinn heima hjá sér eftir hina löngu fjarveru í sumar, og
nyti hvíldar áður en hún legði í þessa langferð. En fyrst
hún vill endilega fara nú þegar, þá er það alveg á henn-
ar eigin valdi að haga þessu þannig.
Og Nanna lætur ekki standa við orðin tóm. Eftir að
hafa rætt við Sigurrósu um þetta mál, fer hún í símann
til þess að grennslast eftir Frakklands-ferðum, og brátt
fær hún þær fréttir, að daginn eftir séu laus sæti á þeirri
flugleið, og hún tryggir sér þegar farmiða í fyrstu ferð,
sem þangað fellur.
Síðan byrjar Nanna að undirbúa ferð sína af miklu
kappi, og lætur sem hún hlakki mjög til utanfararinnar.
En frú Sigurrós, sem tekið hefir þátt bæði í gleði Nönnu
og sorg frá fyrstu bernskuárum hennar, gerir það einn-
ig enn í þessari tilhlökkun hennar. Hana grunar ekki
að á bak við tilhlökkun þessa slái blæðandi hjarta af
harmi og vonbrigðum miskunnarlausra örlaga. En samt
finnst henni prúða hæverska stúlkan sín eitthvað öðru
vísi en áður, eitthvað örari í orði og æði, en frú Sigurrós
hefir átt að venjast hjá henni. En þar sem Nanna virðist
svo vel kát og ánægð með lífið, hugleiðir frú Sigurrós
30 Heima er bezt