Heima er bezt - 01.01.1966, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.01.1966, Blaðsíða 29
anna? Er ekki ástæðan sú að þessum unglingum finnist bönnin hefta frelsi sitt? Þau skilja heldur ekki ætíð nauðsyn þess að sett séu slík bönn og reglur. Sumir vilja kenna þetta skyldunáminu. Þeir telja að þessir annmarkar í lífi ungmenna hafi aukizt eftir að skyldunámið var lengt. Vinnan hafi verið hollur skóli. Ekki get ég fallist á, að aukin skólaskylda hafi skapað þetta vandamál, því áður en skólaskyldan var lengd, sóttu flest ungmenni framhaldsnám að eigin ósk. En eru þá reglur þjóðlífsins að verða of flóknar? Vekja bönnin andúð ungmenna, en ná ekki fullri virð- ingu þeirra? Erfitt er að svara þessum spurningum, en á eitt má benda, sem telja má bjarta hlið á þessu dökka vanda- máli: Allar tilraunir, sem gerðar hafa verið, til að auka frelsi ungmenna og sýna þeim traust, virðast hafa gef- izt vel. Má þar nefna vínlausar samkomur ungmenna, þar sem héraðsstjórnir hafa staðið fyrir danssamkom- um ungmenna með fjölbreyttum skemmtiskrám. Má þar meðal annars nefna samtök Borgfirðinga undir for- ystu sýslumannsins Ásgeirs Péturssonar. Á útlánsstofum almennings bókasafna í Reykjavík eru lesstofur fyrir börn, sem mega ganga í hillur bóka- safnsins og velja sér bækur. Á þessum lesstofum gilda vitanlega strangar reglur um framkomu, en þessar regl- ur vilja börnin ekki brjóta. Þau skilja reglurnar og virða. Það virðist svo sem lausn vandamálsins sé fólgin í því, að sýna ungmennum aukið traust og fá þau til að skilja það, að þeir, sem fylgja vel lögum og reglum, njóti bezt frelsis í skjóli þess, sem við nefnum bönn og reglur. Og bezt fer á því, að ungmennin stjómi þessu sem mest sjálf. Það virðist því rétt ályktun, að því betur, sem ungmennum er treyst, þess betur reynast þau. Fyrir 12 árum flutti ég erindi í útvarp i barnatíma, sem ég nefndi Reykjavík og börnin. Ég ætla að leyfa mér að birta orðréttan kafla úr þessu erindi eins og það var flutt þá, en þeir unglingar og börn, sem þá hafa hlustað á barnatímann og verið þá segjum 10—15 ára em nú tuttugu og tveggja til tuttugu og sjö ára. Þessi æskulýður, sem lifði yfirleitt áhyggjulausu og glöðu lífi fyrir tólf árum hefur nú tekið á sig skyldur og kvaðir fullorðna fólksins og eiga fyrir sér vandamálið stóra að ala upp og styðja í störfum þann æskulýð þjóðarinnar, sem tekur við af þeim á sínum tíma. Og hér birtist þá erindið: REYKJAVÍK OG BÖRNIN. „Já, börnin í Reykjavík. Ég ætlaði einmitt að minn- ast ofurlítið á þau, og í lok tímans, ætla ég að segja sögu, sem segir frá því, hvernig lítil 6 ára stúlka hafði æskileg og bætandi áhrif á heimili sitt. Ég gat þess fyrr, að í Reykjavík einni væru um 60 þúsund manns. (Þetta var árið 1954.) Af því eru skóla- börn yfir 6000, og unglingar á skólaskyldualdri um 2000. Margt sögulegt hlýtur því að gerast í Reykjavík, þar sem svo margt er af fólki, bæði ungu og gömlu. Margt er líka sagt í útvarpi og blöðum frá Reykjavík, og ekki allt sem fegurst. Stundum eru sagðar fréttir af börnum í Reykjavík og ljótu framferði þeirra. Ég ætla engar slíkar sögur að segja ykkur, enda er ég sannfærð- ur um það, að börn í Reykjavík eru ekkert lakari en börn annars staðar á landinu. Ég segi þetta ekki alveg út í bláinn, því að ég þekki fjölda barna víðs vegar um landið, og einnig allmörg börn í Reykjavík. En ég vil líka minna ykkur á það, öll börn og ung- menni, sem þessi orð mín lesið, að barnavinurinn mesti, Jesús frá Nasaret, talaði aldrei um góð og vond börn, heldur aðeins um börn. „Verið eins og böm,íl sagði hann við þá fullorðnu, þegar hann áminnti þá um gott hugarfar. Jesús benti á börnin sem fyrirmynd. Ég vil líka segja það, að ég tel, að ég hafi meira lært af þeim hundruðum barna, sem ég hef kennt, en þau hafa ef til vill lært af mér. Ég ætla ekki að útskýra þetta nánar, því að þetta er eitt af því, sem ekki er hægt að skýra. En brosandi tillit bárns og saklaus trúnaður þess og traust, er manni stundum meira virði, en vísindaleg sönnun í sálfræði. Það er gaman að vera barn og ráða yfir slík- um töfrum. Ég gat þess fyrr, að börnin í Reykjavík væru ekki verri en annars staðar á landinu, og ég held að þetta sé rétt hjá mér, en líf þeirra er miklu fleiri vandkvæðum háð, en þeirra barna, sem alast upp í strjálbýli. í fjölbýlinu, bæði í Reykjavík og öðrum kaupstöðum og kauptúnum, rekast börnin á svo mörg bönn og marg- ar reglur í leik sínum og ærslum. í þéttbýlinu, bæði í Reyltjavík og annars staðar, er svo margt, sem má ekki. En eitt er það, sem er sérstakur yndisauki, sem börn í kaupstöðum fara að mestu á mis við, og það er sam- býlið við skepnurnar — húsdýrin. Folöldin, lömbin, kálfarnir, kettlingarnir og hvolparnir eru góðir leikfé- lagar, sem mýkja og þroska hugarfar barnanna. Engin fræðibók og engin myndabók jafnast á við þessi ung- viði. Þeir, sem eiga börn í þéttbýlinu og ala þau þar upp, mega ekki gleyma þessu og reyna á allan hátt, að bæta börnunum upp það, sem þau fara þama á mis við. En eitt verða börnin að skilja, sem eiga heima í Reykja- vík og öðrum kaupstöðum og kauptúnum, sem hafa margar reglur og mörg bönn, að þessar reglur og bönn þreyta börn minnst, ef þau læra ung þessar reglur og varast snemma að brjóta bönn og reglur. Hvað ungur nemur, sér gamall temur. Ég hef hér fyrir framan mig lítið spjald, sem útbýtt hefur verið meðal skólabarna í Reykjavík á þessu skóla- ári (1954). Það er prentað með grænu letri og setning- arnar allar eiga að leiðbeina börnum um framkomu og hegðun. Á miðju blaðinu er skráð þessi setning: „Allir góðir menn elska blómin og jurtirnar.“ Og á öðram stað þessi Heima er bezt 25

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.