Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1972, Qupperneq 10

Heima er bezt - 01.04.1972, Qupperneq 10
Dauðan urriða hefir rekið i land. Steinsugan föst á hlið hans. sem lifa þetta af, fá ljót sár, sem lengi eru að gróa, og eru því mjög næmir fyrir sjúkdómum og ferst mjög mikið af þeim, þótt þeir losni undan steinsugunni. Eftir að sníkjulífið hefst, vex steinsugan hratt og verður um 50 cm á lengd og hálft kg. á þyngd. I sjón- um verður hún allt að helmingi stærri. Þegar veiðimenn við Efra-vatn sáu hvað verða vildi, að atvinna þeirra var í voða, var hafizt handa um að verjast þessum ófögnuði. Rannsóknarstofur voru settar á stofn til að fylgjast með ferli steinsugunnar, og allra hugsanlegra ráða var leitað til útrýmingar henni, og beindist hugur manna helzt að ánum og hrygningar- svæðunum. Reynt var að drepa þær á leiðinni til hrygn- ingarstöðvanna með rafmagnsnetum, en kom að litlu haldi. Þá var gripið til eyðingarefna, og loks eftir mikla leit, um 6000 efni höfðu verið reynd, kom í ljós, að efnasamband, sem nefnt er skammstöfuninni TFM, drap seiðin, en virtist ekki valda tjóni á öðrum lífverum ánna. En mjög er vandfarið með efni þetta, og þótt það hafi ekki valdið tjóni þau 15 ár, sem það hefir ver- ið í notkun, eru menn samt enn uggandi um að einhver skaði megi af því hljótast eins og svo mörgum öðrum útrýmingarefnum. En allmikið hefir áunnizt um aukn- ingu veiði, enda hefir fyrirtækið kostað um 15 milljónir dollara. En jafnframt þessu hefir farið fram aukið klak nytjafiska, leit að fiskistofnum, sem kynnu að þola ár- ásir steinsugunnar, og síðast en ekki sízt aukin veiði á henni sjálfri, og um leið verið reynt að gera úr henni mat. Enginn veit þó enn hversu fara muni, þótt ástandið hafi batnað. En þessi saga sýnir ljóslega, hvað gerzt getur ef aðgangshörð dýr eru flutt inn á ný, lokuð lífs- svæði. Steinsugan er að vísu sníkjudýr, en hætta getur stafað af fleiru, þegar jafnvæginu er raskað. Ættu t. d. þeir, sem mest kapp leggja á að flytja lax inn í ár og vötn, þar sem hann hcfir aldrei komið fyrr, að gæta vel að, hvað þeir eru að gera, því að því verður aldrei neitað, að þar fer fram alvarleg röskun jafnvægis þótt ekki sé fyrirfram víst að hún valdi tjóni. ODDUR SIGFÚSSON: í Betlehem í Betlehem er bærinn líkt og forðum þó breytt sé margt og annað fært úr skorðum ættborg Davíðs áður var hún talin ennþá sést hún gnæfa yfir dalinn. Ég starði á hann um stund og lét mig dreyma. þann stórviðburð sem kristnir menn ei gleyma og yfir bæ í bröttum hæðardrögum þá blika sá ég stjörnu af liðnum dögum. Nú burt er jatan, brotið húsið lága ber nú þar við himin kirkju háa og þar sem áður frelsarinn var fæddur finnst nú hellir gulli og flosi klæddur. Samt má þar ennþá líta liðna daga á lágum veggjum geymist óskráð saga frá daufu keri ljósið um þá læddist þeir léðu skjól er Jesús Kristur fæddist. Gólfið ýmsar gæti spurnir vakið þó glitrandi nú marmara sé þakið það vitringanna fótspor ennþá felur og f jölda margt sem enginn sér né telur. Elér birtist morgunn mannúðlegri daga og mun hér hafa byrjað kristin saga og héðan trúar ljósið barst oss bjarta sem brennur ennþá kristnum lýð í hjarta. Svo burtu þaðan hélt ég harla glaður úr hug mér aldrei líður þessi staður hann lifir enn sem Ijós í vitund minni þó líkast þar ég kæmi ei öðru sinni. BRÉFASKIPTI Elin Ásgrímsdóttir, Alþýðuskólanum á Eiðum, óskar eftir bréfa- skiptum við stelpur og stráka á aldrinum 17—20 ára. Sigrún Kristjánsdóttir, Alþýðuskólanum á Eiðum, óskar eftir bréfaskiptum við stelpur og stráka á aldrinum 17—20 ára. Erla Runólfsdóttir, Varmahlið, Þórshöfn, óskar eftir bréfaskipt- um við pilta og stúlkur á aldrinum 14—16 ára. Fanney Helga Hannesdóttir, Skriðustekk, Breiðdalsvík, vill skrif- ast á við pilta 11—12 ára. Dóra Jóhannsdóttir, Asunnarstöðum, Breiðdalsvík, vill komast í bréfaskipti við pilta á aldrinum 14—15 ára. 118 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.