Heima er bezt - 01.04.1972, Side 19

Heima er bezt - 01.04.1972, Side 19
ROGNVALDUR S. MOLLER, OLAFSFIRÐI: Ve gna jarðarrarar Smásaga Pað var vetrarkvöld snemma á góu. Ég var að leika mér að dótinu mínu á gólfinu í dyngjunni hjá ömmu minni. Reyndar átti ég ekki heima hjá afa og ömmu, en það var ærið oft að ég dvaldi hjá þeim tíma og tíma, stundum mánuð í einu. Amma var að sauma út. Sem kaupmannsfrú gat hún leyft sér að hafa náðuga daga, enda hafði hún tvær vinnukonur til að snúa í kringum sig, og hamingjan hjálpi þeim, ef henni líkaði ekki verk þeirra. Afi hafði verið að vinna á skrifstofu sinni, en kom nú inn. Hann var kominn í kvöldjakkann sinn og settist að venju á stól andspænis ömmu. Ég flýtti mér að standa á fætur og sækja vindlakassann hans. Afi hafði alltaf þann sið að reykja einn eða tvo vindla á kvöldin, þegar hann sat hjá ömmu, en annars tuggði hann skro. —Var ekki lítið að gera í búðinni í dag, — spurði amma, þegar afi var búinn að hagræða sér í stólnum og kveikja í vindlinum. —O, þetta eins og venjulega. Nokkrir hér úr þorpinu komu að fá sér kaffipund, eða eitthvað smávegis, og svo kom einn kotbóndi framan úr afdölum, Sigfús í Skugga- hlíð.- —Er hann ekki einn af þeim, sem skulda öll ósköp— —Jú, hann skuldar of mikið til þess, að ég geti búizt við, að hann greiði það tímann að fullu. —Mér finnst þú alltaf of vægur við þá, þessa karla,— sagði amma, og leit yfir gleraugun. —Þú þarft að borga það, sem þú færð. Én á hverju ætlar þú okkur að lifa, ef aðrir borga þér ekki? Léztu karlinn hafa eitthvað— Afi tottaði vindilinn hugsandi. Svo leit hann hálf undirfurðulegur á ömmu. —Já, ég lét hann hafa smávegis.— Amma varð þung á brúnina, eins og jafnan þegar rætt var um fjármuni og meðferð þeirra. —Hvað hugsar þú eiginlega, maður? Heldurðu, að þú eigir að ala önn fyrir þessum rolum í sveitinni. Ef þeir eru að drepast úr eymd, þá á hreppur þeirra að sjá fyrir þeim, en ekki þú. Ég veit ekki betur, en ég eigi minn hlut í verzluninni, svo eitthvað hlýt ég að mega leggja til málanna. Hefurðu nokkra tryggingu fyrir því, að þessi maður, og aðrir, sem skulda þér, geti greitt skuldir sínar, ef þú yrðir að hætta verzluninni? — Afi strauk hökuskeggið hugsandi. —Þeir hafa allir föst viðskipti við mig, og hafa lofað mér öllu innleggi. Ullin frá þeim í vor á að gera nokk- urn veginn upp í skuldirnar, og........ —Og svo koma þeir með miklu minna en þeir lof- uðu,— greip amma fram í fyrir honum. —Það er alltaf sama sagan á hverju vori. Þeir segja, að kindurnar hafi drepizt úr hor, týnzt í fönn í hausthretum, eða bráða- pestin hafi grasserað hjá þeim. Og alltaf trúir þú þeim, og alltaf hækkar skuldalistinn.— —Þeir svíkja ekki viljandi, karlagreyin,— sagði afi af- sakandi. —Flestir þeirra eru í eðli sínu hrekklausir og heiðarlegir, og berjast við að framfleyta sér og sínum við erfið lífsskilyrði. Ég hef engu tapað á þeim til þessa, og vonandi verður það ekki þessi ár, sem ég á eftir að verzla hér í Osnum.— —Afér þætti gaman að heyra, hvers vegna þú lézt þennan karlfausk hafa úttekt í dag,— sagði nú amma, og var ögn mildari á svipinn, því hún vissi vel, að þau afi þurftu ekki að kvíða elliárunum, hvað efnahaginn áhrærði. —Ja, það var nú þannig,— mælti afi hugsandi, —að eftir hádegið í dag var ég á skrifstofunni. Þá kom Þórð- ur búðarmaður, og sagði, að Sigfús í Skuggahlíð væri að biðja um úttekt. Ég leit á reikninginn hans og sá, að karlinn skuldaði þegar of mikið, svo ég bannaði Þórði að láta hann hafa nokkuð.— Amma varð undrandi á svipinn. —Nú svo þú neitaðir honum þá? En hvað fékk þig til að skipta um skoðun? — —Ég var nokkuð lengi á skrifstofunni,— hélt afi áfram. Þegar ég kom fram í búðina var karlinn enn að sniglast þar, ásamt nokkrum búðarslæpingjum. Ég skipti mér ekkert af honum. Hann stóð einn úti í horni, ákaflega vellulegur og eymdin skein af honum. Hann var þrút- inn í framan, og ég sá ekki betur en hann væri með tár í áugunum. Ég heyrði ógreinilega að hann var að tauta eitthvað við sjálfan sig, en ég gat ekki greint hvað það var, svo ég færði mig meðfram hillunum nær honum, en sneri þó alltaf bakinu í hann. Og nú fór ég að greina eitt og eitt orð hjá honum. Hann var eitthvað að muldra um Boggu sína og begrafelsi. Þá rann upp fyrir mér ljós. Sigfús hafði verið að biðja um úttekt vegna þess, að dauðsfall hafði orðið á heimilinu, en ekki getað stunið því upp. Ég fór inn á skrifstofuna aftur og kallaði á Framhald á bls. 141. Heima er bezt 127

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.