Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1972, Qupperneq 31

Heima er bezt - 01.04.1972, Qupperneq 31
daga kemur strandferðaskip, sem þau þurfa að kom- ast með til Reykjavíkur. Gamli maðurinn hefir pantað far hjá Flugfélagi íslands til Björgvinjar, en svo áfram með flugvél frá Braathen til Álasunds. Flugvélin fer beina leið frá Reykjavík til Osló og þaðan til Björgvinjar. Þetta hefir gamli maðurinn alk kynnt sér, enda talsvert vanur að ferðast, eink- um til Danmerkur og Bretiands. Gamli maðurinn hefir pantað farið með strandferðaskipinu. Ffann hefir sagt Sigrúnu frá því, en ekki sagt henni frá því, að ætlunin sé að fljúga til Noregs. Það er skemmtilegra fyrir þau bæði, að hún fái gleðitíð- indin í smáskömmtum, heldur en að fá þau öll í gúlsopa, hugsar gamli maðurinn og brosir með sjálfum sér. Hann er ánægður með það, sem áunn- izt hefir. — Gamli maðurinn nemur staðar, réttir vel úr sér og litast um. Því verður ekki neitað, að þetta er snoturt kauptún, hugsar hann með sér og lætur augun líða um nágrennið. Víða eru snotrir garðar hjá húsunum. Laufið er víst farið að springa út víðast hvar á trjánum í bezt skýldu görðunum. Já, enn einu sinni er að koma sumar. Þarna er ein- hver að aka húsdýraáburði á túnblett. Farartækið, sem hann notar, er ekki merkilegt, það eru gamlar hjólbörur. Gamli maðurinn sér ekki betur en hjólið víxlist nokkuð til við aksturinn. O, þetta gengur allt fyrir því. Líklega fær þessi maður ekki minna fyrir fyrirhöfn sína, heldur en stórbóndinn, sem notar stóran dreifara, dreginn af dráttarvél eða bíl. En hvað þessar hjólbörur minntu skemmtilega á hjólbörur, sem voru á æskuheimilinu. Flann var orðinn eitthvað 7 eða 8 ára, þegar börurnar voru keyptar, hvítar, hreinar og léttar í akstri. En líklega 5 eða 6 árum síðar voru þær einmitt svona. Dökkar, óhreinar, skröltandi hjól, annar kjálkinn brotinn, en spengdur með því að negld var fj<jl utan á hann. Já, þá voru tímarnir aðrir. Nú, það var víst bezt að halda áfram til hans Lalla. „Mikið léttara er nú yfir blessaðri Sigrúnu en að undanförnu. Brosið hennar er miklu bjartara," segir maðurinn í of stóru inniskónum við gamla konu, sem hefir bundið prjónaða þríhvrnu yfir axlirnar. Þau eru stödd úti í garðinum og róla nú hægt að dyrunum. Sigrún fer framhjá þeim, kinkar kolli til þeirra, brosir og býður þeim góðan dag. Hún er að- eins sloppin úr heyrnarmáli, þegar þessi athuga- semd er sett fram. „Það ku vera meiri ósköpin, sem hún er búin að harma þennan pilt sinn. Ég er hálf hrædd um, að hann sé ekki allur, Jrar sem hann er séður, fyrst hann gat farið að hlaupast frá þessari elskulegu stúlku," svarar konan með þríhyrnuna. Hún hefir stungið báðum höndunum undir langröndótta svuntu, sem hún ber. „Það hefir heyrzt, að stúlkan sé að taka sér langt frí, sér til hressingar, líklegt talið, að hún ætli heim til foreldra sinna.“ „Ég held að henni veiti ekki af því, stelpugrey- inu. Það er orðið óskaplegt að sjá hana, samanborið við útlitið hennar, þegar hún kom hingað fyrst.“ „Það er laglegt að sjá til ykkar, karls og kerling- ar, að vera að spássera svona saman fyrir allra aug- um,“ var sagt fyrir aftan þau, þegar þau voru að ganga inn í húsið. Þetta var gamall, alskeggjaður maður, kallaður Tommi æringi, því að vinsæl glettni hans og létta lund, voru talin í ætt við ærsl. „Við drögum okkur ekki í skuggann, eins og þeir, sem eru hræddir við að spássera á almannafæri.“ Það var konan með þríhyrnuna og langröndóttu svuntuna, sem svaraði. „Það skyggir nokkuð seint í kvöld, kelli min. Við verðum víst að seinka stefnumótinu,“ sagði Tommi æringi og hló, svo að stórt op myndaðist í skeggið, þar sem ætla mátti að væri staðsettur munnurinn. Þau gengu inn í húsið, en glaðlegir hlátrar þeirra smáþokuðust inn í þögnina og fjarskann. „Jæja, ég má víst til með að biðja þig um að búa þig undir það að fara suður með strandferðaskip- inu á mánudaginn. En þú ert nú líklega búin með þann undirbúning. En svo er það annað meira. Þú þarft að búa þig undir flugferð lengra,“ sagði gamli maðurinn. Gangastúlkan hans hafði tekið sér sæti á legubekknum. „Hvað ertu að segja? Eigum við að. . . . hvað meinarðu með því, að ég þurfi að búa mig undir flugferð? Ætlarðu kannski að láta okkur fljúga til annarra landa?“ spurði hún. „Já, það hafði ég nú hugsað mér. Ég er búinn að tala við foreldra þína. Allir pappírar eru í lagi. Far- seðlarnir hafa verið keyptir. í lok næstu viku fljúg- um við svo til Noregs.“ „Mér þykir þú segja fréttirnar! Fljúga til Noregs! Ég get varla trúað þessu. Það hefir verið draumur minn, frá því að ég var lítil stelpa, að fara þangað. Og nú á sá draumur minn að rætast. Ó, hvað þú ert góður við mig, afi minn,“ sagði hún og í fyrsta skipti í margar vikur kom óskert gleðibros á frítt andlitið. „Ég sé ekki annað ráð vænna. Eftir síðustu fregn- um að dæma, hefir Bjarni þinn farið til Noregs. Ég ætla okkur að finna hann þar. Það er megin til- Heima er bezt 139

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.