Heima er bezt - 01.02.1978, Page 4
EIRÍKUR EIRÍKSSON:
„Söngurinn á samleið
með sumri
og nýjum vonum“
Sagt frá Jónasi Tryggvasyni á Blönduósi
Við húnabraut 26 á Blönduósi er reisulegt hús á
tveim hæðum og á skilti í glugga á framhlið
neðri hæðar standa orðin: Blindraiðjan Björk.
Hér er bólsturgerð og verslun með húsgögn
sem blindur maður rekur, Jónas Tryggvason, með aðstoð
konu sinnar, Þorbjargar Bergþórsdóttur. Þegar ég litast
um hér inni blasa við mér fallega bólstruð húsgögn með
reglulega snotru handbragði. Ég kemst að raun um að
næmi þessa manns í fingrum er alveg furðulegt og reyndar
ofvaxið mínum skilningi.
Ég er kominn hér á fund hans að áeggjan mætra manna
sem telja lífshlaup hans merkilegt frásagnarefni og gott
dæmi þess hvernig fatlaður maður getur orðið fyllilega
hlutgengur í lífinu og til góðra verka nýtúr, ef við, hinir
sjáandi, leggjum ekki stein í götu annaðhvort af með-
aumkvun eða afskiptaleysi, eins og oft á sér stað í um-
gengninni við fatlað fólk.
Ég hygg að Jónas Tryggvason kvarti ekki yfir því að
Húnvetningar umgangist hann af einhverju velviljuðu
hlutleysi því þeir hafa fyrir löngu komið auga á það að
óhætt var að fela honum umsjá vandasamra og erfiðra
sveitarstjómarmála og til forustu hefur hann valist í tón-
listar- og tónmenntamálum héraðsins.
„Já, hann er merkilegur maður,“ sagði góðkunningi
minn á Blönduósi. „En ég hugsa nú aldrei út í það, og
sennilega mjög fáir hér, að hann sé það sem mætti nefna
fatlaður maður, því hann gengur að störfum sem alsjá-
andi.“
Séra Gunnar Ámason, sem eitt sinn var prestur á
Æsustöðum í Langadal og þekkti mjög vel til Jónasar,
skrifaði þau orð í afmælisriti um Karlakór Bólstaðar-
hlíðarhrepps að Jónas nyti „hvers manns virðingar sem
hann þekkja,“ og átti þá við þau störf sem hann leysti af
hendi með starfshæfni sinni og alúð.
Það er tvímælalaust gæfa Jónasar að samferðamenn
skuli hugsa svona og léttir honum byrðina og veitir styrk.
Ég byrja samtal okkar á því að spyrja hann um blind-
una. Hann segir mér þá að það séu ekki nema fá ár síðan
hann geti sagt að sjónin hafi alveg farið. Þó sá hann
ákaflega illa sem barn. Þegar hann var átta eða níu ára
gamall var farið með hann til augnlæknis sem taldi þetta
nærsýni sem laga mætti með gleraugum. Með þeim
margfaldaðist sjónin og hann taldi sig fleygan og færan
um tíma. Sjónin reyndist þó ekki betri en það að t.d. við
smalamennsku vildi hann frekar skilja fé eftir. Svo var
farið með hann til annars augnlæknis sem kvað upp þann
dóm að hann gengi með sjaldgæfan augnsjúkdóm sem
engin læknisráð þekktust við og mjög fáir hafa fengið hér
á landi.
Það má fara nærri um það að þessi úrskurður var mikið
áfall hinum unga sveini sem þó ekki æðraðist, og kom sér
nú vel að hann hafði hlotið mikinn sálar- og viljastyrk i
vöggugjöf.
I barnaskóla gat hann bæði lesið og skrifað þótt miklum
erfiðleikum væri bundið, og í gegnum skólann komst
hann. En fljótlega þar á eftir hætti hann að geta lesið.
Síðan smágekk á sjónina uns hún hvarf alveg.
Jónas Tryggvason er fæddur 9. febrúar 1916 í Finns-
tungu í Bólstaðarhlíðarhreppi. Foreldrar hans voru hjón-
in Tryggvi bóndi Jónasson og Guðrún Jónsdóttir sem þar
bjuggu.
Séra Gunnar Árnason hefur sagt, í riti því sem ég áðan
40 Heima er ben