Heima er bezt - 01.02.1978, Page 10

Heima er bezt - 01.02.1978, Page 10
Kvartettinn að loknum söng 1964. saumuðum, upphleyptum útlínum yfir hina fyrirhuguðu viðbótarbyggingu skólans, svo að Jónas gæti með næmum fingrum sínum gert sér grein fyrir hvemig smíða ætti og þá komið fram með breytingar ef honum þurfa þætti og teldi æskilegt. Ég sá þetta kort Þórhöllu og gerði mér á augabragði grein fyrir þeirri virðingu við Jónas sem að baki gerðar þess bjó. Eftir hina hörðu hreppsnefndarkosningu 1966 hefði mátt ætla að deilur milli minnihluta og meirihluta hreppsnefndarinnar yrðu svæsnar. Af viðtalinu við Jónas í Tímanum, sem ég áðan nefndi, kemur þó fram að þær urðu mun minni en búast mátti við. Meiri- hlutinn réð meira að segja sveitarstjórann úr hópi minni- hlutamanna. Mætir menn hafa sagt mér að þar hafi þeim ráðum Jónasar verið hlýtt að klæði skyldu borin á vopnin að orrahríð lokinni. Hafa það áreiðanlega verið heillaráð, því hún er ekki verri sú pólitíkin sem hvetur til sátta og samlyndis um gang framfara- og hugsjónamálanna, en hin sem blæs í herlúðra til atlögu. Þegar skrifað er um Jónas Tryggvason verður að minnast á skáldhneigð hans og margt ljóðið hefur hann ort um dagana. Margir vina hans og sýslungar vilja kalla hann skáld. Sjálfur vill hann eyða þeirri vegtyllu, saman- ber kvæði hans: 77/þeirra sem héldu að ég vœri skáld. Ljóð Jónasar hafa birst í blöðum og tímaritum, einkum þeim sem fjalla um húnvetnskt mannlíf og viðfangsefni. Árið 1959 kom út ljóðabók eftir hann sem hann nefndi Harpan mín í hylnum. \ bók þessari kennir margra grasa, svo sem hugleiðinga um lífið og tilveruna, æskuminning- ar, minningaljóð um kæra sveitunga og samferðamenn, ekki síst á vegum tónlistar. Einnig er þar að finna fagn- aðaróði um félagslegar framkvæmdir sem ganga skyldu til fylgdar „með þránni/sem lyftir sér hátt yfir hversdags- ins annir.“ Fróðlegt væri að fara orðum um þessi ágætu ljóð, því að vissuíega gefa þau betri innsýn í manninn sem stendur þeim að baki en nokkur önnur orð geta gert. Stuttur pistill leyfir þó slíkt ekki. Eg get þó ekki látið hjá líða að birta hér brot úr ljóðinu Flúðadrang, því þau segja svolítið ef grannt erskoðað: Þú stendur hér aleinn í straumnum. Þinn styrkur er samur í dag og í gær. Þú lætur sem finnist þér fátt um, er fjörlega báran á grynningum hlær og laugar þinn fótstall í ljóði um leið og hún ögrandi hverfur þér fjær. Þitt stolt er að eiga ekki afdrep í annarra skjóli, en kunna því best að standa þar einn af þér storminn, sem strangast er veðrið og átök þess mest. Og svo er sem illviðraógnin um aldirnar hafi ekki tönn á þér fest. Svo stendur þú áfram í straumnum — þinn styrkur er minni í dag en í gær. Hvert augnablik andvöku þinnar ber úrslitastundina vægðarlaust nær, er steypistu dag einn af stalli í straumkastsins iðu — en grunnvatnið hlær. Á öðrum stað í þessari grein birtist svo ljóð Jónasar um einmanann húnvetnska, Marka-Leifa. Margir telja þetta eitt besta Ijóð Jónasar og sýna hvers hann var megnugur á skáldskaparsviðinu. Þegar Hekla, samband norðlenskra karlakóra, efndi til samkeppni um texta við Heklusönginn, varð texti Jónasar fyrir valinu: Hefjum glaðir Heklusöng o.s.frv. Vitaskuld hefur jafnmikill áhugamaður um söng og músík og Jónas er samið nokkur sönglög. Lesendum til fróðleiks er hér birt eitt af lögum hans: Ég skal vaka. Ljóðið er eftir hann sjálfan. Skömmu eftir komuna til Blönduóss árið 1959 kynntist Jónas Þorbjörgu Bergþórsdóttur kennara sem kenndi við 46 Heima er hezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.