Heima er bezt - 01.02.1978, Side 12

Heima er bezt - 01.02.1978, Side 12
STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM: Hlaðir í Hörgárdal Norðlenskt sveitaheimili í byrjun 20. aldar Inngangur r ■ —g ólst upp á Hlöðum í Hörgárdal frá tveggja ára __j aldri til tvítugs (1905—1922). Fékk ég þá skynjað með forvitni og næmi bamsins og unglingsins ----- það, sem gerðist umhverfis mig, og fylgdist með og tók þátt í hinni daglegu önn allt frá því ég komst á legg og það því fremur sem ég ég var lengstum eina bamið á heimilinu. Tel ég það hamingju mína að alast upp á því góða heimili. Þar kemur fyrst til, að ég var þar með góðu fólki og hlaut á alla lund gott íslenskt sveitauppeldi, en einnig hefir það verið mér mikils virði og löngum ánægjuauki, að þar kynntist ég tveimur öldum, ef svo mætti að orði kveða. Fjöldamargt var þar með gömlu sniði 19. aldarinnar, enda þótt ekki yrði hjá því komist að umhverfið var 20. öldin, og varð að taka afleiðingum þess, þar á meðal alls þess umróts, mér liggur við að segja, byltingar, sem fyrri heimsstyrjöldin olli í þjóðfélaginu, og kyrrlátt sveitaheimili gat ekki skotið sér undan með öllu, þótt enn væri haldið fast í fomar venjur. Ég hefi rifjað upp þessar minningar um Hlaðaheimilið, því að ég tel að lýsingin geti haft nokkurt menningar- sögulegt gildi, þegar rætt er um tímamót 19. og 20. aldar, og einnig til að gjalda ögn upp í þá skuld, sem ég stend í við þetta æskuheimili mitt. Eins og ljóst kemur fram eru hér engar mannlýsingar og fátt sagt af atburðum, nema þar sem þeir voru nauðsyn efninu til skýringar. Nokkur nöfn verður þó að nefna, og vert er að minnast þess, að ég var í skjóli móður minnar Kristínar Jónsdóttur, sem annaðist alla matseld og innan hússtörf. Ég var því hvorki fóstursonur né tökubam heldur einhversstaðar þar á milli. Húsbændur voru Stefán Stefánsson og Margrét Þórðardóttir. Stefán var fæddur 1852, en Margrét var fáum árum yngri. Hann fluttist með foreldrum sínum að Hlöðum 11 ára að aldri, faðir hans dó skömmu síðar og gerðist hann því á unglingsárum fyrir- vinna á búi móður sinnar, uns hann tók við búi til fulls um tvítugsaldur. Búskaparárin voru því orðin býsna mörg, þegar ég kom að Hlöðum. Þá voru synir þeirra hjóna Þorsteinn og Halldór uppkomnir að mestu og stunduðu nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri. í sérstöku húsi bjuggu hjónin Ólöf Sigurðardóttir skáldkona og Halldór Guðmundsson trésmiður. Annars heimafólks verður get- ið, þar sem það kemur beint við sögu. Framan af árum var fast heimilisfólk 10—12 manns, en fækkaði síðar, en varð þó aldrei færra en 8. Auk þess var húsmennskufólk, sem oft vann búinu meira eða minna, og venjulega ein eða tvær kaupakonur og smali, kaupamenn voru sjaldan nema nokkra daga á sumri. (Til gamans má geta þess, að 1703 var 8 manns í heimili á Hlöðum, þar af 3 böm). Hið heimilisfasta fólk dvaldist þar allt árum saman, sumt öll mín uppvaxtarár. Telst mér til, að alls hafi 17 manns verið heimilisfast á búinu samtíða mér. Þetta segir sína sögu og gefur nokkra innsýn, sem var á öllum heimilisbrag. Mikið miseldri var á heimilisfólkinu, þegar ég kom að Hlöðum, elst var Þórey, móðir Stefáns bónda um nírætt, en ég yngstur á þriðja ári. Segja mátti, að heimilisfólkið skiptist í 5 aldursflokka, mér liggur við að segja kynslóðir, ef talið er eftir aldursmun. Seinna færðist aldurinn ögn saman, Þórey dó 92 ára og ég hækkaði í lofti og að árum. Allt um þetta miseldri fólksins var það allt ein órofa heild að heita mátti. Þar kom hvorki fram stétta- né kyn- slóðabil. Eldra fólkið leiðbeindi unglingunum, og þeir uxu upp í störf og umhverfi heimilisins átaka- og hljóða- laust. Enginn dró í efa eign húsbóndans, en allt heimilið hjálpaðist með einum hug að því, að búskapurinn gengi sem best. Það var sameiginlegt áhugamál allra, mér liggur við að segja metnaðarmál, að sem best heyjaðist, og féð gengi sem best fram og gæfi mestan arð. A sama hátt snerti það allt heimilið, ef eitthvert óhapp kom fyrir. Mikið var unnið og af kappi, og vinnutími var langur, svo að mörgum þótti meira en nóg um, en sjaldan heyrðist þó óánægjurödd í þá átt. Þar bætti áreiðanlega úr, að hús- bóndinn, sem var kröfuharður um vinnu fólksins, hlífði sjálfum sér minnst allra. Hann gekk ótrauður í erfiðustu og verstu verk, sem til féllu, og naut að jafnaði skemmri næturhvíldar en aðrir, a.m.k. um háannatímann. Allir neyttu hins sama matar, sem var ríkulega framreiddur. Sums staðar í sveitinni var þó siður, að húsbændur og 48 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.