Heima er bezt - 01.02.1978, Page 14

Heima er bezt - 01.02.1978, Page 14
Stefán Stefánsson, bóndi á Hlöðum. Hörgárdalur blasi við fram í botn, og lokar þar Grjótár- dalshnjúkur útsýn. Til norðurs er opin sýn til hafs úti í fjarðarmynni, þarsem miðnætursólin syndir í haffletinum um sólstöðumar. „Siglir í hafi sólarskip“, kvað Ólöf á Hlöðum. Látraströndin allt norðan frá Gjögurtá, og Höfðahverfi blasa við og yfir þeim gnæfir Kaldbakur í öllu sínu veldi og nýtur sin óvíða betur. Opin er sýn að Laufási og um nyrsta hluta Svalbarðsstrandar nokkuð inn fyrir Víkurskarð, en er innar dregur byrgir hæðin fyrir ofan bæinn sýn til bæja á Svalbarðsströnd, en vel sér til efsta hluta Vaðlaheiðar. Til suðurs er fjallasýn mikil og fríð. Þar rís fjallabálkur Vindheimajökuls upp fyrir miðju austan frá Stórahnjúk og vestur á Vindheimaöxl, en upp úr honum miðja vegu rís Strýta eins og píramídi, en mestur hluti jökulsins blasir við í suðurhlíð Fossárdals. Austan þessa fjallabálks er Glerárdalur og skilur hann Súlur frá meginfjallinu, en að vestan er Bægisárdalur, og sunnan hans Landafjall í Öxnadal. Súlur og Landafjall skapa jafnvægi í hina miklu mynd. Fjöllin milli öxnadals og Hörgárdals blasa við, en Hraundrangi sést þó ekki, nema þokuhnoðri liggi í skarðinu sunnan undir honum annars rennur hann saman við fjöllin að baki. Það spáði ætíð úrkomu, ef Drangi sást. Eins og fyrr getur sést öll vesturhlíð Hörgárdals, og í vestri „standa hnjúkamir 50 Heimaerbezt stilltir í röðum með starandi andlitin beint móti Hlöðum“ segir Ólöf. Þar er Staðarhnjúkurinn upp af Möðruvöllum bringubreiðastur og svipmestur. Að Hlaðalandi liggja lönd þessara jarða: Skipalóns að norðan, Gása, Dagverðareyrar og Glæsibæjar að austan en Tréstaða og Djúpárbakka að sunnan. Svo voru mér kennd landamerki í æsku: Að vestan ræður Hörgá, að norðan lína úr Sandhólum (nafnið var ætíð haft í fleirtölu) nokkur ágreiningur var um, hvar miðað skyldi við Sandhóla en venjulega þó talið um þá miðja og sjónhending í Gunnsteinsþúfu, og frá henni í merkjavörðu beint norður af Hvasshól. Sú varða var löngu horfin, en Stefán bóndi vissi nákvæmlega, hvar hún stóð. Að austan voru merkin úr umræddri vörðu í Hvass- hól og þaðan suður Neðstuhæð um háhæðina og suður eftir í Stórhæð. Að sunnan lágu slitur af gömlum merkja- garði frá Stórhæð niður í norðanverða Messuklauf og þaðan í krókinn á Tréstaðalæk við norðausturhom túns- ins, réð lækurinn síðan merkjum í Hörgá. Við ána er grasbakki, kallaður Tréstaðahólmi, var hann þrætuland milli Tréstaða og Djúpárbakka, en ofan við hann átti Djúpárbakki landræmu norður í Tréstaðalæk. Þegar girt var á merkjum keypti Stefán á Hlöðum dálitla skák af Djúpárbakka sunnan við lækinn, var það nokkurra hesta Þorsteinn Stefánsson, Hlöðum.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.