Heima er bezt - 01.02.1978, Síða 19

Heima er bezt - 01.02.1978, Síða 19
í þessum litla dal bjó faðir hans, en jörðin var of lítil fyrir tvo, svo Anselm fór til Osló fékk þar vinnu. Frá Osló var konan hans Anselm, og þar voru börn þeirra fædd, stúlka 18 ára og drengur 16 ára, sem nú stundaði nám á Kleiva bændaskóla og myndi ljúka því næsta vor. Fyrir þremur árum kom Anselm aftur heim í dalinn sinn, tók við jörð og búi foreldra sinna, er treystu sér ekki til að búa lengur en fluttu þá í litla húsið. Hús voru gömul og ónóg, svo hann byggði strax, íbúðarhús og fjós. Jörðin bar ekki nema 15 kýr auk viðkomu, því ætlaði hann að byggja í vor hús yfir 200 slátursvín. Þá myndi búið skila góðum arði. Nú var sest að borðum. Heimabakaða brauðið var hreint hnossgæti. Svo kom terta, auðvitað gómsæt, sem allir neyttu, og hélt nú Flóa karl að hér væru veislulok, en þar feilreiknaði karl sig illa. Brátt sækir frú Björg aðra tertu ekki síður girnilega. Nú fer málið að vandast en ekkert undanfæri, allir verða að fá á diskinn, þó rúmið sé lítið fyrir allar þessar kræsingar. En það er bara ekki allt búið ennþá, því eftir smá stund fer frúin enn af stað og kemur með geysistóra rjómatertu skreytta með allskonar ávöxtum, nú áttu gestirnir fyrst að fara að hafa sig að góðgætinu. Nú var Flóa karli öllum lokið, en ekki kom til mála af hafa slíka hentisemi og Egill á Borg forðum hér á meðal vina á góðri stund, hér var um aðeins eitt að ræða að standa sig sómasamlega en slíka rausn í veitingum hafði hann aldrei áður þegið. Og vinarylinn frá norskum frændum, sem lagði til gestanna eins og vorsólargeisli svo undursamlega hlýr, hér var hamingjukvöld. Nú var ekið í hlað, húsbóndinn fer til dyra og býður gestum inn. Hér voru komin frú Britt og Kjell Jensen einmitt sá sami og hélt erindi um skógrækt á bændaskól- anum fyrr í kvöld. Hann býr hér vestar á eynni og aðeins með sauðfé, 150 fjár og er það stórt bú hér. Hann notar beit aðeins framan af hausti, vetrarrýir allt féð og markar lömb áður en sleppt er og nú er annatíma lokið. Langey er aðeins 21 kílómetri á breidd og því er stutt á sumarhaga fjárins, og stuttar haustleitir. Samkvæmt niðurstöðum sauðfjárræktarfélags Langeyjar eru félagar 26 að tölu, með 612 vetrarfóðraðar kindur, ull pr. kind 3.6 kíló, lömb Kirkjan í Tromsey. Hér sést vel hið nýtískulega form hennar. á vetrarfóðraða kind 1.46, fallþungi 44 kg, fallþungi á vetrarfóðraða kind 64.6 kg, lambatap yfir beitartímann 4.0% og eiga rándýr þar stóran þátt að. Féð er enskt langhala fé. Nú voru glös fram borin og í þau rennt sólarvatni. Flóa karlinn lét sér þó nægja miðnætursólina, sem varpar mildri birtu yfir litla fjalladalinn. Það kom því í hlut íslensku húsmæðranna og Eyþórs, sem var hrókur alls fagnaðar, að neyta þessara sólarveiga, og bjarga heiðri landans. Að gestaboði loknu, óku norsku hjónin gestum heim að Kleiva og áttu með gestum sínum smá kveðjustund, er skipst var á smá vinargjöfum. Slíkt gestaboð hafði Flóa karl aldrei áður lifað og mun alla tíð minnast þessara norsku vina þakklátur fyrir að hafa fengið að lifa slíka stund. Tíminn er ótrúlega lúmskur að fljúga frá manni, kominn 16. júní og kveðjustund á Kleiva eftir góðan morgunverð. Skólastjóri ásamt starfsfólki kemur á hlað út, hlý handtök, vinarkveðjur. Að Iokum er kvatt með íslensku lagi. Bílunum skilar vel norður með sundinu. Á mótum Sortlandssund og Gavlfjörd er mjótt sund. Stór brú, sem skipfært er undir, tengir eyjar saman. Er yfir brúna er komið blasir við lítið þorp, Strönd. Þá tekur við stærsta eyjan í þessum eyjaklasa, Hinney, segir Agnar. Annars er svæðið sem um er ekið kallað „Lödingen". Undirlendi er all vítt í daladrögum undir gnæfandi fjöllum. Áður fyrr óð hér síld inn vog og vík. Síldarverksmiðjur eru hér á stöku stað og úr sumum rýkur. Kannski eru þær að bræða loðnu eins og heima, hver veit? A þessum eyjum var áður fyrr mikil loðdýrarækt, refur og minkur, enda nokkur ennþá. í mynni Sigerfjörd er mikil snjóflóðahætta í snarbröttum fjallahlíðum. Þó skógurinn veiti viðnám, setjast hengjur á brúnir fjallanna, sem hlaupa fram. Slíkt gerðist hér á síðasta ári. Flutti það snnjóflóð með sér nokkur hús á sjó út og þrír menn létust. Greinileg merki þessa atburðar eru auðsjáanleg í snarbrattri fjallshlíðinni. Handan Sigerfjörd blasir við hátt fjall, Gullhoms fjallið, segir Agnar, Brúin í Tromsey. Hin sérkennilega nýtísku kirkja sést fremst á myndinni. Heimaerbezt 55

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.