Heima er bezt - 01.02.1978, Qupperneq 28
Hin leikandi bragsnilld Guðmundar Guðmundssonar
skálds hefur örvað mörg tónskáldin okkar til verka. Mér
telst til að 23 tónskáld hafi samið yfir 200 lög við ljóð hans
og ljóðabálka. Dreg ég í efa að nokkurt skáld á íslandi hafi
notið slíkrar tónskáldahylli. En þótt svona mörg lög hafi
verið samin við ljóð Guðmunndar hefur aðeins lítill hluti
þeirra verið kynntur almenningi. Þykir mér trúlegt að
þau séu fleiri lögin við kvæði Steingríms Thorsteinssonar
sem þekkt eru, þar á meðal þau erlendu, sem fylla myndu
langan lista.
Guðmundur var Rangæingur, fæddur á þjóðhátíðarári
1874 að Hrólfsstaðahelli. Mörg ljóða hans fjalla um æsku-
byggðina, þar á meðal neðanskráð sem þrjú tónskáld hafa
samið lag við: A.J. Johnson, Árni Thorsteinsson og ísólfur
Pálsson.
AUSTURFJÖLL
Þið ljómið heið og breið og blá,
mín björtu austurfjöll!
Þar kveiktu ljósin bros á brá
í bernsku álfahöll.
Það birtir alltaf yfir mér,
er æsku guðavé
í anda við mitt hljómspil hér
ég há og fögur sé.
Af lýsigulli loga slær
um ljósa hlíð og dal,
er mildur andar aftanblær
um álfakonungs sal.
Úr perlugljáa glitberg rís
með glóspöng yfir brún,
þar bláeyg situr blómsturdís
og blessar yfir tún.
Þar man ég græna laut hjá lind,
er líður suður mó, -
þar fæddist æskuást mín blind
og ung í tárum dó.
í ljóma kvöldsins leið hún inn
í loftsins safírhöll, -
hún birtist mér í sérhvert sinn,
er sé ég austurfjöll.
Um júnídægrin ljós og löng
er leiðin tónum greið
við fjaðrablik og svanasöng
um sumarveldin heið.
Ég svíf í ókunn undralönd
hve yfir þeim er ljóst!
mér réttir aftur æskan hönd
með eyrarrós við brjóst!
Um hugann leggur hlýjan straum,
er hljóðs og stuðla föll
úr fortíð grafa gleymdan draum
og gull mín heil og öll.
- Þið spyrjið víst hvað valdi því
að vöknar mér um brá:
Svo skær er bjarminn augum í
um austurfjöllin blá!
Ég hef heyrt ýmsa hafa það á orði að of mikillar til-
finningasemi gæti í ljóðum Guðmundar og þessvegna séu
þau ekki í samræmi við raunveruleikann. Satt er það að
Guðmundur fékkst ekki við það að draga upp mynd af
soranum í mannlífi. En það ber að hafa í huga að hin
rómantíska viðkvæmni, sem mjög setur mark á ljóð hans,
túlkar aðeins viðhorf kynslóðar hans til skáldskapar, en í
honum æsktu menn að sjá dýrð fegurðar og drauma og
best sést á þeim viðtökum sem ljóð hans fengu strax í
byrjun. Guðmundur orti annars harmþrungin kvæði um
ástir og svik og sorgir, einnig um fegurð landsins og dýrð
íslenskrar náttúru og þjóðtrúna, sbr. Kirkjuhvoll, sem varð
strax vinsælt með eldingarhraða, ekki síst vegna laga
þeirra séra Bjarna Þorsteinssonar og Árna Thorsteins-
sonar.
Guðmundur taldi sig mikinn hamingjumann í lífinu
eftir að hann kvæntist Ólínu Þorsteinsdóttur og eignaðist
með henni dætumar þrjár, Hjördísi, Steingerði og Drop-
laugu. Um það vitnar best ljóð hans, Heima, sem Jóhann
Ó. Haraldsson tónskáld samdi lag við.
HEIMA
Ég uni mér best við arin minn,
og elskan mín situr með bros á kinn
og raular í vökunni sönginn sinn
við sofandi glókolla mína.
Ég sit við borðið og les þar ljóð,
er loginn snarkar á aringlóð
og brosandi geislar af gömlum óð
sem góðvina bráleiftur skína.
Og hvar sem ég lít er Ijósbrot eitt,
í litlu stofunni er bjart og heitt,
frá dagstriti hvílist þar höfuð þreytt
í heimilisfriðarins ríki.
Sem barnsaugu horfi’ inn í hjarta mér,
með himneskan unað í för með sér,
hvert smávægið ylríki’ og birtu ber
í brjóst mér — í engils líki.
Mér finnst ég við allt og alla’ í sátt,
til einhverra þrekvirkja finn ég mátt, —
ég kenni hvem einasta andardrátt
af elskunnar ljósvaka þrunginn.
64 Heima er bezt