Heima er bezt - 01.02.1978, Síða 31
Skildi konungur helming liðsins eftir í skarðinu undir
stjórn Hreiðars jarls og hélt þegar að því búnu áleiðis
heim til höfuðborgarinnar. Taldi konungur, að þangað
hefði Valgeir greifi leitað, fyrst honum mistókst, að ná
skarðinu. Varð konungur þarna sannspár, eins og seinna
sannast.
22. kafli.
VÖRNIN VIÐ HÖLLINA.
Hin fyrsta nótt leið tíðindalaust og næsti dagur. Þann dag
allan riðu herflokkar látlaust fram hjá borginni Sólvangi.
Úr turninum mikla sást út yfir alla borgina. Fjöllin miklu
lágu í fjarska, blámóðu vafin.
Þarna uppi í fjöllunum og að baki þeim var hildarleikur
háður, þar sem barizt var um, hvort ríkið Garðaveldi yrði
áfram undir stjórn konunganna Manfreðs og Bjarnharðar
eða undir stjórn þeirra, sem inn í landið réðust.
Engum var rótt þama heima. Engin frétt barst frá
Bjamharði og mönnum hans. Þó gat varla annað verið en
þeim hefði tekist að ná fjallaskarðinu og verðust þar, því
annars væru óvinirnir komnir. Á fjórða degi eftir brottför
konungsins fékk Manfreð konungur boð frá verðinum, að
nauðsyn bæri til, að hann sjálfur kæmi upp í turninn.
Komungur brá þegar við og fór á fund varðmannsins.
„Var það eitthvað, sem þú sást,“ mælti konungur.
„Já, herra. Tíu fylkingar fóru inn í borgina Sólvang, en
ekki nema níu út úr henni aftur. Einnig sá ég mann
laumast að dyrunum, sem eru á varnarmúrnum bak við
höllina. Eitthvað er óhreint við það. Þetta vildi ég segja
yður, herra, milliliðalaust.“
„Þakka þér fyrir, Hörður,“ mælti konungur. „Hafðu
nánar gætur á öllu. í nótt mun til tíðinda draga, ef svikarar
hugsa sér til hreyfings. Það mun ekki seinna vænna fyrir
þá.“ Að svo mæltu gekk konungur aftur niður í turninn til
sinna manna. Á leiðinni kom hann við hjá drottningu
sinni og dóttur. Hann sagði þeim, hvers vörðurinn hefði
orðið vis, og kvaðst búast við því, að hér væru svik í tafli.
Nú væri sá tími kominn, sem svika væri von. Þeir þyrðu
varla að bíða lengur, ella töpuðu þeir tækifærinu, sem nú
byðist þeim.
„Hvað ætlar þú að gera, Manfreð konungur, ef hér eru
svik á ferðum?“ mælti Hróðmar.
„Það þyrfti að senda njósnara út í borgina,“ svaraði
Manfreð konungur. „Heil herdeild dylst engum. En
hvemig myndir þú haga vörnum, Hróðmar, ef svik eru í
vændum?“
„Ég myndi gera þetta, sem þú talaðir um. Einnig myndi
ég kalla alla varðmenn burtu af hallarmúmum. Þeir eru
svo fáir, að þeir fá engri vörn við komið, ef ráðizt verður á
höllina af heilli herdeild og árás gerð á mörgum stöðum í
senn. Þama eru til vamar nokkur hundruð manna. Suma
myndi ég senda til hjálpar þeim, er verja eiga hina sjúku,
en hina tæki ég hingað til hjálpar við vamir tumsins.“
„Þetta er í meginatriðum það sama, sem ég hafði ætl-
að,“ mælti konungur. „Hér er ekki margra kosta völ.“
Fljótlega kom sá aftur, sem sendur hafði verið að njósna
um herdeildina, sem í felum var. Heil herdeild var auð-
fundin grá fyrir jámum.
Maðurinn hafði komizt mjög nærri hermönnunum,
sem ekki þekktu hann frá öðrum borgarbúum.
Maðurinn skýrði svo frá: „Ég heyrði þá tala um, að
fyrst ættu fáir menn að læðast í næturmyrkrinu að bak-
dyrum á varnarmúrnum, sem þá myndu ólokaðar vera og
opna aðalhliðið, svo herdeildin kæmist óhindruð inn í
kastalagarðinn.
Þar næst á að brjóta upp vígturninn, ræna öllum tignum
konum og flýta svo förinni til Hamraborgarkastala.
Þann sem fyrir þessari herdeild er, heyrði ég nefndan
Álfgeir greifa."
Manfreð konung setti hljóðan. „Ills er af illum von,“
mælti hann. „Far þú, Valbjörn, og biddu foringja varn-
arliðsins að finna mig strax.“ Valbjörn fór þegar.
„Þetta er röskleikamaður,“ mælti Hróðmar, sem nú
vildi ekki láta framar nefna sig konungsnafni. Hann hafði
einnig óskað eftir uppgjöf á hirðsiðum öllum, á meðan
ófriður væri og viðsjálir tímar.
Þessi mikla kempa sagðist hafa hugboð um, að nú væri
sín ævi bráðum á enda. Sagðist hann helzt vildi láta lífið
fyrir þetta tigna fólk, sem hér væri í varnaraðstöðu. Sér
væri og skylt að verja tengdadóttur sína, Elísu, fyrir allri
vansæmd.
Þessi orð, sem nú hafa skráð verið, talaði Hróðmar
Valdimarsson í afmælishófi daginn áður, en þá var Elísa
23 ára gömul.
Yfirforinginn kom, fékk fyrirskipanir og fór aftur.
Hann átti þegar í stað að koma inn í vígturninn, með fáa
menn, en hina skyldi senda til sjúkrahússins til varnar þar.
„Eitt skil ég ekki,“ mælti Hróðmar. „Hvers vegna svik-
arar sitja á svikráðum við annan eins þjóðhöfðingja og þú
ert?“
„Margt hefði mátt fara betur í minni stjórnartíð, en
orðið hefur,“ mælti Manfreð konungur.
„Ríkið er víðlent. Tekjurnar miklar og valdið þó mest,
sem getur orðið beinlínis voðalegt, ef það væri í höndum
illræðismanna, eins og þeirra Valgeirs greifa og Álfgeirs
illa. Næðu þeir í þetta vald, þá myndi verða í þessu ríki
ógnarstjórn manndrápa og níðingsverka. Þó er Álfgeir
greifi mikið verri. Hann er blauður óþokki, sem þyrfti
sannarlega að afmá.“
„Látum þá koma, þessa svikahunda,“ mælti Hróðmar
og reis á fætur í allri sinni stærð. „Já, komi þeir bara. Þeir
reikna með sigri , en eitt taka þeir auðvitað ekki með í
reikninginn. Þeir munu hafa með sér útbúnað til þess að
brjóta hurðina á turninum með. Látum svo vera. En þá
eiga þeir eftir að komast upp stigann. Ætli þeim bregði
ekki í brún, þegar þeir sjá tröllkarlinn Hróðmar Valdi-
marsson standa við hlið kempunnar, Björns sterka, til
varnar við uppgöngu upp í turninn.“
„Vel sagt, Hróðmar Valdimarsson," mælti Manfreð
konungur.
„Komum nú upp í turninn, þangað sem drottning mín
Heimaerbezt 67