Heima er bezt - 01.04.1981, Page 5

Heima er bezt - 01.04.1981, Page 5
Gömul mynd af Þóroddsstöðum. ; ! ”111 örfáar kindur. Þegar við fluttum til Ólafsfjarðar voru þar menn eins og Þorsteinn Jónsson, sem var mikill frömuður í uppbyggingu staðarins. Hann var þá búinn að byggja mikið hús, sem kallað var Hái-skáli og var að mestu úr timbri. Þá voru Páll Bergsson og Svanhildur Jörundsdóttir þar einnig og ráku verslun, sem einnig byggðu sér timbur- hús, sem enn stendur og kallað er Pálshús. Samhliða versl- uninni rak Páll umfangsmikla útgerð. Um 1915 flutti Páll burtu, en þá kom bróðir hans Árni Bergsson og hann tók við fyrirtækjum bróður síns. Fyrst var auðvitað róið á ára- bátum, en upp úr 1904 ruddu mótorbátarnir sér rúms. Faðir minn byggði þá mótorbát með Snorra Jónssyni, sem bjó hér á Akureyri, en faðir minn hafði lært smíðar hjá honum á sínum tíma. Þennan bát gerðu þeir Snorri út í nokkur ár með góðum árangri. Niðri í Horni byggði pabbi einnig sjóhús og bryggju þar framan við. Ólafsfjörður er fyrir opnu hafi og engin höfn, misstu því margir útgerðar- menn báta sína í norðanáttinni. Engin aðstaða var til að taka bátana á land á haustin á Ólafsfirði og þurftu sjómennirnir því að sigla þeim inn á Akureyri til að setja þá á land. Svo voru bátarnir settir fram um páskaleytið og siglt til Ólafsfjarðar.“ — Var ekki einangrun Ólafsfjarðar mikil á þessum ár- um? „Jú, það var eiginlega ekki um annað að ræða en ferðast með bátum og þá var helst farið inn á Akureyri, því þótt verslun væri á Ólafsfirði, þá voru aðalviðskiptin við Akur- eyri. Þar fengu menn t.d. allt það sem þurfti til útgerðar- innar, en fiskurinn var að mestu leyti verkaður heima fyrir og settur í skip á haustin sem komu þá við á Ólafsfirði. Fyrr á árum var enginn læknir á Ólafsfirði og ef læknis var þörf þurfti maður að fara gangandi til Dalvíkur þar sem læknir var. Voru það oft erfiðar ferðir.“ — Hvar var þá farið? „Aðallega Grímubrekkur, sem eru miðsveitis, beint á móti Þóroddsstöðum. Einnig var hægt að fara Dranga, Það var styttri leið en erfiðari, en vegna þess að símalínurnar lágu yfir Grimubrekkur, þá kusu menn þá leið frekar; þá var hægt að styðjast við þær ef vond veður gerði. Ef læknis þurfti með á vetrum þurfti að róa inn á Dalvík eftir honum, því þá voru mótorbátarnir inn á Akureyri.“ — Svo við víkjum nú að iðngrein þinni. Hvenær byrjaðir þú smíðanám? „Fyrst í stað var ég með föður mínum átján ára gamall. Um tvítugt hleypti ég heimdraganum, ég var orðinn þreyttur á að stússa í búskap og langaði að taka þátt í síldarævintýrinu, þar gat maður haft góð laun. Ég dreif mig því á mótornámskeið inn á Akureyri, þó ég hefði aldrei séð Heima er bezt 113

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.