Heima er bezt - 01.04.1981, Síða 15

Heima er bezt - 01.04.1981, Síða 15
íþróttavöllurinn á A Iftabáru. Ý msar nýjar æfingar voru teknar upp, félagar komu sér upp leikfimibúningi, hvítum bol og hvítum síðbuxum, ennfremur var Árni Jónasson á Grænavatni fenginn til að spila á orgel fyrir æfingum. Félagið hélt skemmtifund til ágóða fyrir íþrótta- vallarbygginguna og sýndu þar leik- fimi 18 félagar undir stjóm Sverris Sigurðssonar. Aðeins var unnið 2 daga að íþróttavellinum um sumarið og var plæging vallarstæðisins þá langt komin. Mikið efni var aftur á móti keypt til framkvæmdanna og tekið var lán til að standa straum af kostn- aði sem leiddi af vallarbyggingunni. Veturinn 1939-1940 æfðu félagar enn leikfimi. Töluverður áhugi var einnig meðal þeirra á íslenskri glímu. Var hún æfð þó nokkuð undir leið- sögn Geirfinns Þorlákssonar sem var um þessar mundir í hópi bestu glímumanna landsins. Félagið efndi til skemmtifundar um vorið eins og svo oft áður. Hófst hann á því að sýndur var smáleikurinn „Happið“. Á fundinum fór fram leikfimisýning og sýndu 13 manns í einum flokki. Sýnt var úti. Einnig var sýnd glíma. Auk þess voru til skemmtunar dans og ræðuhöld. [Aðalfundur félagsins var haldinn 19. mars og var stjórnin öll endurkjörin.] Um sumarið var byggingu íþrótta- vallarins haldið áfram. Var lokið við að plægja og herfa völlinn að mjög miklu leyti þá um sumarið. Ekið var mold úr gamla Skútustaðabænum í völlinn á bíl og úr henni jafnað. Þá var sú breyting gerð á þjóðveginum sem Ungmennafélagið fór fram á 1931. Fékkst mun betra pláss fyrir völlinn með því móti. Enn má sjá sneiðinginn niður Sandbrekkuna þar sem vegur- inn lá niður á Báruna. Auk þess mótar fyrir gamla veginum eftir endilöngum velllnum, eins og fyrr segir. Veturinn eftir voru mjög fáar íþróttaæfingar á vegum félagsins og engin íþróttasýning. Hins vegar var unnið þeim mun meira við vallar- gerðina sumarið eftir (1941) og lauk byggingu vallarins sjálfs auk þess sem hann var girtur á 3 vegu. Eingöngu voru notuð hesta- og handverkfæri við vallargerðina. Allt vallarstæðið var plægt og herfað með gömlum hestaverkfærum og jafnað með rek- um. Jöfnun var mikil því að eitt hornið, suðausturhornið, var mikið lægra en hin. Vinnsla var afar erfið með þessum verkfærum. Landið var mýrlent að hluta og með viðar- og mosaþúfum. Mýrlendið var afar seigt og sérlega erfitt viðfangs. Milli 10 og 20 manns unnu heila nótt að lokafrá- gangi vallarins. Jafnað var og sáð, síðan herfað niður og valtað. Til tals hafði komið að fá dráttarvél til að létta verkið en af því varð þó ekki enda líklega aðeins ein dráttarvél til i héraðinu um þessar mundir. Á aðalfundi félagsins 13. apríl 1941 var ákveðið að ganga í Iþróttasam- band íslands og var það gert. Seinna, eða árið 1943, veitti svo Í.S.Í. Leik- fimisfélaginu styrk að upphæð krónur 1000,00 vegna vallarframkvæmd- anna. Aðalfundur félagsins 1942 var haldinn 5. júní. Þá var Þorgrímur Starri kosinn formaður félagsins 1 stað Geirfinns Þorlákssonar sem féll frá um veturinn. Sverrir Sigurðsson var kjörinn ritari. Árið eftir urðu enn mannaskipti i stjórn. Þá voru Baldur Þórisson, Baldursheimi og Böðvar Jónsson, Gautlöndum kosnir í stað Sverris og Jón Kristjánssonar. Þessi ár, 1942 og 1943, fór fram fullnaðarfrágangur vallarins en aldrei hlaut völlurinn þó formlega vígslu enda Leikfimisfélagið að líða undir lok þegar völlurinn var fullgerður. I árslok 1943 var formlega gengið frá afsali eigenda Álftagerðis á lóð vall- arins. Var Leikfimisfélaginu afhent landspildan til fullrar eignar og afnota gegn eftirfarandi skilyrðum: „1. Að eigendur og ábúendur Álftagerðis hafi grasnytjar, aðrar en gripabeit, af íþróttavellinum á hverjum tíma, 2. að Leikfimisfélag Mývetninga sjái um að ætíð sé trygg girðing umhverfis íþrótta- völlinn, 3. að hvenær sem hætt yrði að nota lóð þessa fyrir íþróttavöll falli hún endurgjaldslaust til eignar þáverandi eig- endum Álftagerðis með þeim umbótum sem á henni hafa verið gerðar." Leikfimisfélagið áskildi sér aftur á móti rétt til „að mega, síðar meir, afsala sér íþrótta- vellinum með tilheyrandi lóðarréttindum til annars félagsskapar í Mývatnssveit sem framfylgir sama markmiði um íþróttir eins og Leikfimisfélagið enda gangist fé- lagið að öllu leyti undir þau skilyrði sem sett eru í bréfi þessu.“ Með þessu ákvæði var beinlínis gert ráð fyrir því að Ungmennafélaginu yrði gefinn völlurinn einhvern tíma. Kostnaður við völlinn varð innan við 900 krónur í peningum, aðallega vegna efniskaupa því að aðkeypt vinna var sáralítil. Gjafavinna félaga var hins vegar geysimikil. Aldrei var haldin nein skrá yfir hana svo að ekki er hægt að segja til um það með neinni vissu hvert peningagildi hennar var. Tekna var aflað með ýmsu móti, að- allega með árgjöldum og skemmti- fundahaldi. Síðasta sumarið var heyið af vellinum einnig selt. Þá fékk félagið og 150 króna gjöf frá Ásmundi Guðnasyni á Grænavatni og 35 krón- ur frá Pétri Jónssyni á Gautlöndum. Heima er bezt 123

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.