Heima er bezt - 01.04.1981, Side 17

Heima er bezt - 01.04.1981, Side 17
SIGTR YGGUR SÍMONA RSON: Förukona (á mannfellisöld). Ég var ung þegar eignaðist mann, af ást til hans hjarta mitt brann. Hann göfgi var gœddur, af góðkyni fceddur. Ég engan hans jafningja fann. Innan skamms var hann andvana — nár, mín örvœnting harmkvalasár. Þó birtu sá bjarta, þó brosti mitt hjarta, er ég fœddi minn frumburð, það ár. En viðsjál er veröld og grá og vesölum örlögin flá. Á húsgang ég lenti, í fótspor mín fennti, í faðmi bar hvítvoðung þá. En fáir þá bœttu mitt böl, mér betlið varð sálskemmd og kvöl. Ég var hjálpvana hrakin, nœstum því nakin, út á Nástrandar bjargleysu möl. Það var helmyrkt um hauður og sjó, um hjarnið ég fœturna dró. Mig hundelti kífið, ég hataði lífið — daginn sem barnið mitt dó. UNA Þ.ÁRNADÓTTIR: Hugurinn reikar víða Kveð ég ein á kaldri strönd, köld er gjólan stríða. Hrímguð eru mín hugarlönd og horfin sumarblíða. Hugurinn reikar — hugurinn reikar víða. Fyrrum sat ég í fjallasal, fagurt var til hlíða. Ljúft var að hlýða á lœkjahjal og lóusönginn blíða. Hugurinn reikar — hugurinn reikar víða. Faðir minn átti friðsœlt ból, þar fann ég engan kvíða. Dreymdi mig þá um sumar og sól og sveina yndisfríða. Hugurinn reikar — hugurinn reikar víða. Fokið er núflest í skjól, nú finn ég oft til kvíða. Árlafer ég oft á ról og ár og dagar líða. Hugurinn reikar — hugurinn reikar víða. Ofurlítið á ég skjól, þá ógna byljir hríða. Aldrei hœðist ég illskufól, ég enn ber traust til lýða. Hugurinn reikar — hugurinn reikar víða. Uni ég mér við aftanskin, þá úti er veðurblíða. Mig dreymir ekki undir dökkum hlyn til dimmra ævitíða. Hugurinn reikar — hugurinn reikar víða. Heimaerbezt 125

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.