Heima er bezt - 01.04.1981, Síða 22

Heima er bezt - 01.04.1981, Síða 22
að sprengja stórbrú eina yfir á, sem féll í djúpu gili. Við bárum sprengi- efni í bakpokum okkar nótt eftir nótt ofan af fjalli, og komum því fyrir undir brúnni. Til þess, að slóðir okkar sæust ekki, gengum við dreift og drógum á eftir okkur hver og einn limslóða til þess að strjúka yfir förin, og af því að þetta var ofan skógarins, skóf að jafnaði yfir allar misfellur. Þegar nægilegt sprengiefni var komið á staðinn, áttum við þó tvennt eftir. Við urðum að leggja örmjóan rafþráð, hulinn í fönninni, meira en kílómetra leið til staðar, sem við sæjum af til brúarinnar og á teinana, sem lestin kæmi eftir. Og við áttum einnig að grafa okkur göng í stórum snjóskafli á leyndum stað, þar sem við áttum að liggja nokkur dægur — með hæfilegt bil okkar í milli — meðan leitin að okkur væri sem áköfust. Er þessu var lokið, tilkynntum við það, og fengum tímaákvörðun um, hvernær sú lest, sem við skyldum tortíma, væri vænt- anleg. Við stóðum með hendur á raf- tækinu við leiðsluendann, reiðubúnir að tengja, þegar lestarljósin birtust í hæfilegri fjarlægð. Þau augnablik gleymast ekki. í stríði er enginn að fullu með mannlegu eðli, og verður aldréi samur aftur. Lestin kom, og straumnum var hleypt á. Brúin reis fram undan og byltist síðan niður í gljúfrið og lestin á brakið ofan. Okkur var síðar sagt, að með henni hefðu verið 600 þýskir hermenn og 400 hestar. En lestarstjórar og kyndarar stukku út á síðasta augnabliki. Þeir voru norskir og vissu, hvað í vændum var. Við vissum aldrei, hvort ein- hverjir fleiri komust af. Ekki máttum við hverfa af kveikju- stæðinu fyrr en við höfðum undið til okkar þráðinn frá brúninni og grafið hann á staðnum, svo að leiðin til okk- ar yrði ekki rakin eftir honum. Síðan tókum við til fótanna til fylgsnis okk- ar, og var þá liðið langt á nótt. Við sléttuðum síðast með höndunum yfir slóðina úti fyrir og byrgðum opið innan frá. Fram undan var fimm dægra kyrrseta eða lega í fönninni, tveggja nátta og þriggja daga, því að í næturmyrkri áttum við að hefja gönguna upp fjallið og austur yfir landamærin til Svíþjóðar. Vistin var köld og rakinn mikill. Við höfðum næringartöflur í fórum okkar innan klæða, en þeirra neyttum við þó í hófi. Og svo var eitt, sem ekki mátti gleymast áður en byrgið væri opnað og gangan hafin: í ferðum sem þess- um voru menn látnir bera með sér eitur í litlum aflöngum hylkjum. Á hættustundum skyldi eitt slíkt hylki hulið langs með tanngarðinum að ut- an. Ef nauðsyn krafði var það síðasta þjónustan í þágu ættjarðarinnar, að ná því inn á milli tannanna og bíta það í sundur. Þá var tryggt, að verða ekki píndur til sagna um félaga sína. Er við komum út í náttmyrkrið og hófum gönguna eftir hina löngu bið, greindi okkur nokkuð á um stefnu. Við máttum ekki ganga þétt saman og urðum alltaf að vera á skíðunum, svo að sporhundar rektu ekki slóð okkar. Brattinn var mikill og því freisting að sneiða hlíð. En það var ekki hættu- laust, því að við vissum um varðstöð Þjóðverja í grennd og sáum nú lítið fyrir náttmyrkri og snjókomu. Enda varð okkur þetta örlagaríkt. Hundar varðmannanna urðu okkar varir, og eftirför var hafin. Við brutumst beint í brattann, og þó alltaf í krákustígum, til þess að forðast að fá skot beint í bakið. Þjóðverjarnir gátu ekki gengið í miklum bratta án þess að sneiða hann, og dró því fljótt sundur með þeim og okkur. Þrír hnigu þó fyrir kúlum óvinanna áður en fjallsegginni varð náð, og skildi einn þeirra eftir sig langan blóðferil áður en hann hlaut banaskotið. Við vorum því aðeins fimm, sem sluppum yfir landamærin og höfðum frá tíðindum að segja. Eftir þetta járnbrautarslys og mörg önnur hliðstæð af völdum heima- varnarliðsins, gáfust Þjóðverjarnir upp á að flytja lið sitt með lestum norður eftir Noregi. Þær herdeildir, sem óhjákvæmilegt var að senda á leið, fóru fótgangandi, og það var mikil þrautaganga. Þó að þýski herinn væri betur búinn að klæðum og vopnum en hálfsoltið heimavarnarlið, sem að nokkru var skipað rosknum mönnum eða óhörðnuðum, átti margur Þjóðverjinn erfið spor á norskri grund. Norski heimavarnar- maðurinn hlýddi rödd hjartans, en Þjóðverjinn var knúður fram — stundum að vísu sæll í sefjun nas- ismans, en trúlega miklu oftar þjáður af innri kvöl. Sem dæmi um það skal sögð eftirfarandi saga: Eftir heimsstyrjöldina fyrri, 1914- 1918, þegar Þýskaland lá í rústum og þjóðin svalt, tóku mörg norsk heimili þýsk börn og ólu upp um árabil. En síðar voru þau kölluð heim aftur, og einmitt þegar innrásin var gerð í Noreg 1940, voru margir þessir menn enn í þjónustu hersins. — í grennd við æskuheimili mitt bjó öldruð kona, sem fóstrað hafði tvo pilta. Nú vildi svo til, að báðir voru þeir í herdeild- inni, sem gekk á land í Þrándheimi. Er þeim gafst fyrsta tómstund þar, gripu þeir tækifærið og gengu heim til fóstru sinnar til þess að sjá hana og þakka liðna daga. Hún kom sjálf til dyra. En þegar hún þekkti „drengina sína“, sem hún hafði kallað, í þýskum hermannabúningum, trylltist hún gjörsamlega. Hún jós yfir þá beisk- yrðum og kvað þá nú mundu komna til að gjalda fósturlaunin eftir því, sem þeir væru menn til. „Þið voruð börnin mín, en nú komið þið sem fjand- menn“, sagði hún. Að mæltum þeim orðum féll hún niður og var þegar ör- end. Annað heimilisfólk og fleiri þustu nú að, en hermennirnir, sem fáum orðum höfðu við komið, drógu sig í hlé og hurfu. En stundu síðar heyrðust tvö skot, og í nokkurri fjar- lægð fundust svo menn þessir báðir látnir. Þeir höfðu ráðið sér bana. Saga þessi kann að þykja ótrúleg, en hún er dagsönn. Hörmungum stríðs verður aldrei að fullu lýst. Því kemur mér það í hug, sem ég eitt sinn sagði við íslenskan kunningja minn, nýkominn úr Noregsför, er hann dáði ættland mitt og undraðist veru mína hér: „Já“, sagði ég, „Noregur er fagurt land — mjög fagurt. — En þú veist víst ekki, hvað það er gott að vera á íslandi.“ 130 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.