Heima er bezt - 01.04.1981, Page 25

Heima er bezt - 01.04.1981, Page 25
í gegn um skóginn, eftir mjóu einstig- inu í Rauðaklifi, þar fyrir sunnan eru Fitjalækjarbakkarnir sléttir og grös- ugir: þar er gott að láta spretta úr spori. Nú sést til Vindhólanna, undir þeim er Vindhólanesið, þar sem atið fór fram. Enn í dag má sjá móta fyrir görðum þeim er hlaðnir voru um- hverfis vígvöllinn. Vindhólar eru skammt sunnan við Skarðsána er kemur úr Gönguskarði, en þar í gegn lá alfaraleið yfir í Garðsárdal og um hann til Eyjafjarð- ar. Þarna þessa umræddu nótt er allt umhverfi breytt frá því sem nú er, meiri skógar og kjarr. í brekkunni of- an við Vindhólanesið er fólk í óða önn að höggva sér rjóður svo það sjái sem best. Brátt eru hestarnir leiddir inn fyrir garðinn stiklandi og hneggjandi. Bleikur kemur fyrst, fjörlegur smá- vaxinn ganghestur, sterklega byggður. Svo er Vindur leiddur inn á sviðið, stór grannvaxinn klárhestur. Þrír menn fylgja hvorum hesti til að etja þeim. Hestunum er svo sleppt lausum og renna þeir samstundis saman af miklu afli og heift. Þeir rísa upp og Vindur nær að bíta ofan í makkann á Bleik og keyrir hann niður. Þá bítur Bleikur í hné Vinds svo hann verður að sleppa og leggst á hnén. Bleikur snýr sér nú leiftursnöggt við og slær með báðum afturfótum. Höggið er mikið og kemur annar hófurinn í brjóst Vinds en hinn undir kjálkana. Vindur virðist dasast við höggið og hörfar. Honum er þó att samstundis fram og Bleikur gefur enginn grið og virðist skapharður mjög. Er Bleikur gerir atlögu næst, prjón- ar Vindur aðeins upp og krafsar eld- snöggt. Höggið kemur utan í kjálka Bleiks og skefur hold af beini. Áfram berjast þeir um stund af tröllslegri heift og hörku. Þeir fnæsa og heiftar- öskur þeirra líkjast ekki neinum hljóðum sem menn eiga að venjast. Þeir bítast og slá með öllum fótum og mennirnir reyna hvað þeir geta að etja hvorir sínum hesti fram. Vindur virð- ist stirðari og ekki búa yfir sömu skaphörku og Bleikur, enda fer brátt að halla á hann. Loks er hann rís upp til að verjast árás Bleiks, beygir Bleikur sig eldsnöggt niður og bítur á nára Vinds og rífur á hol. Við þetta færist feikna afl í Vind, er slítur sig lausan og stekkur á vegginn af ógnar krafti og brýtur í hann skarð. Hann hneggjar og lítur upp i hólana þar sem hryssurnar hans eru, tekur tvö stökk en fellur síðan við. Hann reisir höf- uðið örlítið, kumrar, en er svo dauður. Bleikur er hamslaus, trylltur æðir hann í gegnum skarðið eftir Vind og hleypur hneggjandi suður í Bleiks- mýri þar sem stóðið hans gengur. Endir þessarar sögu er sá að Bleikur fannst dauður suður á Bleiksmýri vorið eftir og um svipað leiti drukknaði Sveinn í Sveinskíl út á Illugastöðum. Hvort tveggja var kennt fjölkyngi Sigmundar á Garðsá. Þetta var sagan sem Fnjóská hafði að segja mér þessa kyrru sumarnótt. Fnjóskáin hefur frá mörgu að segja ef maður kann að hlusta á hana og gefur sér tíma til þess. Þór Sigurðsson. Jafndægrahríð... — Framhald af bls. 110 endanna, svo að þetr standa ráðþrota, þannig eltir hvað annað. Vér erum öll hlekkjuð saman í eina heild og getum ekki lengur búið hver að sínu. Eitt af mörgu, sem valdið hefir þjóðinni vandræðum á þessum vetri er orkuskorturinn. Þar hefir oss sjald- an verið sýnt svo áþreifanlega í tvo heimana, að naumast verður það gert á skýrari hátt. Oss hefir hlotið að verða það ljóst, hversu allur þjóðar- hagur, og mér liggur við að segja líf þjóðarinnar er háð því, að vér njótum nægrar orku við sanngjörnu verði. Orkugjafar þeir, er vér daglega notum eru af tvennum toga, erlendum og innlendum. Erlendi orkugjafinn, olí- an er seldur oss með því afarverði, að nærri lætur, að atvinnuvegirnir, sem hana nýta, séu að sligast, og nauðsyn- legt hefir reynst að hlaupa undir bagga með heimilunum, svo að þau fái staðist undir hitunarkostnaði hí- býlanna. En meðan svo stendur á ríf- ast menn innbyrðis um hvar vér skul- um virkja fallvötn vor til orkuöflunar, eða í hvaða röð. Og samtímis því að vér verjum milljónatugum eða hundruðum til kaupa á olíu okrar- anna, til þess að framleiða hið lífs- nauðsynlega rafmagn, þá streyma árnar tálmunarlaust til sjávar. Það er þung ábyrgð, sem hvílir á þeim ráðamönnum, sem tefja fram- kvæmdir til orkuöflunar, hvort sem þeir gera það af almennri þröngsýni gagnvart framkvæmdum annars veg- ar eða hreppapólitík og eiginhags- munum hinsvegar. Það er eðlilegt að menn greini á um ýmsa hlutl, en virkjunarframkvæmdir og orkuöflun er slík höfuðnauðsyn, að þar ætti öll togstreita um smámuni að vera lögð til hliðar, þar er málefni allrar þjóðarinnar, sem raunar flest annað hlýtur að víkja fyrir í bili. Ork- an er orðin svo ríkur þáttur í öllu þjóðlífinu, jafnt smáu sem stóru, að án hennar verður ekki líft í landinu fyrr en varir. Þetta er staðreynd, sem ekki verður móti mælt. Öll tregða og tálmanir í þeim fremkvæmdum nálg- ast landráð og geta ekki annað en stuðlað að því að hrekja þjóð vora niður á svið fátæktar og eymdar. Það á að vera fyrsta krafa hvers manns til þeirra, sem með völdin fara, að þeir leggi alla flokkadrætti til hlið- ar, til að þoka þessum málum áleiðis, og ekkert verði til sparað um fram- kvæmdir, og alþjóð ber að standa sameinuð að baki þeirra, sem ráðin hafa og gleyma allri togstreitu um ærgildi og landshluta gagnvart því einu að fá næga orku. Án hennar er- um vér eymdinni ofurseldir. St. Std. Heimaerbezt 133

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.