Heima er bezt - 01.04.1981, Page 28

Heima er bezt - 01.04.1981, Page 28
Landmannalaugar. Myndin er tekin ofan af Bláhnjúki. bratt upp að fara, jafnvel fyrir mig. Ég lét mér nægja að ganga inn að gljúfri, sem lá þama inn í fjöllin, dularfullt og mikilúðlegt. Eftir gljúfrinu rann læk- ur. Núna var hann tær og niðaði notalega. En öðruvísi myndi lækur sá vera á að líta, er hann beljaði fram í vorleysingum, kolmórauður og bæri með sér aur og leðju. Ég leit á úrið mitt, það minnti mig á þann veru- leika, að matartími væri að nálgast. Ég lét göngunni lokið í þetta sinn og hraðaði mér til baka .... Komið var til Landmannalauga kl. 20.03. Þarna átti að dvelja náttlangt og einnig næsta dag. Nægur tími var til stefnu að skoða umhverfið betur daginn eft- ir. Nú var komið kvöld „Allir dagar eiga kvöld,“ svo var um þennan dag, sem aðra. Þó skal á það minnst, að þennan dag, 25. júlí átti Róbert Ámason múrarameistari fertugsafmæli, þess vegna dugði ekki að gefa sig svefninum á vald alveg strax. Þess má og geta, að alltaf ríkti gleði í hugum ferðafólksins á ferða- laginu, en þennan dag var einna bjartast í hugum manna. 26. júlí. Eftir morgunverð fór unga fólkið á fjöllin. Fjallganga þess tók langan tíma. Ég, sá 77 ára, lét mér nægja, að klöngrast hátt upp í hraunjaðarinn. Hraunið var sannkallaður trölla- heimur, með sin margbreytilegu til- brigði: katla, strýtur, innskot og leyniklefa. Sannarlega hafði hraun þetta aðdráttarafl, fyrir mig og fleiri, því ég sá ýmsa leggja leið sína inn í hraunið, úfið og grett. Þarna var tor- sótt um að fara, og varúðar varð að gæta, til þess að detta ekki og meiða sig. Þama sat ég og leit yfir umhverfið. Fagurt var um að litast. Enn naut sól- ar, en sýnilega þyngdi í lofti. Fjall- göngufólkið myndi sennilega njóta fjallgöngunnar áður en meira þyngdi að, og svo reyndist. Frá mér séð sást vel yfir. Ferða- mannaskálinn sómdi sér vel, þar gekk fólkið út og inn erinda sinna, ýmist að koma eða fara. Til hægri hendar mér, en miklu neðar var gangnamanna- kofi, traustlega byggður, nú lokaður. Hann stóð þama og minnti á, að hann gæti enn veitt hröktum og þreyttum gangnamönnum skjól og yl. Þaðan sem ég var nú staddur, sá ég ferðafé- laga mína nálgast fjall eitt og hefja fjallgönguna. Víða var fólk á flökti, sem fyrr greinir. Þessu má lýsa í stuttu máli. Ýmsir gengu upp á fjöll. Aðra, hraunið geymdi. Á Landamanna laugavöll, ljósið, sólar streymdi. Langt í norðaustri. sást Skaftárjök- ull, skriðjökull, einn af þeim mörgu, sem ganga frá Vatnajökli. í jöðrum Skaftárjökuls sáust fjallsgnípur strit- ast á móti þunga skriðjökulsins, sem leitaði þungt á. Fjallaþyrpingar sáust nær, huldar bláum feldi í bláma fjar- lægðarinnar ... Landmannalaugar lágu svo að segja við fætur mér, um- luktar sínum marglitu tindum. Ég hef minnst á þær áður, og læt þá lýsingu nægja. Blessuð sólin sendi geisla sína enn um sinn. Eftir hádegi þyngdi meira að. Ég þóttist sjá, að mitt rölt upp í fjöllin færist fyrir, og sú varð reyndin. Hraunið, gretta og úfna, geymdi enn yl í æðum. Undan hrauninu streymir bæði heitt og kalt vatn. Heita vatnið minnir á yl þann, sem hraunið geymir ennþá. Eftir alllanga stund stóð ég á fætur, fremur stirður, því ekki sat ég í neinu hægindasæti. Samt sem áður verður mér ganga mín upp í hraunið minnisverð, margra hluta vegna. Til dæmis það, að klöngrast um torleiði þetta. Lítið afrek vann ég þama uppi í hrauninu, þó urðu þessar ljóðlínur til þar. Hér við lind er ljúft að una laugar kyrrðin hugans ró. Eiga mun ég minninguna, munaðsblíð hún reynist þó. — Hér í úfnum, hraunsins jaðri hlusta ég á kyngimögn langt frá glaumi, glysi og þvaðri greini duld .. . og bíð í þögn. Þar ég sit nú þuldi áður þróttmikill, sín hulduljóð Logi, jötunn, logabráður leiftrum skaut og heitri gló<ð. Á jökulveggi vígaþungum voðahrammi Logi sló. Kiknaði jökull, klettar sungu kraumaði hátt í bræðsluþró. Áður fyrr en ísland byggðist æddi Logi hér um fold. Sá, er að því hyggja hyggðist sem horfið þar er undir mold, 136 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.