Heima er bezt - 01.04.1981, Síða 31

Heima er bezt - 01.04.1981, Síða 31
DÆGUR lióð Fyrirskömmu sat ég á tali við kunningja sem er vel að sér um margt sem að skáldskap lýtur. M.a. spurði ég hann þeirrar áleitnu spurningar, hvort líklegt væri að Grímur Thomsen hefði gert sig sekan um að fara rangt með þátíð- ina af sögninni að nema (í þeirri merkingu að læra eitthvað af einhverjum) í ljóðlínunum: Náttúrunnar numdir mál, numdir tungur fjalla. Ég hafði aldrei heyrt þessa þátíðarmynd af þessari ágætu sögn og eftirgrennslanir lítinn árangur borið. En ég gat ómögulega trúað að þetta ágæta skáld hefði gert sig sekan um beygingarvillu. Að vísu hafði ég lesið um það að ýmsa hnökra mætti sumsstaðar finna á skáldskap hans, svo sem augljósa rímgalla o. þ. h. En bókmenntafræðingum ber þó saman um að hann hafi verið vel að sér í tungunni svo sem kvæði hans bera augljóslega vitni um. Auk þess er hann fyrsti íslendingurinn sem lagði sérstaka stund á sögu evr- ópskra samtímabókmennta við Hafnarháskóla og skrifaði þar meistaraprófsritgerð um enska skáldið Byron. Þá mun hann hafa ritað greinar um íslenskar bókmenntir, einkum fornan skáldskap. í dönsk tímarit. og gaf út tvær sýnis- bækur íslenskrar sagnaritunar á dönsku. Og fleira hefur verið nefnt um þekkingu hans á skáldskaparfræðum. Kunninginn benti mér á að í orðabók Blöndals megi finna þá þátíðarmynd sem Grímur notar í áminnstum ljóðlínum. Og þá er augljóst að hann vissi lengra nefi sínu um blæbrigði íslenskrar tungu, svo sem reyndar haldið hefur verið á lofti. Þessvegna er ekkert undarlegt þótt kot- karlar í fræðunum verði hugsi þegar þeir hnjóta um eitt- hvað se"m þeir telja grunsamlegt í skáldskap hans. En nú finnst mér sjálfsagt að bregða upp því ljóði þar sem umræddar ljóðlínur er að finna. Það er gott kvæði jafnvel þótt málvilla hefði sannast á Grím. JÓNAS HALLGRÍMSSON Þú sem áður foldar fljóð fögrum ljóðum gladdir, og til hreysti hraustum óð hugi drengja kvaddir. hefur nú fljóða’ og hölda sál hryggt úr öllum máta; þeirsem íslenskt mæla mál munu þig allir gráta. Úr fjörugu máli fegri sprett fékk ei neinn af sveinum; hjá þér bæði lipurt og létt lá það á kostum hreinum. Þú gast látið lækjarnið í ljóðum þínum heyra, sjávarrót og svanaklið, sanda bárur keyra. Gast í brag við björgin foss bráðum látið sinnast, og hendingarnar heitum koss hverja við aðra minnast. Náttúrunnar numdir mál, numdir tungur fjalla, svo að gastu stein og stál í stuðla látið falla. íslands varstu óskabarn, úr þess faðmi tekinn, og út á lífsins eyðihjarn örlagasvipum rekinn. Langt frá þinna feðra fold, fóstru þinna ljóða, ertu nú lagður lágt í mold, listaskáldið góða. Oft var mér hugsað til forfeðranna, torfhúsafólksins, í kuldunum í vetur. Ömurleg hljóta lífsskilyrði þessa fólks að hafa verið í slíkri kuldatíð í óupphituðum, saggafullum og dimmum torfbæjunum, þó út yfir tæki þegar hafísinn lagðist að landi og bannaði nauðbjargir úr sjó. Enda hrundi þá fólk og búpeningur niður. Þegar lesið er um þessa sögu undrar það mann að nokkur skuli hafa verið eftir til frá- sagnar. En fólkið þraukaði.eins og við, samtryggingar- og kröfufólkið, berum gleggst vitni um. Á því er ekki minnsti vafi að það var vonin sem hélt þjóðinni uppi gegnum aldir. Því fór vel á því að Vigdís forseti gerði einmitt vonina að umtalsefni í fyrsta nýárs- ávarpi sinu til þjóðarinnar. Vonin hefur alltaf verið allt okkar líf, — vonin um sól og yl, gras og fiskigengd í sjó og vötnum. Því skal ekki neitað að skáldin gerðu sitt til að magna þessa kennd og kannske einmitt þess vegna voru þau í hávegum höfð, hvort sem ort var eftir kúnstarinnar reglum eða ekki. Hér á eftir fer kvæði eftir Fornólf (Jón Þorkelsson þjóð- skjalavörð). Það er hægt að syngja það, lagið er; Fanna skautar faldi háum. Heimaerbezt 139

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.