Heima er bezt - 01.04.1981, Síða 32

Heima er bezt - 01.04.1981, Síða 32
HÉRÁ LANDI Brattr er Grænlands bryggjusporður, bólgnir jöklar hrapa í mar, gustar kalt úr Greipum norður, gaddr og helja drottna þar, — en hráslaga þótt hrollur standi af hraunum þrútnum ísabrots, aldri skal það okkru landi orkað fá til meginþrots. Frórri lönd með völlum víðum vantar á sléttum afdrepin, en nóg er skjólið hér í hlíðum og hlýr er margur dalurinn, og þótt hér verði dægurt dapurt, dynji þungleg veðraföll, og stundum kannske nokkuð napurt, — næðir seint í gegnum fjöll. Hér skal þjóðin þrifa leita og þroska fulls, en ei til hálfs, hér vér allrar orku neyta í eigin hag og landsins sjálfs. Okkrar skulu eigin hendur yrkja landið, græða skóg, sjálfir verja straum og strendur, stjórna á vorum eigin sjó. Hér eru vorar heimagættir, hér skal geyma þjóðernið, hér skulu vorar allar ættir eiga ból í hinsta lið; hér skal allar aldaraðir íslensk tunga hafa skjól, mörgum kenna móðir og faðir málið það, uns slokknar sól. Standi fyrr í einum eldi allur barmur þessa lands, en það lúti annars veldi eða kúgun harðstjórans; fyrr skal hyrr um rjáfrin rjúka og rofin hrynja í tóftirnar, brennd til ösku fjöllin fjúka og flæða yfir rústirnar. Frítt skal yfir frjálsu landi, fagur skal þar himinninn, ljúfur skyldi loftsins andi leika um mjallafaldinn þinn, og úr höfum himindjúpa hreinum niður skaut þitt á, fylling árs og frjóvgun drjúpa farnaður, sem ei þrotna má. Sumardagurinn fyrsti er dagur vonarinnar og því er engin furða þótt hann gengi næst jólunum sem hátíðis- dagur. Og sem ég er að böggla saman þessum þætti finnst mér vorið vera á næsta leiti, því úti eru hlýindi og sólskin. Er það vonum seinna. Við hitaveitu- og rafljósafólk ættum aldrei að gleyma að fagna vorkomunni af sama innileika og torfbæjarfólkið gerði, þótt kjör okkar séu þúsund sinnum betri. Því fer vel á því að enda þennan þátt með fallegu og vel gerðu ljóði eftir Jón frá Ljárskógum. Skáldið hefur að vísu fæðingarsveit sína í huga þegar hann yrkir þetta og tileinkar henni, en hugsunin gildir fyrir allt landið og íbúa þess. Lagið er: Fyrr var oft í koti kátt. BREIÐFIRÐINGALJÓÐ Þegar sumarsólin heið signir gróður jarðar flýgur hugur heim á leið, heim til Breiðafjarðar. Bernsku þinnar árum er ekki létt að gleyma — manstu ekki eftir þér eitthvert vorið heima? Svíf þú með mér, vinur vænn, vestur yfir fjöllin þegar sumargróður grænn glitar heimavöllinn. Ævi þinnar unaðsvor á hér dýpstu rætur — sjást hér ekki ennþá spor eftir litlar fætur? Kannske finnst þér fyrst um stund feiknin öll um muninn: mýrin orðin gróin grund, gamli bærinn hruninn! Þó er reyndar flest sem fyr, fornar leiðir kunnar; þú átt ennþá opnar dyr: auðlegð náttúrunnar! Manstu’ er himins hátign skær hló við sundum bláum? Manstu er léttur ljúflingsblær lék að grænum stráum? Manstu ungra álfta söng úti á fjarðarstraumi? Manstu er kvöldin ljós og löng liðu í glöðum draumi? Allt er þetta eins og fyr. Arfur dýrra minna bíður enn við opnar dyr æskustöðva þinna. Ennþá byggir Breiðafjörð blómi kvenna og manna — um ’ann heldur helgan vörð hersveit minninganna. Hljóma mitt í hversdagsönn hreimar svanalagsins, — aldrei máir tímans tönn töfra æskudagsins. Þegar sumarsólin heið signir gróður jarðar flýgur hugur heim á leið, heim til Breiðafjarðar. Fleiri ljóð birtast þá ekki að sinni. Gleðilegt sumar. E. E.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.